Nýjasti en þó elsti bjórinn Benedikt Bóas skrifar 2. mars 2018 06:00 "Hver vill ekki drekka bjór eins og Neró keisari?“ spyr Stefán Pálsson. Vísir/GVA „Eigum við ekki að segja að á tímum þar sem menn eru aldir upp við Jurassic Park og vita hvað er hægt að gera með vísindum, þá var bara tímaspursmál hvenær bjór yrði endurskapaður. Hugmynd okkar um bjór mótast af þessum bjór sem þeir hafa náð að endurskapa,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur og trúlega mesti bjórfræðingur landsins um einn af nýju bjórunum sem eru í boði í hillum ÁTVR, hinn forna Carlsberg 1883. Þessi forni bjór fannst við tiltekt í vöruhúsi brugghússins og tók þrjú ár að gera á rannsóknarstofum Carlsberg en Stefán segir að verksmiðjan og vísindin eigi sinn þátt í því að gera lagerbjórinn jafn vinsælan og raun ber vitni. „Ég er alveg að kaupa vísindin á bak við þetta. En hver vill ekki drekka bjór eins og Egill Skallagrímsson eða Neró keisari? Það eru seldir bjórar þar sem notast er við ævaforna uppskrift en stundum er hæpið meira en menn geta staðið við. Hér er um að ræða fyrirbæri sem vekur áhugamenn um bjór enda er Carlsberg eitt áhrifamesta brugghús sögunnar og gerði bjórbruggun að þeim nútímamatvælaiðnaði sem hún er með því að nota vísindin. Að geta verið með bjór sem var alveg eins lögun eftir lögun var algjör bylting.“„Carlsberg tókst að einangra bjórger, rækta það upp og eiga þannig eins ger af einum stofni og átti það sinn þátt í gæðunum. Öll önnur brugghús fetuðu í fótspor Carlsberg, enda var forstjórinn mikill unnandi vísinda og miðlaði þekkingunni. Leyfði sínu fólki að skrifa vísindagreinar þar sem fræðin voru útskýrð. Að því leyti á bjórheimurinn Carlsberg mikið að þakka.“ Hjá Carlsberg fullyrða menn að þeim hafi tekist að brugga því sem næst fyrstu kynslóðar bjór sem bjóráhugamenn hafa tekið fagnandi um allan heim. Stefán tekur því með smá fyrirvara en segir að með nútímavísindum sé þetta hægt. „Þetta er næst því að vera bjórinn eins og hann var 1883 þótt þetta sé gert með nútímatækni og búnaði. Í bjórheiminum eru þetta tímamót og eins og að ná að klóna mammút,“ segir hann og bætir við: „Mín upplifun er sú að það að þekkja söguna eykur bragð- upplifun og ánægju. Bjórinn verður að hafa bragð og lykt en líka útlit og sögu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Sjá meira
„Eigum við ekki að segja að á tímum þar sem menn eru aldir upp við Jurassic Park og vita hvað er hægt að gera með vísindum, þá var bara tímaspursmál hvenær bjór yrði endurskapaður. Hugmynd okkar um bjór mótast af þessum bjór sem þeir hafa náð að endurskapa,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur og trúlega mesti bjórfræðingur landsins um einn af nýju bjórunum sem eru í boði í hillum ÁTVR, hinn forna Carlsberg 1883. Þessi forni bjór fannst við tiltekt í vöruhúsi brugghússins og tók þrjú ár að gera á rannsóknarstofum Carlsberg en Stefán segir að verksmiðjan og vísindin eigi sinn þátt í því að gera lagerbjórinn jafn vinsælan og raun ber vitni. „Ég er alveg að kaupa vísindin á bak við þetta. En hver vill ekki drekka bjór eins og Egill Skallagrímsson eða Neró keisari? Það eru seldir bjórar þar sem notast er við ævaforna uppskrift en stundum er hæpið meira en menn geta staðið við. Hér er um að ræða fyrirbæri sem vekur áhugamenn um bjór enda er Carlsberg eitt áhrifamesta brugghús sögunnar og gerði bjórbruggun að þeim nútímamatvælaiðnaði sem hún er með því að nota vísindin. Að geta verið með bjór sem var alveg eins lögun eftir lögun var algjör bylting.“„Carlsberg tókst að einangra bjórger, rækta það upp og eiga þannig eins ger af einum stofni og átti það sinn þátt í gæðunum. Öll önnur brugghús fetuðu í fótspor Carlsberg, enda var forstjórinn mikill unnandi vísinda og miðlaði þekkingunni. Leyfði sínu fólki að skrifa vísindagreinar þar sem fræðin voru útskýrð. Að því leyti á bjórheimurinn Carlsberg mikið að þakka.“ Hjá Carlsberg fullyrða menn að þeim hafi tekist að brugga því sem næst fyrstu kynslóðar bjór sem bjóráhugamenn hafa tekið fagnandi um allan heim. Stefán tekur því með smá fyrirvara en segir að með nútímavísindum sé þetta hægt. „Þetta er næst því að vera bjórinn eins og hann var 1883 þótt þetta sé gert með nútímatækni og búnaði. Í bjórheiminum eru þetta tímamót og eins og að ná að klóna mammút,“ segir hann og bætir við: „Mín upplifun er sú að það að þekkja söguna eykur bragð- upplifun og ánægju. Bjórinn verður að hafa bragð og lykt en líka útlit og sögu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Sjá meira