Tækifæri í aðkomu erlendra fjárfesta Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2018 11:47 Í skýrslunni kemur fram að gífurlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustu hér á landi og erlendum ferðamönnum hafi fjölgað fimmfalt á milli 2010 og 2017, þegar 2,2 milljónir ferðamanna komu til landsins. Vísir/Hanna Tækifæri felast í aðkomu erlendra fjárfesta að ferðaþjónustu hér á landi og fjármögnun innviðauppbyggingar. Þetta kemur fram í skýrslu GAMMA Ráðgjafar þar sem farið er yfir þróun og horfur í íslenskri ferðaþjónustu. Skýrslan ber nafnið Tourism in Iceland: Investing in Iceland‘s growth engine.Á vef Gamma segir að henni sé að mestu ætlað að auðvelda erlendum fjárfestum að glöggva sig á stöðu greinarinnar og þar sé tekið saman mikið safn gagna og greininga.„Ferðaþjónustan stendur á krossgötum, en eftir ævintýralegan vöxt undanfarinna ára er hún að verða fullvaxta undirstöðuatvinnugrein í íslenska hagkerfinu,“ segir Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA. „Við teljum að erlendir fjárfestar geti lagt sitt af mörkum til að dreifa áhættu og stuðla að áframhaldandi vexti greinarinnar með því að taka þátt í frekari hagræðingu og fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir á innviðum, og erum stolt að því að stuðla að upplýstri ákvarðanatöku með skýrslu GAMMA Ráðgjafar.“ Í skýrslunni kemur fram að gífurlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustu hér á landi og erlendum ferðamönnum hafi fjölgað fimmfalt á milli 2010 og 2017, þegar 2,2 milljónir ferðamanna komu til landsins. Búist sé við því að á þessu ári nái fjöldinn 2,5 milljónum og að nokkrir þættir hafi leitt til þessarar aukningar. Þar á meðal eru eldgos, kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem teknir hafa verið upp hér á landi, samfélagsmiðlar og vel heppnaðar markaðsherferðir. Fjölgun ferðamanna hafi hjálpað íslenskum efnahagi verulega í kjölfar hrunsins 2008. Þá kemur einnig fram að ferðaþjónustan hafi dregið að sér mikið af frumkvöðlum og nýjum fyrirtækjum. Hins vegar séu tækifæri í sameiningum fyrirtækja og að erlendir fjárfestar muni líklega nýta sér tækifæri í ferðamannaiðnaði hér í landi á næstu árum. Þar að auki kemur fram að bráðnauðsynlegt sé að fjárfesta í innviðum eins og vegum og flugvöllum. Þó hægt hafi á vexti ferðaþjónustunnar er markaðshlutdeild Íslands undir einu prósenti af þeim 600 miljónum ferðamanna sem heimsækja Evrópu á ári hverju og því kemur fram í skýrslunni að ekki sé útlit fyrir að mettun hafi verið náð, sé rétt á málum haldið. „Erlendir fagfjárfestar geta vel gegnt mikilvægu hlutverki í þróun íslenskrar ferðaþjónustu, en framlag þeirra er ekki síður fólgið í alþjóðlegu tengslaneti og hugviti heldur en fjármagni. Skýrsla GAMMA er kjörin fyrir erlenda lesendur sem vilja kynna sér stöðu greinarinnar og þann mikla fjölda tækifæra sem felst í vexti hennar,“ segir Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og forstjóri Bláa lónsins. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Sjá meira
Tækifæri felast í aðkomu erlendra fjárfesta að ferðaþjónustu hér á landi og fjármögnun innviðauppbyggingar. Þetta kemur fram í skýrslu GAMMA Ráðgjafar þar sem farið er yfir þróun og horfur í íslenskri ferðaþjónustu. Skýrslan ber nafnið Tourism in Iceland: Investing in Iceland‘s growth engine.Á vef Gamma segir að henni sé að mestu ætlað að auðvelda erlendum fjárfestum að glöggva sig á stöðu greinarinnar og þar sé tekið saman mikið safn gagna og greininga.„Ferðaþjónustan stendur á krossgötum, en eftir ævintýralegan vöxt undanfarinna ára er hún að verða fullvaxta undirstöðuatvinnugrein í íslenska hagkerfinu,“ segir Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA. „Við teljum að erlendir fjárfestar geti lagt sitt af mörkum til að dreifa áhættu og stuðla að áframhaldandi vexti greinarinnar með því að taka þátt í frekari hagræðingu og fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir á innviðum, og erum stolt að því að stuðla að upplýstri ákvarðanatöku með skýrslu GAMMA Ráðgjafar.“ Í skýrslunni kemur fram að gífurlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustu hér á landi og erlendum ferðamönnum hafi fjölgað fimmfalt á milli 2010 og 2017, þegar 2,2 milljónir ferðamanna komu til landsins. Búist sé við því að á þessu ári nái fjöldinn 2,5 milljónum og að nokkrir þættir hafi leitt til þessarar aukningar. Þar á meðal eru eldgos, kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem teknir hafa verið upp hér á landi, samfélagsmiðlar og vel heppnaðar markaðsherferðir. Fjölgun ferðamanna hafi hjálpað íslenskum efnahagi verulega í kjölfar hrunsins 2008. Þá kemur einnig fram að ferðaþjónustan hafi dregið að sér mikið af frumkvöðlum og nýjum fyrirtækjum. Hins vegar séu tækifæri í sameiningum fyrirtækja og að erlendir fjárfestar muni líklega nýta sér tækifæri í ferðamannaiðnaði hér í landi á næstu árum. Þar að auki kemur fram að bráðnauðsynlegt sé að fjárfesta í innviðum eins og vegum og flugvöllum. Þó hægt hafi á vexti ferðaþjónustunnar er markaðshlutdeild Íslands undir einu prósenti af þeim 600 miljónum ferðamanna sem heimsækja Evrópu á ári hverju og því kemur fram í skýrslunni að ekki sé útlit fyrir að mettun hafi verið náð, sé rétt á málum haldið. „Erlendir fagfjárfestar geta vel gegnt mikilvægu hlutverki í þróun íslenskrar ferðaþjónustu, en framlag þeirra er ekki síður fólgið í alþjóðlegu tengslaneti og hugviti heldur en fjármagni. Skýrsla GAMMA er kjörin fyrir erlenda lesendur sem vilja kynna sér stöðu greinarinnar og þann mikla fjölda tækifæra sem felst í vexti hennar,“ segir Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og forstjóri Bláa lónsins.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Sjá meira