Golf

Vonn heldur enn með Tiger

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vonn og Tiger er ástin var í blóma.
Vonn og Tiger er ástin var í blóma. vísir/getty

Þó svo ástarsamband Tiger Woods og skíðadrottningarinnar Lindsey Vonn hafi ekki gengið upp þá er þeim augljóslega enn vel til vina.

Það eru tæp þrjú ár síðan þau hættu saman en er þau hættu saman sögðust þau ætla að vera vinir. Það virðist hafa gengið upp.Vonn fylgdist ítarlega með Tiger á Valspar-mótinu um síðustu helgi og hvatti hann áfram á Twitter.

Hún hvatti hann líka opinberlega til dáða í viðtali við Sports Illustrated í janúar. Þá sagðist hún vonast til þess að hann færi aftur að vinna golfmót.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.