Tækifæri í aðkomu erlendra fjárfesta Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2018 11:47 Í skýrslunni kemur fram að gífurlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustu hér á landi og erlendum ferðamönnum hafi fjölgað fimmfalt á milli 2010 og 2017, þegar 2,2 milljónir ferðamanna komu til landsins. Vísir/Hanna Tækifæri felast í aðkomu erlendra fjárfesta að ferðaþjónustu hér á landi og fjármögnun innviðauppbyggingar. Þetta kemur fram í skýrslu GAMMA Ráðgjafar þar sem farið er yfir þróun og horfur í íslenskri ferðaþjónustu. Skýrslan ber nafnið Tourism in Iceland: Investing in Iceland‘s growth engine.Á vef Gamma segir að henni sé að mestu ætlað að auðvelda erlendum fjárfestum að glöggva sig á stöðu greinarinnar og þar sé tekið saman mikið safn gagna og greininga.„Ferðaþjónustan stendur á krossgötum, en eftir ævintýralegan vöxt undanfarinna ára er hún að verða fullvaxta undirstöðuatvinnugrein í íslenska hagkerfinu,“ segir Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA. „Við teljum að erlendir fjárfestar geti lagt sitt af mörkum til að dreifa áhættu og stuðla að áframhaldandi vexti greinarinnar með því að taka þátt í frekari hagræðingu og fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir á innviðum, og erum stolt að því að stuðla að upplýstri ákvarðanatöku með skýrslu GAMMA Ráðgjafar.“ Í skýrslunni kemur fram að gífurlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustu hér á landi og erlendum ferðamönnum hafi fjölgað fimmfalt á milli 2010 og 2017, þegar 2,2 milljónir ferðamanna komu til landsins. Búist sé við því að á þessu ári nái fjöldinn 2,5 milljónum og að nokkrir þættir hafi leitt til þessarar aukningar. Þar á meðal eru eldgos, kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem teknir hafa verið upp hér á landi, samfélagsmiðlar og vel heppnaðar markaðsherferðir. Fjölgun ferðamanna hafi hjálpað íslenskum efnahagi verulega í kjölfar hrunsins 2008. Þá kemur einnig fram að ferðaþjónustan hafi dregið að sér mikið af frumkvöðlum og nýjum fyrirtækjum. Hins vegar séu tækifæri í sameiningum fyrirtækja og að erlendir fjárfestar muni líklega nýta sér tækifæri í ferðamannaiðnaði hér í landi á næstu árum. Þar að auki kemur fram að bráðnauðsynlegt sé að fjárfesta í innviðum eins og vegum og flugvöllum. Þó hægt hafi á vexti ferðaþjónustunnar er markaðshlutdeild Íslands undir einu prósenti af þeim 600 miljónum ferðamanna sem heimsækja Evrópu á ári hverju og því kemur fram í skýrslunni að ekki sé útlit fyrir að mettun hafi verið náð, sé rétt á málum haldið. „Erlendir fagfjárfestar geta vel gegnt mikilvægu hlutverki í þróun íslenskrar ferðaþjónustu, en framlag þeirra er ekki síður fólgið í alþjóðlegu tengslaneti og hugviti heldur en fjármagni. Skýrsla GAMMA er kjörin fyrir erlenda lesendur sem vilja kynna sér stöðu greinarinnar og þann mikla fjölda tækifæra sem felst í vexti hennar,“ segir Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og forstjóri Bláa lónsins. Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Tækifæri felast í aðkomu erlendra fjárfesta að ferðaþjónustu hér á landi og fjármögnun innviðauppbyggingar. Þetta kemur fram í skýrslu GAMMA Ráðgjafar þar sem farið er yfir þróun og horfur í íslenskri ferðaþjónustu. Skýrslan ber nafnið Tourism in Iceland: Investing in Iceland‘s growth engine.Á vef Gamma segir að henni sé að mestu ætlað að auðvelda erlendum fjárfestum að glöggva sig á stöðu greinarinnar og þar sé tekið saman mikið safn gagna og greininga.„Ferðaþjónustan stendur á krossgötum, en eftir ævintýralegan vöxt undanfarinna ára er hún að verða fullvaxta undirstöðuatvinnugrein í íslenska hagkerfinu,“ segir Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA. „Við teljum að erlendir fjárfestar geti lagt sitt af mörkum til að dreifa áhættu og stuðla að áframhaldandi vexti greinarinnar með því að taka þátt í frekari hagræðingu og fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir á innviðum, og erum stolt að því að stuðla að upplýstri ákvarðanatöku með skýrslu GAMMA Ráðgjafar.“ Í skýrslunni kemur fram að gífurlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustu hér á landi og erlendum ferðamönnum hafi fjölgað fimmfalt á milli 2010 og 2017, þegar 2,2 milljónir ferðamanna komu til landsins. Búist sé við því að á þessu ári nái fjöldinn 2,5 milljónum og að nokkrir þættir hafi leitt til þessarar aukningar. Þar á meðal eru eldgos, kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem teknir hafa verið upp hér á landi, samfélagsmiðlar og vel heppnaðar markaðsherferðir. Fjölgun ferðamanna hafi hjálpað íslenskum efnahagi verulega í kjölfar hrunsins 2008. Þá kemur einnig fram að ferðaþjónustan hafi dregið að sér mikið af frumkvöðlum og nýjum fyrirtækjum. Hins vegar séu tækifæri í sameiningum fyrirtækja og að erlendir fjárfestar muni líklega nýta sér tækifæri í ferðamannaiðnaði hér í landi á næstu árum. Þar að auki kemur fram að bráðnauðsynlegt sé að fjárfesta í innviðum eins og vegum og flugvöllum. Þó hægt hafi á vexti ferðaþjónustunnar er markaðshlutdeild Íslands undir einu prósenti af þeim 600 miljónum ferðamanna sem heimsækja Evrópu á ári hverju og því kemur fram í skýrslunni að ekki sé útlit fyrir að mettun hafi verið náð, sé rétt á málum haldið. „Erlendir fagfjárfestar geta vel gegnt mikilvægu hlutverki í þróun íslenskrar ferðaþjónustu, en framlag þeirra er ekki síður fólgið í alþjóðlegu tengslaneti og hugviti heldur en fjármagni. Skýrsla GAMMA er kjörin fyrir erlenda lesendur sem vilja kynna sér stöðu greinarinnar og þann mikla fjölda tækifæra sem felst í vexti hennar,“ segir Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og forstjóri Bláa lónsins.
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira