Brynjar um keppnina í Dominos-deildinni: „Erum mest að keppa við okkur sjálfa“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2018 19:15 Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, segir að mesta áskorun KR í Dominos-deild karla séu þeir sjálfir. Hann segir að andlegi þátturinn spili þar mest inn í. Ástæðan fyrir að hann hætti í landsliðinu hafi verið að hann hafi einfaldlega fengið nóg. „Þetta var slæm helgi, erfiðir leikir og ég veit ekki hvar við stöndum. Fyrir viku var fólk að tala um að við værum mættir aftir en svo töpum við fyrir Keflavík og Haukum. Þá erum við aftur orðnir lélegir,” sagði Brynjar í samtali við Akraborgina aðspurður út í taphelgi KR um síðastliðna helgi. „Við erum að keppa við okkur sjálfa. Erfiða við þetta er að halda sér gangandi og halda sér mótiveruðum. Þetta er andlegi parturinn. Við erum í raun að keppa við okkur sjálfa. Mig hefði ekki grunað að það væri svona erfitt að vinna fjögur ár í röð og keppa um þann fimmta.” „Það var erfitt í fyrra og það er enn erfiðara í ár. Það er þreyta, öll hin liðin eru orðin það, körfuknattleikshreyfingin er þreytt á að KR sé í úrslitum. Það vilja fleiri komast að og þegar það er verið að tala um úrslitaleiki í deildinni eins og gegn Haukum, tilfinningin mín var eins og ég væri að spila æfingarleik í september,” sagði þriggja stiga skyttan magnaða. „Ég fann ekki fyrir neinni spennu. Ég fór að taka þetta aðeins lengra. Hvað er KR-liðið búið að spila marga úrslitaleiki síðustu ár? Það eru á þriðja tug úrslitaleikja, með úrslitakeppni, bikarhelgi og svokölluðum úrslitaleikjum í deildinni. Einhvern tímann gefur hausinn undan.” Brynjar gaf það út á dögunum að hann væri hættur í landsliðinu. Aðspurður um afhverju hann hafði tekið þessa ákvörðun svaraði Brynjar: „Ástríðan minnkaði. Í sumar var hún til staðar og núna í nóvember var ég veikur fyrri hlutann og kom svo inn í þetta. Ég fann að ég nennti þessu ekki jafn mikið. Þú ert ekkert að fá borgað fyrir að vera í landsliðinu. Maður er að gefa tímann sinn og maður er að fórna miklum tíma í þetta, sérstaklega yfir sumarið.” „Mér fannst þetta verið komið gott og ég hef ekki verið í stóru hlutverki í landsliðinu. Ég hef verið í ákveðinni rullu og hef vonandi leyst hana mjög vel. Ég hef verið í erfiðu hlutverki, sitjandi í bekknum í 30 mínútur og svo inná í tíu sekúndur. Það er erfitt að halda sér gangandi þannig til lengri tíma,” sagði Brynjar. Allt innslagið má heyra í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45 Brynjar hættur í landsliðinu Brynjar Þór Björnsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. 20. febrúar 2018 15:58 Mest lesið „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, segir að mesta áskorun KR í Dominos-deild karla séu þeir sjálfir. Hann segir að andlegi þátturinn spili þar mest inn í. Ástæðan fyrir að hann hætti í landsliðinu hafi verið að hann hafi einfaldlega fengið nóg. „Þetta var slæm helgi, erfiðir leikir og ég veit ekki hvar við stöndum. Fyrir viku var fólk að tala um að við værum mættir aftir en svo töpum við fyrir Keflavík og Haukum. Þá erum við aftur orðnir lélegir,” sagði Brynjar í samtali við Akraborgina aðspurður út í taphelgi KR um síðastliðna helgi. „Við erum að keppa við okkur sjálfa. Erfiða við þetta er að halda sér gangandi og halda sér mótiveruðum. Þetta er andlegi parturinn. Við erum í raun að keppa við okkur sjálfa. Mig hefði ekki grunað að það væri svona erfitt að vinna fjögur ár í röð og keppa um þann fimmta.” „Það var erfitt í fyrra og það er enn erfiðara í ár. Það er þreyta, öll hin liðin eru orðin það, körfuknattleikshreyfingin er þreytt á að KR sé í úrslitum. Það vilja fleiri komast að og þegar það er verið að tala um úrslitaleiki í deildinni eins og gegn Haukum, tilfinningin mín var eins og ég væri að spila æfingarleik í september,” sagði þriggja stiga skyttan magnaða. „Ég fann ekki fyrir neinni spennu. Ég fór að taka þetta aðeins lengra. Hvað er KR-liðið búið að spila marga úrslitaleiki síðustu ár? Það eru á þriðja tug úrslitaleikja, með úrslitakeppni, bikarhelgi og svokölluðum úrslitaleikjum í deildinni. Einhvern tímann gefur hausinn undan.” Brynjar gaf það út á dögunum að hann væri hættur í landsliðinu. Aðspurður um afhverju hann hafði tekið þessa ákvörðun svaraði Brynjar: „Ástríðan minnkaði. Í sumar var hún til staðar og núna í nóvember var ég veikur fyrri hlutann og kom svo inn í þetta. Ég fann að ég nennti þessu ekki jafn mikið. Þú ert ekkert að fá borgað fyrir að vera í landsliðinu. Maður er að gefa tímann sinn og maður er að fórna miklum tíma í þetta, sérstaklega yfir sumarið.” „Mér fannst þetta verið komið gott og ég hef ekki verið í stóru hlutverki í landsliðinu. Ég hef verið í ákveðinni rullu og hef vonandi leyst hana mjög vel. Ég hef verið í erfiðu hlutverki, sitjandi í bekknum í 30 mínútur og svo inná í tíu sekúndur. Það er erfitt að halda sér gangandi þannig til lengri tíma,” sagði Brynjar. Allt innslagið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45 Brynjar hættur í landsliðinu Brynjar Þór Björnsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. 20. febrúar 2018 15:58 Mest lesið „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45
Brynjar hættur í landsliðinu Brynjar Þór Björnsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. 20. febrúar 2018 15:58