Hugarafl Óttar Guðmundsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Þegar ég skrifaði bókina um sögu Klepps í 100 ár, fyrir áratug, lá ég í sjúkraskrám, las bréf sjúklinga, lækna og aðstandenda og setti mig inn í veruleika fólksins sem lifði og dó á spítalanum. Þetta var umfangsmikil vinna og oft var ég sorgmæddur yfir grimmilegum örlögum fólksins. Fordómar voru miklir og aðstöðuleysi yfirgengilegt. Sjúklingarnir voru dæmdir til einhæfrar tilveru innan veggja spítalans. Smám saman breyttist þessi mynd og sjúklingunum tókst að komast aftur út í samfélagið, oft með hjálp nýrra lyfja. Meðferðin breyttist og sjúklingurinn varð í æ ríkari mæli þátttakandi í henni. Spítalinn tók stakkaskiptum en auk þess komu til sögunnar öflug sjúklingasamtök sem áttu ríkan þátt í að byggja upp sjálfsmynd þessa hóps. Ein þessara samtaka eru Hugarafl. Þau voru stofnuð undir kjörorðinu að neytandi þjónustunnar væri best fær um að hjálpa öðrum neytendum. Margir sjúklinga minna fengu nýtt líf fyrir tilstilli Hugarafls. Þeir fengu aukið sjálfstraust og þekkingu um sitt ástand og sinn sjúkdóm. Þeir lærðu að veikleikar eru oft styrkleikar og öfugt. Smám saman lærði læknirinn að þekkja úr þá sem höfðu tileinkað sér hugmyndafræði Hugarafls. Þeir spurðu meira en aðrir og tóku ekki öllu sem algildum sannleika. Menn sveifluðu um sig nýjum hugtökum eins og batahugmyndafræði og valdeflingu sem læknum voru ókunn. Hugarafl hefur breyst frá þessum upphafsárum sínum en enn er grunnhugmyndafræðin sú sama. Ég hef alltaf hrifist af eldmóði Hugarafls þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála hugmyndafræði samtakanna. Nú berast þær fréttir að leggja eigi niður geðteymi, Geðheilsu-eftirfylgd, sem starfað hefur við hlið Hugarafls og flytja þá starfsemi sem þar er rekin út á heilsugæslustöðvarnar. Saman hafa þessir tveir hópar sinnt öflugri samfélagsgeðþjónustu og rutt brautina fyrir nýrri nálgun. Ég held að með því að leysa þessa þjónustu upp glatist mikið af eldmóðnum og þeirri reynslu sem búið er að afla með blóði, svita og tárum liðinna ára. Brautryðjendastarf teymisins og Hugarafls hefur skilað góðum árangri. Miklu skiptir að kasta því ekki á glæ. Starf frjálsra félagasamtaka verður sjaldnast flutt inn á opinberar stofnanir án þess að glata ferskleika sínum og sveigjanleika. Hugmyndafræði Hugarafls um neytandann sem réttir öðrum neytanda hjálparhönd á jafn mikið erindi í dag og fyrir 10 árum.Höfundur er geðlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég skrifaði bókina um sögu Klepps í 100 ár, fyrir áratug, lá ég í sjúkraskrám, las bréf sjúklinga, lækna og aðstandenda og setti mig inn í veruleika fólksins sem lifði og dó á spítalanum. Þetta var umfangsmikil vinna og oft var ég sorgmæddur yfir grimmilegum örlögum fólksins. Fordómar voru miklir og aðstöðuleysi yfirgengilegt. Sjúklingarnir voru dæmdir til einhæfrar tilveru innan veggja spítalans. Smám saman breyttist þessi mynd og sjúklingunum tókst að komast aftur út í samfélagið, oft með hjálp nýrra lyfja. Meðferðin breyttist og sjúklingurinn varð í æ ríkari mæli þátttakandi í henni. Spítalinn tók stakkaskiptum en auk þess komu til sögunnar öflug sjúklingasamtök sem áttu ríkan þátt í að byggja upp sjálfsmynd þessa hóps. Ein þessara samtaka eru Hugarafl. Þau voru stofnuð undir kjörorðinu að neytandi þjónustunnar væri best fær um að hjálpa öðrum neytendum. Margir sjúklinga minna fengu nýtt líf fyrir tilstilli Hugarafls. Þeir fengu aukið sjálfstraust og þekkingu um sitt ástand og sinn sjúkdóm. Þeir lærðu að veikleikar eru oft styrkleikar og öfugt. Smám saman lærði læknirinn að þekkja úr þá sem höfðu tileinkað sér hugmyndafræði Hugarafls. Þeir spurðu meira en aðrir og tóku ekki öllu sem algildum sannleika. Menn sveifluðu um sig nýjum hugtökum eins og batahugmyndafræði og valdeflingu sem læknum voru ókunn. Hugarafl hefur breyst frá þessum upphafsárum sínum en enn er grunnhugmyndafræðin sú sama. Ég hef alltaf hrifist af eldmóði Hugarafls þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála hugmyndafræði samtakanna. Nú berast þær fréttir að leggja eigi niður geðteymi, Geðheilsu-eftirfylgd, sem starfað hefur við hlið Hugarafls og flytja þá starfsemi sem þar er rekin út á heilsugæslustöðvarnar. Saman hafa þessir tveir hópar sinnt öflugri samfélagsgeðþjónustu og rutt brautina fyrir nýrri nálgun. Ég held að með því að leysa þessa þjónustu upp glatist mikið af eldmóðnum og þeirri reynslu sem búið er að afla með blóði, svita og tárum liðinna ára. Brautryðjendastarf teymisins og Hugarafls hefur skilað góðum árangri. Miklu skiptir að kasta því ekki á glæ. Starf frjálsra félagasamtaka verður sjaldnast flutt inn á opinberar stofnanir án þess að glata ferskleika sínum og sveigjanleika. Hugmyndafræði Hugarafls um neytandann sem réttir öðrum neytanda hjálparhönd á jafn mikið erindi í dag og fyrir 10 árum.Höfundur er geðlæknir
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar