Þjónusta við börn og barnafjölskyldur! Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 23. febrúar 2018 17:17 Undanfarin ár hefur þjónusta við barnafjölskyldur breyst svo um munar. Krafan í nútímasamfélagi gerir það að verkum að báðir foreldrar þurfa að vinna langa vinnudaga og því þurfa þeir á aukinni þjónustu að halda varðandi börnin sín. Í þessum aðstæðum er oft erfitt að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið kemst í daggæslu eða inn á leikskóla. Lengi hefur það verið í umræðunni að koma á fót fleiri ungbarnaleikskólum en dagforeldrakerfið hefur verið nær óbreytt í fjölda ára. Við þessar aðstæður er aukin þörf á starfsfólki bæði fyrir leikskóla og sem dagforeldrar en það eru ekki nægilega margir sem sækja í þessi störf. Því er afar mikilvægt að gera störfin og námið aðlaðandi þar sem að mótunarár barnanna eru mjög mikilvæg fyrir framtíðina! Því er áríðandi að vel sé staðið að verki hvað þennan málaflokk varðar. Börn hafa rétt á því að fá ákjósanlegar aðstæður til að vaxa og dafna en sá réttur er einmitt lögfestur í 27. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það verkefni er ekki auðvelt þegar vöntun er á þjónustu við barnafjölskyldur. Brúa þarf bilið svo að þjónusta við börnin geti hafist um leið og fæðingarorlofi lýkur. Að sama skapi þarf að koma til móts við börnin í grunnskóla og miða að þörfum hvers og eins. Það þarf að hlúa að þeim einstaklingum sem finna sig ekki innan skólakerfisins og finna farveg þar sem börnin geta upplifað besta umhverfið til að þroskast og dafna. Á þann hátt er hægt að vinna að markvissu forvarnarstarfi til að styðja við jaðarhópa á sem jákvæðastan hátt. Með því að hlúa að börnunum, í góðu samfélagi og virkum forvörnum, búum við til betri borg. Mikilvægt er að miða forvarnir við aðstæður og þroskaskeið sem barnið er á hverju sinni og búa til samfellu þar sem þörfum viðkomandi er mætt þar sem hann er staddur hverju sinni. Forvarnir eru ódýr og öflugur kostur til þess að hjálpa einstaklingnum að vaxa og dafna, í stað þess að slökkva elda þegar málin eru komin í óefni og kosta þarf dýrum úrræðum til að vinna úr uppsöfnuðum vanda. Það eru allmargir jaðarhópar í samfélaginu okkar og er afar mikilvægt að hlúa að þeim. Hvort sem um er að ræða einstaklinga í geðheilbrigðisvanda, heimilislausa eða jaðarsetta unglinga, þá passa þessir hópar oft og tíðum ekki í réttu boxin til að fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Eins og áður hefur komið fram eru forvarnir þar mikilvægur þáttur en einnig þarf að finna úrræði fyrir alla. Ýmis úrræði eru þegar í boði en þau duga ekki til fyrir alla hópa og mikilvægt er að reyna að fækka „gráu svæðunum“. Stór hópur fólks flakkar á milli úrræða en passa hvergi almennilega inn í það sem er í boði. Að þessu þarf að huga að til að allir fái úrræði við hæfi auk þess sem vinna þarf að aukinni samvinnu og samþættingu á þjónustu svo jaðarhópar falli ekki í glufurnar. Í okkar samfélagi er hraðinn mikill og aukning hefur orðið á því sem um er að vera í lífi barnanna. Þegar skóla lýkur, þá tekur við ýmis konar þjónusta í formi margskonar tómstundastarfs, hvort sem það eru frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, íþróttaæfingar, æskulýðsfélög og/eða tónlistarnám. Þessi starfsemi er afar mikilvæg fyrir andlegan, líkamlegan og félagslegan þroska barnanna. Samþætta þyrfti þá þjónustu sem er í boði innan hverfa, því allir ættu að vinna að sömu markmiðum og kjörið væri að fá alla þá aðila sem vinna með börnum, í aukið samstarf. Til að börn geti stundað sínar tómstundir og fengið sem mest út úr deginum án þess að upplifa streituna og álagið sem því getur fylgt þá þarf að hlúa að þeirri þjónustu sem í boði er. Gott er að huga að því hvernig ólíkar tómstundir geta unnið saman, búa til brú sem hjálpar börnum að fara á milli tómstundastarfa innan hverfis og vinna að því að samvinna sé höfð að leiðarljósi varðandi forvarnarstarf. Hægt er að vinna að því að efla fagþekkingu hvers og eins og miðað að því hver og einn komi með sitt innlegg inn í heildarmynd sem unnið er af sameiningu. Undanfarin ár hefur þessi samvinna aukist á sumum stöðum og þróunin verið í jákvæða átt, höldum samt áfram og gerum ennþá betur!Höfundur er uppeldis- og tómstundafræðingur, formaður Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals og sækist eftir 4.-5. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur þjónusta við barnafjölskyldur breyst svo um munar. Krafan í nútímasamfélagi gerir það að verkum að báðir foreldrar þurfa að vinna langa vinnudaga og því þurfa þeir á aukinni þjónustu að halda varðandi börnin sín. Í þessum aðstæðum er oft erfitt að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið kemst í daggæslu eða inn á leikskóla. Lengi hefur það verið í umræðunni að koma á fót fleiri ungbarnaleikskólum en dagforeldrakerfið hefur verið nær óbreytt í fjölda ára. Við þessar aðstæður er aukin þörf á starfsfólki bæði fyrir leikskóla og sem dagforeldrar en það eru ekki nægilega margir sem sækja í þessi störf. Því er afar mikilvægt að gera störfin og námið aðlaðandi þar sem að mótunarár barnanna eru mjög mikilvæg fyrir framtíðina! Því er áríðandi að vel sé staðið að verki hvað þennan málaflokk varðar. Börn hafa rétt á því að fá ákjósanlegar aðstæður til að vaxa og dafna en sá réttur er einmitt lögfestur í 27. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það verkefni er ekki auðvelt þegar vöntun er á þjónustu við barnafjölskyldur. Brúa þarf bilið svo að þjónusta við börnin geti hafist um leið og fæðingarorlofi lýkur. Að sama skapi þarf að koma til móts við börnin í grunnskóla og miða að þörfum hvers og eins. Það þarf að hlúa að þeim einstaklingum sem finna sig ekki innan skólakerfisins og finna farveg þar sem börnin geta upplifað besta umhverfið til að þroskast og dafna. Á þann hátt er hægt að vinna að markvissu forvarnarstarfi til að styðja við jaðarhópa á sem jákvæðastan hátt. Með því að hlúa að börnunum, í góðu samfélagi og virkum forvörnum, búum við til betri borg. Mikilvægt er að miða forvarnir við aðstæður og þroskaskeið sem barnið er á hverju sinni og búa til samfellu þar sem þörfum viðkomandi er mætt þar sem hann er staddur hverju sinni. Forvarnir eru ódýr og öflugur kostur til þess að hjálpa einstaklingnum að vaxa og dafna, í stað þess að slökkva elda þegar málin eru komin í óefni og kosta þarf dýrum úrræðum til að vinna úr uppsöfnuðum vanda. Það eru allmargir jaðarhópar í samfélaginu okkar og er afar mikilvægt að hlúa að þeim. Hvort sem um er að ræða einstaklinga í geðheilbrigðisvanda, heimilislausa eða jaðarsetta unglinga, þá passa þessir hópar oft og tíðum ekki í réttu boxin til að fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Eins og áður hefur komið fram eru forvarnir þar mikilvægur þáttur en einnig þarf að finna úrræði fyrir alla. Ýmis úrræði eru þegar í boði en þau duga ekki til fyrir alla hópa og mikilvægt er að reyna að fækka „gráu svæðunum“. Stór hópur fólks flakkar á milli úrræða en passa hvergi almennilega inn í það sem er í boði. Að þessu þarf að huga að til að allir fái úrræði við hæfi auk þess sem vinna þarf að aukinni samvinnu og samþættingu á þjónustu svo jaðarhópar falli ekki í glufurnar. Í okkar samfélagi er hraðinn mikill og aukning hefur orðið á því sem um er að vera í lífi barnanna. Þegar skóla lýkur, þá tekur við ýmis konar þjónusta í formi margskonar tómstundastarfs, hvort sem það eru frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, íþróttaæfingar, æskulýðsfélög og/eða tónlistarnám. Þessi starfsemi er afar mikilvæg fyrir andlegan, líkamlegan og félagslegan þroska barnanna. Samþætta þyrfti þá þjónustu sem er í boði innan hverfa, því allir ættu að vinna að sömu markmiðum og kjörið væri að fá alla þá aðila sem vinna með börnum, í aukið samstarf. Til að börn geti stundað sínar tómstundir og fengið sem mest út úr deginum án þess að upplifa streituna og álagið sem því getur fylgt þá þarf að hlúa að þeirri þjónustu sem í boði er. Gott er að huga að því hvernig ólíkar tómstundir geta unnið saman, búa til brú sem hjálpar börnum að fara á milli tómstundastarfa innan hverfis og vinna að því að samvinna sé höfð að leiðarljósi varðandi forvarnarstarf. Hægt er að vinna að því að efla fagþekkingu hvers og eins og miðað að því hver og einn komi með sitt innlegg inn í heildarmynd sem unnið er af sameiningu. Undanfarin ár hefur þessi samvinna aukist á sumum stöðum og þróunin verið í jákvæða átt, höldum samt áfram og gerum ennþá betur!Höfundur er uppeldis- og tómstundafræðingur, formaður Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals og sækist eftir 4.-5. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar