Úlfar í sauðargæru Ólafur Loftsson skrifar 19. mars 2018 11:19 Í febrúarmánuði var kosið til trúnaðarstarfa í Félagi grunnskólakennara (FG). Eins og gengur kynna frambjóðendur sig og fyrir hvað þeir standa. Margir frambærilegir frambjóðendur komu fram. Meðal frambjóðenda voru tveir aðilar sem starfa í fremstu röð í Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hvorugum aðilanum fannst ástæða til að upplýsa að félagsmenn FG um það sem síðar kom í ljós að annar er formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavík, Jón Ingi Gíslason, og hinn er í þriðja sæti á framboðslista Framsóknar í vor til borgarstjórnar, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem tók ákvörðun um framboð eftir kjör í stjórn FG og greindi félagsmönnum aldrei frá því. Þau náðu bæði kjöri til trúnaðarstarfa fyrir grunnskólakennara og að óbreyttu setjast þau í nýja samninganefnd Félags grunnskólakennara 18. maí næstkomandi. Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning í síðustu viku og eins og gengur sýnist sitt hverjum um það. Við viljum öll alltaf gera betur og semja um meira. Félagsmenn skiptast á skoðunum um innihaldið og hvað muni gerast ef samningurinn verður felldur og hvað gerist ef hann verður samþykktur. Sumir ætla að samþykkja, aðrir ekki. Allir þurfa að meta kosti og galla og taka svo ákvörðun um það hvernig þeir ætla að kjósa. Það er rétt að halda því til haga að laun háskólamenntaðra stétta á Íslandi eru allt of lág. Laun starfsmanna sveitarfélaga eru kerfisbundið lægri en laun sambærilegra hópa hjá ríkinu, hvað þá á hinum opinbera markaði. Þetta verður að laga – það vantar kennara, hjúkrunarfræðinga og svo framvegis og þetta ástand verður ekki lagað nema með bættum launum. Þrátt fyrir þetta allt er það mat núverandi samninganefndar FG og 10 svæðaformanna félagsins að við þær aðstæður, sem nú eru uppi, sé skynsamlegast að ganga að þessum samningi, sem er til eins árs og undirbúa sig þeim mun betur undir þau átök sem virðast vera fram undan á vinnumarkaði næsta vetur. Nú bregður svo við að áðurnefndir tveir fulltrúar Framsóknarflokksins í Reykjavík stíga fram og fara fremstir í flokki við að hvetja félagsmenn til að taka þátt í herferð undir merkinu, #fellumfeitt – þ.e.a.s. Ásthildur Lóa og Jón Ingi hvetja félagsmenn FG til að fella hinn nýgerða kjarasamning. Þegar þessir verðandi fulltrúar í samninganefnd grunnskólakennara ganga þannig fram hlýtur maður að spyrja sig hvað þeim gangi til. Maður skyldi ætla að í ljósi þess að þau beita sér af alefli fyrir því að samningur verði felldur, að það væri vegna þess að þau hafi upp á eitthvað betra og trúverðugra að bjóða. Verði samningurinn ekki samþykktur kemur það meðal annars í hlut þeirra að taka við samningsumboðinu 18. maí næstkomandi. Og úr því þau eru svona viss um að það sé betra að fella, þá hlýtur það að byggjast á trú þeirra og vissu um að eitthvað betra komi í staðinn. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir á samfélagsmiðlum um að þau skýri frá hvað þau hyggist gera, verði það raunin að samningurinn verði felldur, fást engin svör. Ekki orð um það hvernig þau sjá fyrir sér að sú stjórn og samninganefnd sem tekur við 18. maí ætlar að tryggja félagsmönnum nýjan samning þannig að í honum verði meiri verðmæti en í samningnum sem nú liggur fyrir. Í þessu ljósi hlýtur maður að spyrja; hver er tilgangurinn fyrir verðandi samninganefndarmenn að hvetja með jafn afgerandi hætti til þess að kjarasamningurinn verði felldur án nokkurra fyrirheita um það sem kemur í staðinn? Getur verið að ástæðan sé sú að sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí? Getur verið að þessir aðilar ætli sér að þyrla upp moldviðri, í pólitískum tilgangi, um að allir stjórnmálaflokkar aðrir en Framsókn beri ábyrgð á því að ekki hafi verið samið vel við grunnskólakennara? EN óttist ekki – komist Framsóknarflokkurinn til valda í Reykjavík þá verður allt gott og laun kennara munu loksins ná nýjum hæðum. Allt sem þarf að gera er að kjósa Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Reynist þetta ástæðan fyrir því að þessir aðilar ganga svona hart fram í að koma í veg fyrir að samningurinn verði samþykktur, er það með öllu óþolandi að pólitísk öfl skuli með þessum hætti blanda sér beint inn í kosningar um kjarasamning stéttarfélags. Grunnskólakennarar eru hvattir til að fella samninginn – ekki að því er virðist vegna þess hvað er í honum – heldur vegna þess að það gæti þjónað pólitískum tilgangi. Tilgangurinn skal helga meðalið. Fellum #aþþíbara. Ég hvet alla félagsmenn FG til að kynna sér innihald samningsins, vega og meta kosti og galla þess að samþykkja eða ekki og velta fyrir sér hvað framhaldið ber í skauti sér. Og síðast en ekki síst hvet ég alla félagsmenn til að nýta kosningaréttinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í febrúarmánuði var kosið til trúnaðarstarfa í Félagi grunnskólakennara (FG). Eins og gengur kynna frambjóðendur sig og fyrir hvað þeir standa. Margir frambærilegir frambjóðendur komu fram. Meðal frambjóðenda voru tveir aðilar sem starfa í fremstu röð í Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hvorugum aðilanum fannst ástæða til að upplýsa að félagsmenn FG um það sem síðar kom í ljós að annar er formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavík, Jón Ingi Gíslason, og hinn er í þriðja sæti á framboðslista Framsóknar í vor til borgarstjórnar, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem tók ákvörðun um framboð eftir kjör í stjórn FG og greindi félagsmönnum aldrei frá því. Þau náðu bæði kjöri til trúnaðarstarfa fyrir grunnskólakennara og að óbreyttu setjast þau í nýja samninganefnd Félags grunnskólakennara 18. maí næstkomandi. Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning í síðustu viku og eins og gengur sýnist sitt hverjum um það. Við viljum öll alltaf gera betur og semja um meira. Félagsmenn skiptast á skoðunum um innihaldið og hvað muni gerast ef samningurinn verður felldur og hvað gerist ef hann verður samþykktur. Sumir ætla að samþykkja, aðrir ekki. Allir þurfa að meta kosti og galla og taka svo ákvörðun um það hvernig þeir ætla að kjósa. Það er rétt að halda því til haga að laun háskólamenntaðra stétta á Íslandi eru allt of lág. Laun starfsmanna sveitarfélaga eru kerfisbundið lægri en laun sambærilegra hópa hjá ríkinu, hvað þá á hinum opinbera markaði. Þetta verður að laga – það vantar kennara, hjúkrunarfræðinga og svo framvegis og þetta ástand verður ekki lagað nema með bættum launum. Þrátt fyrir þetta allt er það mat núverandi samninganefndar FG og 10 svæðaformanna félagsins að við þær aðstæður, sem nú eru uppi, sé skynsamlegast að ganga að þessum samningi, sem er til eins árs og undirbúa sig þeim mun betur undir þau átök sem virðast vera fram undan á vinnumarkaði næsta vetur. Nú bregður svo við að áðurnefndir tveir fulltrúar Framsóknarflokksins í Reykjavík stíga fram og fara fremstir í flokki við að hvetja félagsmenn til að taka þátt í herferð undir merkinu, #fellumfeitt – þ.e.a.s. Ásthildur Lóa og Jón Ingi hvetja félagsmenn FG til að fella hinn nýgerða kjarasamning. Þegar þessir verðandi fulltrúar í samninganefnd grunnskólakennara ganga þannig fram hlýtur maður að spyrja sig hvað þeim gangi til. Maður skyldi ætla að í ljósi þess að þau beita sér af alefli fyrir því að samningur verði felldur, að það væri vegna þess að þau hafi upp á eitthvað betra og trúverðugra að bjóða. Verði samningurinn ekki samþykktur kemur það meðal annars í hlut þeirra að taka við samningsumboðinu 18. maí næstkomandi. Og úr því þau eru svona viss um að það sé betra að fella, þá hlýtur það að byggjast á trú þeirra og vissu um að eitthvað betra komi í staðinn. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir á samfélagsmiðlum um að þau skýri frá hvað þau hyggist gera, verði það raunin að samningurinn verði felldur, fást engin svör. Ekki orð um það hvernig þau sjá fyrir sér að sú stjórn og samninganefnd sem tekur við 18. maí ætlar að tryggja félagsmönnum nýjan samning þannig að í honum verði meiri verðmæti en í samningnum sem nú liggur fyrir. Í þessu ljósi hlýtur maður að spyrja; hver er tilgangurinn fyrir verðandi samninganefndarmenn að hvetja með jafn afgerandi hætti til þess að kjarasamningurinn verði felldur án nokkurra fyrirheita um það sem kemur í staðinn? Getur verið að ástæðan sé sú að sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí? Getur verið að þessir aðilar ætli sér að þyrla upp moldviðri, í pólitískum tilgangi, um að allir stjórnmálaflokkar aðrir en Framsókn beri ábyrgð á því að ekki hafi verið samið vel við grunnskólakennara? EN óttist ekki – komist Framsóknarflokkurinn til valda í Reykjavík þá verður allt gott og laun kennara munu loksins ná nýjum hæðum. Allt sem þarf að gera er að kjósa Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Reynist þetta ástæðan fyrir því að þessir aðilar ganga svona hart fram í að koma í veg fyrir að samningurinn verði samþykktur, er það með öllu óþolandi að pólitísk öfl skuli með þessum hætti blanda sér beint inn í kosningar um kjarasamning stéttarfélags. Grunnskólakennarar eru hvattir til að fella samninginn – ekki að því er virðist vegna þess hvað er í honum – heldur vegna þess að það gæti þjónað pólitískum tilgangi. Tilgangurinn skal helga meðalið. Fellum #aþþíbara. Ég hvet alla félagsmenn FG til að kynna sér innihald samningsins, vega og meta kosti og galla þess að samþykkja eða ekki og velta fyrir sér hvað framhaldið ber í skauti sér. Og síðast en ekki síst hvet ég alla félagsmenn til að nýta kosningaréttinn.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun