Golf

Tiger flýgur upp heimslistann

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tiger Woods er farinn að brosa á ný.
Tiger Woods er farinn að brosa á ný. vísir/getty

Tiger Woods náði sínum besta árangri í tæp fimm ár á PGA-mótaröðinni um helgina þegar hann lenti í öðru sæti á Valspar-mótinu í golfi. Var hann aðeins einu höggi frá því að kreista fram bráðabana en þurfti að horfa á eftir titlinum til breska kylfingsins Pauls Casey.

Er þetta besti árangur Tiger á mótaröðinni frá því í ágúst 2013 en með því tók hann stökk upp um 239 sæti á heimslistanum í golfi með því og er kominn í 149. sæti.

Tiger byrjaði árið í 656. sæti en hann bíður enn eftir 80. sigrinum á ferlinum á PGA-mótaröðinni en hann vantar þrjá sigra til að jafna met Sam Snead yfir flest mót unnin á mótaröðinni (82).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.