Tilnefning Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna Ómar H Kristmundsson skrifar 1. mars 2018 11:15 Það eru sannarlega ánægjuleg tíðindi að íslensk stjórnvöld muni tilnefna forstjóra Barnaverndarstofu, Braga Guðbrandsson, sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur ekki áður átt fulltrúa í þessari mikilvægu sérfræðinefnd mér vitandi. Það er ekki síður fagnaðarefni að Bragi Guðbrandsson skuli tilnefndur. Mér er til efs að annar Íslendingur sé hæfari til þessa starfs. Frumkvöðull á sviði barnaverndarstarfs. Sem forstöðumaður Barnaverndarstofu hefur Bragi stýrt þróun málaflokksins allt frá stofnun hennar 1995. Í því starfi hefur hann átt frumkvæði að nýjum meðferðarúrræðum. Hér má t.d. nefna innleiðingu fjölkerfameðferðarinnar MST. Umfangsmesta frumkvöðlaverkefni Braga á sviði barnaverndar er tvímælalaust Barnahús en Ísland var fyrsta landið í Evrópu til setja á laggirnar úrræði af þessu tagi fyrir börn sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegu ofbeldi. Að íslenskri fyrirmynd hafa verið stofnuð barnahús í yfir 50 borgum í ýmsum löndum Evrópu. Undirritaður þekkir ekki dæmi um að önnur íslensk úrræði á sviði velferðarþjónustu hafi orðið alþjóðleg fyrirmynd. Þátttaka í stefnumörkun stjórnvalda. Fyrir utan starf sitt sem forstjóri Barnaverndarstofu hefur Bragi tekið þátt í endurskoðun barnaverndarlaga. Áður hafði hann unnið að gerð fyrstu laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga um málefni fatlaðs fólks frá 1992. Hann vann einnig drög að þingsályktun um opinbera fjölskyldustefnu sem samþykkt var 1997 sem og aðgerðaráætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna sem samþykkt var á Alþingi 2007. Þátttaka í alþjóðastarfi. Bragi hefur verið forseti hinnar svokölluðu Lanzarote nefndar Evrópuráðsins en hlutverk nefndarinnar er m.a. að hafa eftirlit með framkvæmd samnings aðildarríkja um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Hann hefur komið að samningu samþykkta Evrópuráðsins um réttindi barna. Hann hefur einnig sinnt ráðgjafarstörfum fyrir hönd Evrópuráðsins víða í Evrópu. Bragi var fyrsti formaður sérfræðinefndar sem stýrði samstarfi aðildarríkja Eystrasaltsráðsins um vernd barna á stofnunum og vernd barna gegn mansali. Bragi er eftirsóttur fyrirlesari víða um heim. Hann hefur flutt erindi á vettvangi alþjóðastofnana og alþjóðasamtaka, m.a. WHO, Samvinnu og öryggismálastofnunar Evrópu, Europol, World Childhood Foundation, Save the Children og UNICEF. Það er ánægjuefni að Íslendingar geti boðið fram einstakling með jafn viðamikla reynslu og þekkingu af alþjóðastarfi á sviði barnaverndar.Höfundur er prófessor og fyrrverandi samstarfsmaður Braga Guðbrandssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vindhanagal Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Sjá meira
Það eru sannarlega ánægjuleg tíðindi að íslensk stjórnvöld muni tilnefna forstjóra Barnaverndarstofu, Braga Guðbrandsson, sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur ekki áður átt fulltrúa í þessari mikilvægu sérfræðinefnd mér vitandi. Það er ekki síður fagnaðarefni að Bragi Guðbrandsson skuli tilnefndur. Mér er til efs að annar Íslendingur sé hæfari til þessa starfs. Frumkvöðull á sviði barnaverndarstarfs. Sem forstöðumaður Barnaverndarstofu hefur Bragi stýrt þróun málaflokksins allt frá stofnun hennar 1995. Í því starfi hefur hann átt frumkvæði að nýjum meðferðarúrræðum. Hér má t.d. nefna innleiðingu fjölkerfameðferðarinnar MST. Umfangsmesta frumkvöðlaverkefni Braga á sviði barnaverndar er tvímælalaust Barnahús en Ísland var fyrsta landið í Evrópu til setja á laggirnar úrræði af þessu tagi fyrir börn sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegu ofbeldi. Að íslenskri fyrirmynd hafa verið stofnuð barnahús í yfir 50 borgum í ýmsum löndum Evrópu. Undirritaður þekkir ekki dæmi um að önnur íslensk úrræði á sviði velferðarþjónustu hafi orðið alþjóðleg fyrirmynd. Þátttaka í stefnumörkun stjórnvalda. Fyrir utan starf sitt sem forstjóri Barnaverndarstofu hefur Bragi tekið þátt í endurskoðun barnaverndarlaga. Áður hafði hann unnið að gerð fyrstu laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga um málefni fatlaðs fólks frá 1992. Hann vann einnig drög að þingsályktun um opinbera fjölskyldustefnu sem samþykkt var 1997 sem og aðgerðaráætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna sem samþykkt var á Alþingi 2007. Þátttaka í alþjóðastarfi. Bragi hefur verið forseti hinnar svokölluðu Lanzarote nefndar Evrópuráðsins en hlutverk nefndarinnar er m.a. að hafa eftirlit með framkvæmd samnings aðildarríkja um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Hann hefur komið að samningu samþykkta Evrópuráðsins um réttindi barna. Hann hefur einnig sinnt ráðgjafarstörfum fyrir hönd Evrópuráðsins víða í Evrópu. Bragi var fyrsti formaður sérfræðinefndar sem stýrði samstarfi aðildarríkja Eystrasaltsráðsins um vernd barna á stofnunum og vernd barna gegn mansali. Bragi er eftirsóttur fyrirlesari víða um heim. Hann hefur flutt erindi á vettvangi alþjóðastofnana og alþjóðasamtaka, m.a. WHO, Samvinnu og öryggismálastofnunar Evrópu, Europol, World Childhood Foundation, Save the Children og UNICEF. Það er ánægjuefni að Íslendingar geti boðið fram einstakling með jafn viðamikla reynslu og þekkingu af alþjóðastarfi á sviði barnaverndar.Höfundur er prófessor og fyrrverandi samstarfsmaður Braga Guðbrandssonar.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar