Í vikunni barst mér bréf Guðmundur Steingrímsson skrifar 17. mars 2018 11:00 Í vikunni bárust mér eins og öðrum Íslendingum sem eru fæddir árið 1972 boð frá yfirvöldum um að koma í samræmd próf í lok þessa mánaðar. Auðvitað hef ég búist við þessu bréfi. Þetta er fastur liður í samfélaginu. Allir þurfa að taka þessi próf með reglulegu millibili. Nú er ekkert annað að gera en að setjast niður og opna bækurnar. Kaupa fullt af nammi og læra fram á nótt. Prófað verður í íslensku, ensku og stærðfræði. Það er svolítið óljóst af hverju þessi próf eru lögð fyrir fólk. Það hefur í sjálfu sér ekkert verið rætt. Fólk bara tekur þau. Ég er svolítið kvíðinn. Sumir segja að niðurstaðan hafi áhrif á það hvernig manni gengur í lífinu. Ef maður stendur sig vel getur maður búist við því að fá hærri laun. Ef maður stendur sig ekki vel, þá er dregið af manni í launum. Ef maður fellur getur maður gleymt þessu. Aðrir segja að þetta skipti engu máli.Hinn fullkomni fáránleiki Þetta er að sjálfsögðu uppspuni. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvað væri fáránlegt í þessu dæmi. Til að mynda þetta: Ég vona að sem flestir sjái hversu asnalegt það væri að leggja svona mælikvarða á hæfileika fólks, með tilheyrandi brölti og tilkostnaði. Einstaklingur með slaka málvitund, sem les lítið og er illa skrifandi, getur verið mesti snillingur sem landið á í hugbúnaðargerð. Manneskja sem ekki getur diffrað (flestir) getur verið landsins besti bakari. Einhver sem ekki kann fullkomna ensku er mögulega okkar mesta aflakló á sjó. Samræmdur mælikvarði á getu fólks í fjölbreyttu, lifandi samfélagi er fullkomlega – og ég segi það aftur – fullkomlega fáránleg hugmynd. Hún er absúrd.En gerum þetta samt við börnin Einhvern tímann í sólkerfi langt, langt í burtu ákvað einhver, einhvern tímann, að það væri samt svolítið snjallt að gera svona við börnin okkar. „Dembum á börnin svona samræmdu dóti,“ sagði Zorglub á plánetunni Ráðuneyti. „Látum þau fá kvíðakast og enginn veit almennilega til hvers! Múhahaha!“ Í alvöru. Hver ákvað þetta? Hvenær? Hver var pælingin? Aftur hið augljósa: Allir vita hvað börn og unglingar eru mismunandi. Hæfileikar þeirra, rétt eins og í tilviki fullorðinna, liggja á alls konar ólíkum sviðum. Kennarar eru með börnunum okkar hálfan daginn nánast allan ársins hring í meira en áratug. Ég myndi segja að við ættum að líta svo á að hlutverk kennaranna sé einmitt þetta: Að hjálpa börnunum okkar á mótunarskeiði lífsins að finna hæfileika sína og rækta þá. Ef skólakerfið gerir þetta ekki, þá ættum við að sleppa því að hafa skólakerfi.Enginn pípari án Laxness Samræmd próf hafa engu við þetta göfuga markmið að bæta. Og hin samræmda meinloka um samræmda þekkingu er allt um lykjandi. Eitthvað það dapurlegasta sem maður sér í nútímasamfélagi er ung manneskja sem ekki fær að mennta sig í því sem hún hefur áhuga á vegna þess að hún hefur ekki ennþá lesið bók eftir Laxness og tekið íslenskupróf í henni. Það er engin tilviljun að ég nefni þetta dæmi, sem er raunverulegt. Það situr í mér. Djókið er allt á kostnað unga fólksins. Allir vita að Laxness skeytti engu um próf og skrifaði sérviskulega íslensku. Hann fékk samt Nóbelsverðlaunin. Hið magnaða er að einhverri stofnun hefur tekist að gera bækur eftir Laxness að hindrun, þegar þær ættu einmitt frekar að vera fyrirmynd og löngu tímabær áminning um þetta: Hættum að trolla únga fólkið. Hjálpum því heldur að blómstra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust mér eins og öðrum Íslendingum sem eru fæddir árið 1972 boð frá yfirvöldum um að koma í samræmd próf í lok þessa mánaðar. Auðvitað hef ég búist við þessu bréfi. Þetta er fastur liður í samfélaginu. Allir þurfa að taka þessi próf með reglulegu millibili. Nú er ekkert annað að gera en að setjast niður og opna bækurnar. Kaupa fullt af nammi og læra fram á nótt. Prófað verður í íslensku, ensku og stærðfræði. Það er svolítið óljóst af hverju þessi próf eru lögð fyrir fólk. Það hefur í sjálfu sér ekkert verið rætt. Fólk bara tekur þau. Ég er svolítið kvíðinn. Sumir segja að niðurstaðan hafi áhrif á það hvernig manni gengur í lífinu. Ef maður stendur sig vel getur maður búist við því að fá hærri laun. Ef maður stendur sig ekki vel, þá er dregið af manni í launum. Ef maður fellur getur maður gleymt þessu. Aðrir segja að þetta skipti engu máli.Hinn fullkomni fáránleiki Þetta er að sjálfsögðu uppspuni. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvað væri fáránlegt í þessu dæmi. Til að mynda þetta: Ég vona að sem flestir sjái hversu asnalegt það væri að leggja svona mælikvarða á hæfileika fólks, með tilheyrandi brölti og tilkostnaði. Einstaklingur með slaka málvitund, sem les lítið og er illa skrifandi, getur verið mesti snillingur sem landið á í hugbúnaðargerð. Manneskja sem ekki getur diffrað (flestir) getur verið landsins besti bakari. Einhver sem ekki kann fullkomna ensku er mögulega okkar mesta aflakló á sjó. Samræmdur mælikvarði á getu fólks í fjölbreyttu, lifandi samfélagi er fullkomlega – og ég segi það aftur – fullkomlega fáránleg hugmynd. Hún er absúrd.En gerum þetta samt við börnin Einhvern tímann í sólkerfi langt, langt í burtu ákvað einhver, einhvern tímann, að það væri samt svolítið snjallt að gera svona við börnin okkar. „Dembum á börnin svona samræmdu dóti,“ sagði Zorglub á plánetunni Ráðuneyti. „Látum þau fá kvíðakast og enginn veit almennilega til hvers! Múhahaha!“ Í alvöru. Hver ákvað þetta? Hvenær? Hver var pælingin? Aftur hið augljósa: Allir vita hvað börn og unglingar eru mismunandi. Hæfileikar þeirra, rétt eins og í tilviki fullorðinna, liggja á alls konar ólíkum sviðum. Kennarar eru með börnunum okkar hálfan daginn nánast allan ársins hring í meira en áratug. Ég myndi segja að við ættum að líta svo á að hlutverk kennaranna sé einmitt þetta: Að hjálpa börnunum okkar á mótunarskeiði lífsins að finna hæfileika sína og rækta þá. Ef skólakerfið gerir þetta ekki, þá ættum við að sleppa því að hafa skólakerfi.Enginn pípari án Laxness Samræmd próf hafa engu við þetta göfuga markmið að bæta. Og hin samræmda meinloka um samræmda þekkingu er allt um lykjandi. Eitthvað það dapurlegasta sem maður sér í nútímasamfélagi er ung manneskja sem ekki fær að mennta sig í því sem hún hefur áhuga á vegna þess að hún hefur ekki ennþá lesið bók eftir Laxness og tekið íslenskupróf í henni. Það er engin tilviljun að ég nefni þetta dæmi, sem er raunverulegt. Það situr í mér. Djókið er allt á kostnað unga fólksins. Allir vita að Laxness skeytti engu um próf og skrifaði sérviskulega íslensku. Hann fékk samt Nóbelsverðlaunin. Hið magnaða er að einhverri stofnun hefur tekist að gera bækur eftir Laxness að hindrun, þegar þær ættu einmitt frekar að vera fyrirmynd og löngu tímabær áminning um þetta: Hættum að trolla únga fólkið. Hjálpum því heldur að blómstra.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun