Slysi afstýrt Hörður Ægisson skrifar 2. mars 2018 09:00 Ríkisstjórnin, sem var ekki síst mynduð í því skyni að tryggja frið á vinnumarkaði, hefur staðist fyrstu alvöru prófraunina. Stærsta áskorun hennar er að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára þannig að – ólíkt því sem Íslendingar hafa jafnan mátt venjast í gegnum hagsöguna – mjúk lending verði niðurstaðan nú þegar hápunktur uppsveiflunnar er að baki. Eigi það markmið að nást var ljóst að kjaralota þessa vetrar myndi skipta þar sköpum. Gera þyrfti skynsamlega kjarasamninga við opinbera starfsmenn sem tækju mið af þeirri staðreynd að engin innstæða er fyrir miklum launahækkunum og um leið koma í veg fyrir að samningum á almennum vinnumarkaði yrði sagt upp í lok febrúar. Þetta virðist ætla að ganga eftir. Skynsemin hafði yfirhöndina hjá meirihluta formanna aðildarfélaga ASÍ í vikunni þegar þeir greiddu atkvæði gegn því að segja upp kjarasamningi sambandsins við SA. Allt fólk með sæmilega jarðtengingu, sem augljóslega á ekki við um suma forystumenn í verkalýðshreyfingunni, getur séð í hendi sér hversu misráðið það er að skipta núna um kúrs og láta reyna á enn eitt höfrungahlaupið. Vanhugsaðar ákvarðanir kjararáðs um tuga prósenta launahækkanir til ýmissa hópa sem heyra undir ráðið eiga ekki að vera réttlæting fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem mörkuð hefur verið og miðar að því að læra af reynslu hinna Norðurlandanna. Kaupmáttur aukist þannig á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta, stöðugs gengis – og hóflegra launahækkana. Atvinnulífið stendur ekki undir stórauknum launakostnaði við núverandi aðstæður. Staðreyndin er sú – og það sjá allir sem vilja – að það eru ýmsar vísbendingar um að það séu blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með og atvinnuleysi er farið að aukast. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar mestar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna sem endurspeglast meðal annars í uppsögnum og að óvíst er um framgang sumra stórra hótelverkefna. Þessi staða á ekki að koma á óvart. Útflutningsgreinar landsins eru almennt í aðþrengdri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut nema eitthvað gefi eftir. Hið endanlega markmið kjarasamninga hlýtur að vera að bæta kjör launafólks. Fyrir liggur að það hefur tekist – og gerst hraðar en nokkur hefði getað ímyndað sér – en kaupmáttur hefur aukist um liðlega 20 prósent á aðeins þremur árum. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja. Að slíkur árangur hafi náðst á jafn skömmum tíma, samhliða því að verðbólga hefur haldist undir markmiði Seðlabankans samfleytt í fjögur ár, er raunar fáheyrt. Það hefði því verið eins og hvert annað öfugmæli að ætla að stefna þessum fordæmalausa ávinningi í voða með því að segja upp samningum á almennum vinnumarkaði og efna til óskiljanlegs kjarastríðs – þar sem allir hefðu að lokum tapað. Sem betur fer var því slysi afstýrt. Þeir sem virðast hafa það eitt að leiðarljósi að sækjast eftir átökum höfðu í þetta sinn ekki erindi sem erfiði. Því ber að fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin, sem var ekki síst mynduð í því skyni að tryggja frið á vinnumarkaði, hefur staðist fyrstu alvöru prófraunina. Stærsta áskorun hennar er að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára þannig að – ólíkt því sem Íslendingar hafa jafnan mátt venjast í gegnum hagsöguna – mjúk lending verði niðurstaðan nú þegar hápunktur uppsveiflunnar er að baki. Eigi það markmið að nást var ljóst að kjaralota þessa vetrar myndi skipta þar sköpum. Gera þyrfti skynsamlega kjarasamninga við opinbera starfsmenn sem tækju mið af þeirri staðreynd að engin innstæða er fyrir miklum launahækkunum og um leið koma í veg fyrir að samningum á almennum vinnumarkaði yrði sagt upp í lok febrúar. Þetta virðist ætla að ganga eftir. Skynsemin hafði yfirhöndina hjá meirihluta formanna aðildarfélaga ASÍ í vikunni þegar þeir greiddu atkvæði gegn því að segja upp kjarasamningi sambandsins við SA. Allt fólk með sæmilega jarðtengingu, sem augljóslega á ekki við um suma forystumenn í verkalýðshreyfingunni, getur séð í hendi sér hversu misráðið það er að skipta núna um kúrs og láta reyna á enn eitt höfrungahlaupið. Vanhugsaðar ákvarðanir kjararáðs um tuga prósenta launahækkanir til ýmissa hópa sem heyra undir ráðið eiga ekki að vera réttlæting fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem mörkuð hefur verið og miðar að því að læra af reynslu hinna Norðurlandanna. Kaupmáttur aukist þannig á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta, stöðugs gengis – og hóflegra launahækkana. Atvinnulífið stendur ekki undir stórauknum launakostnaði við núverandi aðstæður. Staðreyndin er sú – og það sjá allir sem vilja – að það eru ýmsar vísbendingar um að það séu blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með og atvinnuleysi er farið að aukast. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar mestar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna sem endurspeglast meðal annars í uppsögnum og að óvíst er um framgang sumra stórra hótelverkefna. Þessi staða á ekki að koma á óvart. Útflutningsgreinar landsins eru almennt í aðþrengdri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut nema eitthvað gefi eftir. Hið endanlega markmið kjarasamninga hlýtur að vera að bæta kjör launafólks. Fyrir liggur að það hefur tekist – og gerst hraðar en nokkur hefði getað ímyndað sér – en kaupmáttur hefur aukist um liðlega 20 prósent á aðeins þremur árum. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja. Að slíkur árangur hafi náðst á jafn skömmum tíma, samhliða því að verðbólga hefur haldist undir markmiði Seðlabankans samfleytt í fjögur ár, er raunar fáheyrt. Það hefði því verið eins og hvert annað öfugmæli að ætla að stefna þessum fordæmalausa ávinningi í voða með því að segja upp samningum á almennum vinnumarkaði og efna til óskiljanlegs kjarastríðs – þar sem allir hefðu að lokum tapað. Sem betur fer var því slysi afstýrt. Þeir sem virðast hafa það eitt að leiðarljósi að sækjast eftir átökum höfðu í þetta sinn ekki erindi sem erfiði. Því ber að fagna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun