Sóknarfæri í rafrænum viðskiptum Jóna Björk Guðnadóttir skrifar 22. febrúar 2018 15:15 Íslendingar eru sér á báti meðal Evrópuþjóða þegar kemur að notkun netbanka. Samkvæmt könnun Hagstofu Evrópusambandsins (e. Eurostat) notuðu 93% allra Íslendinga netbanka til að sinna bankaviðskiptum árið 2017. Er þetta hæsta hlutfallið í Evrópu en á eftir Íslendingum koma íbúar hinna Norðurlandanna ásamt Hollendingum. Íslendingar hafa verið fljótir að tileinka sér stafrænar lausnir og að mörgu leyti verið í farabroddi í þeim efnum. Þetta sést meðal annars á því að árið 2007 notaði um helmingur viðskiptavina íslensku bankanna netbanka. Á tíu árum er hlutfallið komið yfir 90%. Helst þessi þróun í hendur við öra þróun netbankanna og tilkomu nýrra lausna á borð við rafrænar undirskriftir. Þetta hefur gert að verkum að viðskiptavinir geta sinnt fjölbreyttari bankaviðskiptum en áður í gegnum netbankana og eiga sífellt sjaldnar erindi í útibú bankanna. Könnun Eurostat sýnir að yngri kynslóðir á Íslandi nota netbanka í miklum mæli til að sinna bankaviðskiptum. Hér á landi hefur einnig verið ör þróun í nýjum lausnum, meðal annars með tilkomu smáforrita sem hægt er að nýta til þess að millifæra og greiða fyrir vörur og þjónustu. Þessi þróun endurspeglar þær kröfur sem yngri kynslóðir gera til enn frekari gagnvirkni ásamt hraðari og skilvirkari afgreiðslu hvenær sem er og hvar sem þau eru stödd. Þessi kynslóð stendur brátt frammi fyrir þeim stóru fjárhagslegu ákvörðunum sem felast í lífshlaupi hvers og eins – það er að segja kaupum á fasteignum, bifreiðum og fleiri meiriháttar fjárfestingum og skuldbindingum sem hafa til þessa kallað á umtalsvert pappírsflóð og allra handa útréttingar. Það eru því ekki bara verslanir og afþreyingarfyrirtæki sem þurfa að vera tilbúin fyrir fólk sem er með tæknina þrædda inn í allan sinn hugmyndaheim, alls óhrædd við að nýta sér hana, heldur allir sem veita einhverja þjónustu. Krafan er ekki eingöngu að hversdagsleg fjármálaþjónusta færist í netbanka og snjalltæki heldur nær hún einnig til flestra sviða samskipta einstaklinga við stofnanir og fyrirtæki. Hið opinbera líkt og einkaaðilar á Íslandi hefur alla burði til að koma til móts við þessa kröfu og hefur í raun ekkert val þar um. Í því skipta rafræn skilríki sköpum. Kosturinn við rafrænu skilríkin er að þau gefa færi á rafrænni undirskrift sem jafngildir því að pappírsgögn séu undirrituð eigin hendi. Þannig er hægt að undirrita skjöl án þess að mæta á staðinn sem felur í sér mikið hagræði bæði fyrir notendur og veitendur ólíkrar þjónustu. Árið 2014 undirrituðu SFF og fjármála- og efnahagsráðherra viljayfirlýsingu um stóraukna notkun rafrænna skilríkja. Síðan hafa fá en mikilvæg skref verið stigin til þess að fullnýta kosti rafrænna skilríkja. Eitt af þeim markmiðum sem stjórnvöld settu sér með viljayfirlýsingunni var að gera þinglýsingar veðskuldabréfa rafrænar innan tveggja ára. Á móti settu Samtök fjármálafyrirtækja sér þá stefnu að viðskiptavinir fjármálafyrirtækja gætu undirritað helstu skjöl með rafrænum skilríkum innan tveggja ára. Rafrænu undirskriftirnar voru þannig forsenda áforma um að gera þinglýsingar rafrænar. Hvorugt markmiðið hefur náðst en þó hafa einstök fjármálafyrirtæki nú rafvætt lánaferla sína að töluverðu leyti. Stjórnvöld vinna nú að undirbúningi lagafrumvarps um rafrænar þinglýsingar en í þeirri vinnu er mikilvægt að löggjafinn hafi skýra framtíðarsýn og hagi lagaumgjörðinni þannig að lánveitendum verði gert kleift að gefa út veðskjöl á rafrænu formi. Rafrænar undirskriftir og rafrænar þinglýsingar geta skilað miklu hagræði. Stjórnvöld hafa áætlað að sparnaður samfélagsins í heild vegna rafrænna þinglýsinga geti numið tæpum 400 milljónum króna á ári hverju. Það hagræði mun skila sér til heimila og fyrirtækja og treysta samkeppnishæfni Íslands. Það er öllum til hagsbóta og skiptir sköpum við að búa til umhverfi stjórnsýslu og viðskipta sem komandi kynslóðir munu sætta sig við.Höfundur er lögfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Íslendingar eru sér á báti meðal Evrópuþjóða þegar kemur að notkun netbanka. Samkvæmt könnun Hagstofu Evrópusambandsins (e. Eurostat) notuðu 93% allra Íslendinga netbanka til að sinna bankaviðskiptum árið 2017. Er þetta hæsta hlutfallið í Evrópu en á eftir Íslendingum koma íbúar hinna Norðurlandanna ásamt Hollendingum. Íslendingar hafa verið fljótir að tileinka sér stafrænar lausnir og að mörgu leyti verið í farabroddi í þeim efnum. Þetta sést meðal annars á því að árið 2007 notaði um helmingur viðskiptavina íslensku bankanna netbanka. Á tíu árum er hlutfallið komið yfir 90%. Helst þessi þróun í hendur við öra þróun netbankanna og tilkomu nýrra lausna á borð við rafrænar undirskriftir. Þetta hefur gert að verkum að viðskiptavinir geta sinnt fjölbreyttari bankaviðskiptum en áður í gegnum netbankana og eiga sífellt sjaldnar erindi í útibú bankanna. Könnun Eurostat sýnir að yngri kynslóðir á Íslandi nota netbanka í miklum mæli til að sinna bankaviðskiptum. Hér á landi hefur einnig verið ör þróun í nýjum lausnum, meðal annars með tilkomu smáforrita sem hægt er að nýta til þess að millifæra og greiða fyrir vörur og þjónustu. Þessi þróun endurspeglar þær kröfur sem yngri kynslóðir gera til enn frekari gagnvirkni ásamt hraðari og skilvirkari afgreiðslu hvenær sem er og hvar sem þau eru stödd. Þessi kynslóð stendur brátt frammi fyrir þeim stóru fjárhagslegu ákvörðunum sem felast í lífshlaupi hvers og eins – það er að segja kaupum á fasteignum, bifreiðum og fleiri meiriháttar fjárfestingum og skuldbindingum sem hafa til þessa kallað á umtalsvert pappírsflóð og allra handa útréttingar. Það eru því ekki bara verslanir og afþreyingarfyrirtæki sem þurfa að vera tilbúin fyrir fólk sem er með tæknina þrædda inn í allan sinn hugmyndaheim, alls óhrædd við að nýta sér hana, heldur allir sem veita einhverja þjónustu. Krafan er ekki eingöngu að hversdagsleg fjármálaþjónusta færist í netbanka og snjalltæki heldur nær hún einnig til flestra sviða samskipta einstaklinga við stofnanir og fyrirtæki. Hið opinbera líkt og einkaaðilar á Íslandi hefur alla burði til að koma til móts við þessa kröfu og hefur í raun ekkert val þar um. Í því skipta rafræn skilríki sköpum. Kosturinn við rafrænu skilríkin er að þau gefa færi á rafrænni undirskrift sem jafngildir því að pappírsgögn séu undirrituð eigin hendi. Þannig er hægt að undirrita skjöl án þess að mæta á staðinn sem felur í sér mikið hagræði bæði fyrir notendur og veitendur ólíkrar þjónustu. Árið 2014 undirrituðu SFF og fjármála- og efnahagsráðherra viljayfirlýsingu um stóraukna notkun rafrænna skilríkja. Síðan hafa fá en mikilvæg skref verið stigin til þess að fullnýta kosti rafrænna skilríkja. Eitt af þeim markmiðum sem stjórnvöld settu sér með viljayfirlýsingunni var að gera þinglýsingar veðskuldabréfa rafrænar innan tveggja ára. Á móti settu Samtök fjármálafyrirtækja sér þá stefnu að viðskiptavinir fjármálafyrirtækja gætu undirritað helstu skjöl með rafrænum skilríkum innan tveggja ára. Rafrænu undirskriftirnar voru þannig forsenda áforma um að gera þinglýsingar rafrænar. Hvorugt markmiðið hefur náðst en þó hafa einstök fjármálafyrirtæki nú rafvætt lánaferla sína að töluverðu leyti. Stjórnvöld vinna nú að undirbúningi lagafrumvarps um rafrænar þinglýsingar en í þeirri vinnu er mikilvægt að löggjafinn hafi skýra framtíðarsýn og hagi lagaumgjörðinni þannig að lánveitendum verði gert kleift að gefa út veðskjöl á rafrænu formi. Rafrænar undirskriftir og rafrænar þinglýsingar geta skilað miklu hagræði. Stjórnvöld hafa áætlað að sparnaður samfélagsins í heild vegna rafrænna þinglýsinga geti numið tæpum 400 milljónum króna á ári hverju. Það hagræði mun skila sér til heimila og fyrirtækja og treysta samkeppnishæfni Íslands. Það er öllum til hagsbóta og skiptir sköpum við að búa til umhverfi stjórnsýslu og viðskipta sem komandi kynslóðir munu sætta sig við.Höfundur er lögfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun