Ljóst hvaða lið komast í úrslitakeppnina eftir stórsigur Stjörnunnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. mars 2018 21:45 KR-ingar hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin fjögur ár og verða í sviðsljósinu þegar úrslitakeppnin hefst þennan veturinn vísir/andri marinó Eftir leiki kvöldsins er ljóst hvaða lið fara í úrslitakeppnina í Domino's deild karla í körfubolta þrátt fyrir að lokaumferð deildarinnar eigi enn eftir að fara fram. Fyrir leikina tvo sem fram fóru í kvöld átti Þór Þorlákshöfn enn möguleika á að stela síðasta sætinu í úrslitakeppninni en til þess hefði Stjarnan þurft að tapa síðustu tveimur leikjum sínum og Þórsarar að vinna sína. Þór gerði sitt í gær þegar Þorlákshafnarbúar unnu nafna sína frá Akureyri, 70-76, fyrir norðan og svo þurftu þeir að treysta á Keflavík ynni Stjörnuna í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn vildu hins vegar ekki missa af úrslitakeppninni og flengdu andlausa Suðurnesjamenn í Ásgarði. Þau úrslit þýða að Stjarnan verður með Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Haukum, ÍR, KR og Tindastóli í úrslitakeppninni en 8-liða úrslitin hefjast í næstu viku. Fyrir lokaumferðina er staðan þannig að Haukar eru á toppnum, með tveggja stiga forskot á Tindastól og ÍR. Haukar standa því vel að vígi fyrir lokaumferðina en ÍR-ingar eiga þó enn möguleika á deildarmeistaratitlinum.Staðan þegar 21 umferð er lokiðvísir/skjáskotKR er í fjórða sætinu, tveimur stigum á eftir ÍR og Tindastól. Njarðvík og Grindavík eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti og aðeins tvö stig eru niður í Stjörnuna og svo Keflavík tveimur stigum þar á eftir í áttunda sætinu. Þór Þorlákshöfn situr eftir með sárt ennið ásamt Valsmönnum, en bæði lið geta þó stætt sig af því að hafa haldið liði sínu í deildinni. Þór Akureyri og Höttur kveðja hins vegar úrvalsdeildina á fimmtudaginn.Lokaumferð Domino's deildar karla, 8. mars klukkan 19:15: Höttur - Njarðvík Tindastóll - Stjarnan Keflavík - ÍR Haukar - Valur Grindavík - Þór Ak. Þór Þ. - KR Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
Eftir leiki kvöldsins er ljóst hvaða lið fara í úrslitakeppnina í Domino's deild karla í körfubolta þrátt fyrir að lokaumferð deildarinnar eigi enn eftir að fara fram. Fyrir leikina tvo sem fram fóru í kvöld átti Þór Þorlákshöfn enn möguleika á að stela síðasta sætinu í úrslitakeppninni en til þess hefði Stjarnan þurft að tapa síðustu tveimur leikjum sínum og Þórsarar að vinna sína. Þór gerði sitt í gær þegar Þorlákshafnarbúar unnu nafna sína frá Akureyri, 70-76, fyrir norðan og svo þurftu þeir að treysta á Keflavík ynni Stjörnuna í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn vildu hins vegar ekki missa af úrslitakeppninni og flengdu andlausa Suðurnesjamenn í Ásgarði. Þau úrslit þýða að Stjarnan verður með Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Haukum, ÍR, KR og Tindastóli í úrslitakeppninni en 8-liða úrslitin hefjast í næstu viku. Fyrir lokaumferðina er staðan þannig að Haukar eru á toppnum, með tveggja stiga forskot á Tindastól og ÍR. Haukar standa því vel að vígi fyrir lokaumferðina en ÍR-ingar eiga þó enn möguleika á deildarmeistaratitlinum.Staðan þegar 21 umferð er lokiðvísir/skjáskotKR er í fjórða sætinu, tveimur stigum á eftir ÍR og Tindastól. Njarðvík og Grindavík eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti og aðeins tvö stig eru niður í Stjörnuna og svo Keflavík tveimur stigum þar á eftir í áttunda sætinu. Þór Þorlákshöfn situr eftir með sárt ennið ásamt Valsmönnum, en bæði lið geta þó stætt sig af því að hafa haldið liði sínu í deildinni. Þór Akureyri og Höttur kveðja hins vegar úrvalsdeildina á fimmtudaginn.Lokaumferð Domino's deildar karla, 8. mars klukkan 19:15: Höttur - Njarðvík Tindastóll - Stjarnan Keflavík - ÍR Haukar - Valur Grindavík - Þór Ak. Þór Þ. - KR
Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira