Forneskjulegar aðferðir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Í frumvarpi til laga um breytingu á hegningarlögum, sem gerir það að verkum að umskurður drengja varði sex ára fangelsi, lýstur saman með nokkuð athyglisverðum hætti arfleifð forneskjunnar, trúarbragða og hefða annars vegar, og hins vegar þeirri upplýstu heimspeki og siðferði sem mynda grundvöll nútíma lagasetningar og læknisfræði á Vesturlöndum. Því miður er frumvarpið með engu móti heppileg leið til að hefja upplýsta og þarfa umræðu um umskurð drengja. Hin forna og helga hefð umskurðar drengja er birtingarmynd þess hvernig áherslur og hefðir samfélagsins eru settar skör hærra en frelsi einstaklingsins. Með umskurði er drengnum fundinn staður innan ákveðinna trúarhefða og hann skilgreindur út frá hefðum foreldra sinna. Þetta einskorðast auðvitað ekki við umskurð. Börn neyðast víða til að opna arma sína fyrir trúarstefnum sem þau munu mögulega segja skilið við síðar meir. Umskurður barna á ekkert skylt við þær áherslur sem við höfum haft að leiðarljósi frá því að upplýsingaröld var og hét: sjálfsforræði, réttindi einstaklingsins, trúfrelsi o.fl. Séu siðferðileg sjónarmið sett til hliðar, þá er enn vafasamur læknisfræðilegur grundvöllur fyrir inngripi eins og umskurði. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hann dragi úr líkum á þvagfærasýkingu, en slíkt má auðveldlega meðhöndla með lyfjum. Að hann sé vörn gegn veirusýkingum og kynsjúkdómum eru rök sem eiga varla erindi í vestrænu samhengi og engan veginn sem réttlæting fyrir sársaukafullri aðgerð eins og umskurði. Á Vesturlöndum hafa forneskjulegar hefðir blessunarlega þurft að lúta í lægra haldi fyrir áherslum hins upplýsta samfélags. En eigum við í einni svipan að banna umskurð með lögum og henda þeim sem hann stunda í sex ára fangelsi? Nei, auðvitað ekki. Slíkt er hvorki til þess fallið að sýna trúarlífi gyðinga og múslima virðingu, né er það vænlegt til ávinnings og er í raun í sjálfu sér forneskjuleg nálgun að flóknu og viðkvæmu máli. Sé þingmönnunum alvara um að ná fram breytingum þá þarf mun víðtækari umræða að eiga sér stað og við Íslendingar, með okkar takmörkuðu reynslu af umskurði, erum varla réttu fundarstjórarnir í þeim samræðum. Mun frekar ættum við að horfa til smærri skrefa í skaðaminnkun sem vísa munu leiðina í rétta átt, eins og að deyfing sé ófrávíkjanleg krafa og að trúarhóparnir séu ábyrgir í þeim sjaldgæfu tilfellum þar sem vandkvæði koma upp eftir umskurð. Umskurður er langt í frá stærsta ákvörðunin sem foreldrar taka fyrir hönd barna sinna. Þriðjungur karla í heiminum er ekki með forhúð. Engu að síður þurfum við, sem upplýst samfélag, að taka afstöðu til umskurðar drengja, þá sérstaklega í ljósi þess að víðast hvar er það óheimilt með öllu, undir hvaða kringumstæðum sem er, að bera hníf að kynfærum stúlkna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til laga um breytingu á hegningarlögum, sem gerir það að verkum að umskurður drengja varði sex ára fangelsi, lýstur saman með nokkuð athyglisverðum hætti arfleifð forneskjunnar, trúarbragða og hefða annars vegar, og hins vegar þeirri upplýstu heimspeki og siðferði sem mynda grundvöll nútíma lagasetningar og læknisfræði á Vesturlöndum. Því miður er frumvarpið með engu móti heppileg leið til að hefja upplýsta og þarfa umræðu um umskurð drengja. Hin forna og helga hefð umskurðar drengja er birtingarmynd þess hvernig áherslur og hefðir samfélagsins eru settar skör hærra en frelsi einstaklingsins. Með umskurði er drengnum fundinn staður innan ákveðinna trúarhefða og hann skilgreindur út frá hefðum foreldra sinna. Þetta einskorðast auðvitað ekki við umskurð. Börn neyðast víða til að opna arma sína fyrir trúarstefnum sem þau munu mögulega segja skilið við síðar meir. Umskurður barna á ekkert skylt við þær áherslur sem við höfum haft að leiðarljósi frá því að upplýsingaröld var og hét: sjálfsforræði, réttindi einstaklingsins, trúfrelsi o.fl. Séu siðferðileg sjónarmið sett til hliðar, þá er enn vafasamur læknisfræðilegur grundvöllur fyrir inngripi eins og umskurði. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hann dragi úr líkum á þvagfærasýkingu, en slíkt má auðveldlega meðhöndla með lyfjum. Að hann sé vörn gegn veirusýkingum og kynsjúkdómum eru rök sem eiga varla erindi í vestrænu samhengi og engan veginn sem réttlæting fyrir sársaukafullri aðgerð eins og umskurði. Á Vesturlöndum hafa forneskjulegar hefðir blessunarlega þurft að lúta í lægra haldi fyrir áherslum hins upplýsta samfélags. En eigum við í einni svipan að banna umskurð með lögum og henda þeim sem hann stunda í sex ára fangelsi? Nei, auðvitað ekki. Slíkt er hvorki til þess fallið að sýna trúarlífi gyðinga og múslima virðingu, né er það vænlegt til ávinnings og er í raun í sjálfu sér forneskjuleg nálgun að flóknu og viðkvæmu máli. Sé þingmönnunum alvara um að ná fram breytingum þá þarf mun víðtækari umræða að eiga sér stað og við Íslendingar, með okkar takmörkuðu reynslu af umskurði, erum varla réttu fundarstjórarnir í þeim samræðum. Mun frekar ættum við að horfa til smærri skrefa í skaðaminnkun sem vísa munu leiðina í rétta átt, eins og að deyfing sé ófrávíkjanleg krafa og að trúarhóparnir séu ábyrgir í þeim sjaldgæfu tilfellum þar sem vandkvæði koma upp eftir umskurð. Umskurður er langt í frá stærsta ákvörðunin sem foreldrar taka fyrir hönd barna sinna. Þriðjungur karla í heiminum er ekki með forhúð. Engu að síður þurfum við, sem upplýst samfélag, að taka afstöðu til umskurðar drengja, þá sérstaklega í ljósi þess að víðast hvar er það óheimilt með öllu, undir hvaða kringumstæðum sem er, að bera hníf að kynfærum stúlkna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar