Forneskjulegar aðferðir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Í frumvarpi til laga um breytingu á hegningarlögum, sem gerir það að verkum að umskurður drengja varði sex ára fangelsi, lýstur saman með nokkuð athyglisverðum hætti arfleifð forneskjunnar, trúarbragða og hefða annars vegar, og hins vegar þeirri upplýstu heimspeki og siðferði sem mynda grundvöll nútíma lagasetningar og læknisfræði á Vesturlöndum. Því miður er frumvarpið með engu móti heppileg leið til að hefja upplýsta og þarfa umræðu um umskurð drengja. Hin forna og helga hefð umskurðar drengja er birtingarmynd þess hvernig áherslur og hefðir samfélagsins eru settar skör hærra en frelsi einstaklingsins. Með umskurði er drengnum fundinn staður innan ákveðinna trúarhefða og hann skilgreindur út frá hefðum foreldra sinna. Þetta einskorðast auðvitað ekki við umskurð. Börn neyðast víða til að opna arma sína fyrir trúarstefnum sem þau munu mögulega segja skilið við síðar meir. Umskurður barna á ekkert skylt við þær áherslur sem við höfum haft að leiðarljósi frá því að upplýsingaröld var og hét: sjálfsforræði, réttindi einstaklingsins, trúfrelsi o.fl. Séu siðferðileg sjónarmið sett til hliðar, þá er enn vafasamur læknisfræðilegur grundvöllur fyrir inngripi eins og umskurði. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hann dragi úr líkum á þvagfærasýkingu, en slíkt má auðveldlega meðhöndla með lyfjum. Að hann sé vörn gegn veirusýkingum og kynsjúkdómum eru rök sem eiga varla erindi í vestrænu samhengi og engan veginn sem réttlæting fyrir sársaukafullri aðgerð eins og umskurði. Á Vesturlöndum hafa forneskjulegar hefðir blessunarlega þurft að lúta í lægra haldi fyrir áherslum hins upplýsta samfélags. En eigum við í einni svipan að banna umskurð með lögum og henda þeim sem hann stunda í sex ára fangelsi? Nei, auðvitað ekki. Slíkt er hvorki til þess fallið að sýna trúarlífi gyðinga og múslima virðingu, né er það vænlegt til ávinnings og er í raun í sjálfu sér forneskjuleg nálgun að flóknu og viðkvæmu máli. Sé þingmönnunum alvara um að ná fram breytingum þá þarf mun víðtækari umræða að eiga sér stað og við Íslendingar, með okkar takmörkuðu reynslu af umskurði, erum varla réttu fundarstjórarnir í þeim samræðum. Mun frekar ættum við að horfa til smærri skrefa í skaðaminnkun sem vísa munu leiðina í rétta átt, eins og að deyfing sé ófrávíkjanleg krafa og að trúarhóparnir séu ábyrgir í þeim sjaldgæfu tilfellum þar sem vandkvæði koma upp eftir umskurð. Umskurður er langt í frá stærsta ákvörðunin sem foreldrar taka fyrir hönd barna sinna. Þriðjungur karla í heiminum er ekki með forhúð. Engu að síður þurfum við, sem upplýst samfélag, að taka afstöðu til umskurðar drengja, þá sérstaklega í ljósi þess að víðast hvar er það óheimilt með öllu, undir hvaða kringumstæðum sem er, að bera hníf að kynfærum stúlkna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til laga um breytingu á hegningarlögum, sem gerir það að verkum að umskurður drengja varði sex ára fangelsi, lýstur saman með nokkuð athyglisverðum hætti arfleifð forneskjunnar, trúarbragða og hefða annars vegar, og hins vegar þeirri upplýstu heimspeki og siðferði sem mynda grundvöll nútíma lagasetningar og læknisfræði á Vesturlöndum. Því miður er frumvarpið með engu móti heppileg leið til að hefja upplýsta og þarfa umræðu um umskurð drengja. Hin forna og helga hefð umskurðar drengja er birtingarmynd þess hvernig áherslur og hefðir samfélagsins eru settar skör hærra en frelsi einstaklingsins. Með umskurði er drengnum fundinn staður innan ákveðinna trúarhefða og hann skilgreindur út frá hefðum foreldra sinna. Þetta einskorðast auðvitað ekki við umskurð. Börn neyðast víða til að opna arma sína fyrir trúarstefnum sem þau munu mögulega segja skilið við síðar meir. Umskurður barna á ekkert skylt við þær áherslur sem við höfum haft að leiðarljósi frá því að upplýsingaröld var og hét: sjálfsforræði, réttindi einstaklingsins, trúfrelsi o.fl. Séu siðferðileg sjónarmið sett til hliðar, þá er enn vafasamur læknisfræðilegur grundvöllur fyrir inngripi eins og umskurði. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hann dragi úr líkum á þvagfærasýkingu, en slíkt má auðveldlega meðhöndla með lyfjum. Að hann sé vörn gegn veirusýkingum og kynsjúkdómum eru rök sem eiga varla erindi í vestrænu samhengi og engan veginn sem réttlæting fyrir sársaukafullri aðgerð eins og umskurði. Á Vesturlöndum hafa forneskjulegar hefðir blessunarlega þurft að lúta í lægra haldi fyrir áherslum hins upplýsta samfélags. En eigum við í einni svipan að banna umskurð með lögum og henda þeim sem hann stunda í sex ára fangelsi? Nei, auðvitað ekki. Slíkt er hvorki til þess fallið að sýna trúarlífi gyðinga og múslima virðingu, né er það vænlegt til ávinnings og er í raun í sjálfu sér forneskjuleg nálgun að flóknu og viðkvæmu máli. Sé þingmönnunum alvara um að ná fram breytingum þá þarf mun víðtækari umræða að eiga sér stað og við Íslendingar, með okkar takmörkuðu reynslu af umskurði, erum varla réttu fundarstjórarnir í þeim samræðum. Mun frekar ættum við að horfa til smærri skrefa í skaðaminnkun sem vísa munu leiðina í rétta átt, eins og að deyfing sé ófrávíkjanleg krafa og að trúarhóparnir séu ábyrgir í þeim sjaldgæfu tilfellum þar sem vandkvæði koma upp eftir umskurð. Umskurður er langt í frá stærsta ákvörðunin sem foreldrar taka fyrir hönd barna sinna. Þriðjungur karla í heiminum er ekki með forhúð. Engu að síður þurfum við, sem upplýst samfélag, að taka afstöðu til umskurðar drengja, þá sérstaklega í ljósi þess að víðast hvar er það óheimilt með öllu, undir hvaða kringumstæðum sem er, að bera hníf að kynfærum stúlkna.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun