Við getum betur Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Til að reka öflugt heilbrigðiskerfi þarf ekki bara að auka fjármagnið sem í það fer. Forgangsverkefni er að mynda heildstæða stefnu í heilbrigðismálum sem nýleg skýrsla ríkisendurskoðanda kallar á. Til þessa verks þarf að kalla að fólk frá mörgum stofnunum og ekki bara stjórnendur heldur einnig fólkið sem vinnur á gólfinu og hefur sýn á málið þaðan. Læknar þurfa að þora að taka umræðuna um skiptingu fjármagns í hin ýmsu verkefni kerfisins og þá gagnrýni að í sumum tilvikum sé um oflækningar að ræða þegar skoðaðar eru tölur um vissar aðgerðir í samanburði við nágrannalönd okkar. Álag á starfsfólk heilbrigðisstofnana hefur verið vaxandi allt frá hruni og sér ekki fyrir endann á. Allir vita að plássleysið á Landspítala hamlar vissulega því góða starfi sem þar fer fram. Til að nefna sláandi dæmi var 56% af hjartaaðgerðum á Landspítala frestað árið 2017. Alls var 36% aðgerða frestað vegna plássleysis á gjörgæsludeild spítalans og 20% vegna annarra ástæðna eins og mönnunar hjúkrunarfræðinga. Það sjá allir að það hlýtur að vera erfitt að vera búinn að undirbúa sig undir hjartaaðgerð og fá svo þær fréttir samdægurs að ekkert verði af aðgerðinni. Ekki bara fyrir sjúklinginn heldur einnig fyrir aðstandendur sem hafa gert ráðstafanir varðandi frí úr vinnu og ég tala nú ekki um fólk utan af landi sem hefur útvegað sér húsnæði hér í höfuðborginni. Það er líka óþægilegt fyrir starfsfólk spítalans sem hefur undirbúið að gera aðgerðina þennan dag. Það er skiljanlegt að einhverjum aðgerðum þurfi að fresta vegna álags eða ófyrirsjáanlegra atvika og er það vel þekkt erlendis en að yfir helmingi aðgerða á ársgrundvelli sé frestað getur ekki talist í lagi. Hvað er til ráða? Það er sorglegt að horfa á marga hjúkrunarfræðinga með allt að sex ára háskólanám að baki eins og skurðhjúkrunarfræðinga og svæfingahjúkrunarfræðinga kjósa annan starfsvettvang eins og til dæmis flugfreyjustarfið. Þetta er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að átta sig á og koma að borði í launasamningum við kvennastéttir sem starfa í heilbrigðisgeiranum. Til að gera starfið á þessum stofnunum aðlaðandi þarf að bæta launakjör þessara stétta, vinnuaðstöðu og vaktaálag. Landspítalinn hefur brugðist við með svokölluðu Heklu-verkefni en meira þarf að koma til. Starfsmannastefna Landspítalans sem er sú að ráða einungis lækna í 100% starfshlutfall við sjúkrahúsið er ekki til þess fallin að laða lækna heim úr sérnámi. Við erum fámennt land og því er nauðsynlegt fyrir suma sérgreinalækna að halda sér við faglega með því t.d. að starfa hluta úr ári erlendis. Við höfum misst marga góða kollega úr okkar röðum á Landspítalanum vegna þessarar stefnu og það bitnar beint á sjúklingum okkar sem ættu að fá bestu mögulegu þjónustu sem í boði er á hverjum tíma. Varðandi húsnæðismálin, þá er ekki nóg að byggja við gamlar byggingar á Hringbraut eða reisa ný hjúkrunarheimili til að leysa fráflæðisvanda spítalans. Það þarf að manna þessar byggingar og við viljum fólk í þessi störf sem líður vel í vinnunni og hlakkar til komandi verkefna. Vissulega þarf að koma þeim öldruðum sem hafa hlotið þjónustu á sjúkrahúsinu áfram á hjúkrunarheimili og þannig skapa rými fyrir sjúklinga sem þurfa innlögn og eiga ekki að liggja á göngum eða bíða tímunum saman á bráðamóttöku eftir þjónustu. Álag á starfsfólk bráðamóttökunnar hefur lengi verið óeðlilega mikið en það er nefnilega þannig að þangað geta allir leitað, þar eru aldrei allir tímar uppbókaðir og engum er vísað frá. Nú hafa tvær öflugar konur tekið við í forystusveit íslenska heilbrigðiskerfisins, þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller, nýskipaður landlæknir. Ég trúi því að þær taki samtalið við fólkið á gólfinu til að byggja upp öflugra kerfi þar sem sjúklingurinn er settur í öndvegi. Fyrir síðustu alþingiskosningar var það rauður þráður í stefnu allra flokka að hlúa að innviðum og styrkja heilbrigðiskerfi okkar enn frekar. Það eru því bjartir tímar fram undan nú þegar fer að birta og vorið er á næsta leiti. Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Til að reka öflugt heilbrigðiskerfi þarf ekki bara að auka fjármagnið sem í það fer. Forgangsverkefni er að mynda heildstæða stefnu í heilbrigðismálum sem nýleg skýrsla ríkisendurskoðanda kallar á. Til þessa verks þarf að kalla að fólk frá mörgum stofnunum og ekki bara stjórnendur heldur einnig fólkið sem vinnur á gólfinu og hefur sýn á málið þaðan. Læknar þurfa að þora að taka umræðuna um skiptingu fjármagns í hin ýmsu verkefni kerfisins og þá gagnrýni að í sumum tilvikum sé um oflækningar að ræða þegar skoðaðar eru tölur um vissar aðgerðir í samanburði við nágrannalönd okkar. Álag á starfsfólk heilbrigðisstofnana hefur verið vaxandi allt frá hruni og sér ekki fyrir endann á. Allir vita að plássleysið á Landspítala hamlar vissulega því góða starfi sem þar fer fram. Til að nefna sláandi dæmi var 56% af hjartaaðgerðum á Landspítala frestað árið 2017. Alls var 36% aðgerða frestað vegna plássleysis á gjörgæsludeild spítalans og 20% vegna annarra ástæðna eins og mönnunar hjúkrunarfræðinga. Það sjá allir að það hlýtur að vera erfitt að vera búinn að undirbúa sig undir hjartaaðgerð og fá svo þær fréttir samdægurs að ekkert verði af aðgerðinni. Ekki bara fyrir sjúklinginn heldur einnig fyrir aðstandendur sem hafa gert ráðstafanir varðandi frí úr vinnu og ég tala nú ekki um fólk utan af landi sem hefur útvegað sér húsnæði hér í höfuðborginni. Það er líka óþægilegt fyrir starfsfólk spítalans sem hefur undirbúið að gera aðgerðina þennan dag. Það er skiljanlegt að einhverjum aðgerðum þurfi að fresta vegna álags eða ófyrirsjáanlegra atvika og er það vel þekkt erlendis en að yfir helmingi aðgerða á ársgrundvelli sé frestað getur ekki talist í lagi. Hvað er til ráða? Það er sorglegt að horfa á marga hjúkrunarfræðinga með allt að sex ára háskólanám að baki eins og skurðhjúkrunarfræðinga og svæfingahjúkrunarfræðinga kjósa annan starfsvettvang eins og til dæmis flugfreyjustarfið. Þetta er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að átta sig á og koma að borði í launasamningum við kvennastéttir sem starfa í heilbrigðisgeiranum. Til að gera starfið á þessum stofnunum aðlaðandi þarf að bæta launakjör þessara stétta, vinnuaðstöðu og vaktaálag. Landspítalinn hefur brugðist við með svokölluðu Heklu-verkefni en meira þarf að koma til. Starfsmannastefna Landspítalans sem er sú að ráða einungis lækna í 100% starfshlutfall við sjúkrahúsið er ekki til þess fallin að laða lækna heim úr sérnámi. Við erum fámennt land og því er nauðsynlegt fyrir suma sérgreinalækna að halda sér við faglega með því t.d. að starfa hluta úr ári erlendis. Við höfum misst marga góða kollega úr okkar röðum á Landspítalanum vegna þessarar stefnu og það bitnar beint á sjúklingum okkar sem ættu að fá bestu mögulegu þjónustu sem í boði er á hverjum tíma. Varðandi húsnæðismálin, þá er ekki nóg að byggja við gamlar byggingar á Hringbraut eða reisa ný hjúkrunarheimili til að leysa fráflæðisvanda spítalans. Það þarf að manna þessar byggingar og við viljum fólk í þessi störf sem líður vel í vinnunni og hlakkar til komandi verkefna. Vissulega þarf að koma þeim öldruðum sem hafa hlotið þjónustu á sjúkrahúsinu áfram á hjúkrunarheimili og þannig skapa rými fyrir sjúklinga sem þurfa innlögn og eiga ekki að liggja á göngum eða bíða tímunum saman á bráðamóttöku eftir þjónustu. Álag á starfsfólk bráðamóttökunnar hefur lengi verið óeðlilega mikið en það er nefnilega þannig að þangað geta allir leitað, þar eru aldrei allir tímar uppbókaðir og engum er vísað frá. Nú hafa tvær öflugar konur tekið við í forystusveit íslenska heilbrigðiskerfisins, þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller, nýskipaður landlæknir. Ég trúi því að þær taki samtalið við fólkið á gólfinu til að byggja upp öflugra kerfi þar sem sjúklingurinn er settur í öndvegi. Fyrir síðustu alþingiskosningar var það rauður þráður í stefnu allra flokka að hlúa að innviðum og styrkja heilbrigðiskerfi okkar enn frekar. Það eru því bjartir tímar fram undan nú þegar fer að birta og vorið er á næsta leiti. Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar