Klikkaði viljandi til að slá ekki met hjá strák sem lést í skelfilegu slysi fyrir 25 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 13:30 Jordan Bohannon. Vísir/Getty Flestir íþróttamenn vilja eignast met ef þau eru á annað borð í boði en svo var þó ekki með ungan körfuboltamann frá Iowa á dögunum. Jordan Bohannon spilar með Iowa háskólanum og er flottur leikmaður. Hann átti möguleika á að bæta félagsmet Chris Street í leik Iowa á móti Northwestern. Jordan Bohannon var búinn að hitta úr 34 vítaskotum í röð og hafði með því jafnað met Chris Street. Met Chris Street var frá árinu 1993 en hann er ekki enn meðal okkar. Chris lést í bílslysi skömmu fyrir 21 árs afmælisdaginn sinn þegar bíllinn hans lenti framan á snjóplóg. Jordan Bohannon fór á vítalínuna en í stað þess að setja niður 35. vítaskotið sitt í röð þá klikkaði hann viljandi eins og sjá má hér fyrir neðan.Coolest miss you'll ever see. @JordanBo_3 needed one more free throw to break the late Chris Street's @IowaHoops record of 34 consecutive made free throws. After the game, he admitted he missed intentionally to keep the record in Street's name. pic.twitter.com/qHYZZDcOsJ — Big Ten Network (@BigTenNetwork) February 26, 2018 Lýsendurnir voru ekki vissir um hvort Jordan Bohannon hafi klikkað viljandi en það staðfesti hann sjálfur í viðtali eftir leikinn. Jordan Bohannon hafði þá skorað 25 stig og sjö þrista um leið og hann leiddi Iowa liði tl 77-70 sigurs. Viðtalið við Jordan Bohannon má sjá hér fyrir neðan."That's not my record to have. That record deserves to stay in his name." - @IowaHoops' @JordanBo_3 discussed his FT miss to remain tied with Chris Street's record of 34 consecutive made. pic.twitter.com/bzfOfZJD7n — Iowa On BTN (@IowaOnBTN) February 26, 2018 „Ég átti ekki rétt á því að eiga þetta met einn. Hann átti að eiga þetta met áfram. Ég hef verið náinn fjölskyldu hans síðustu ár. Ég varð meyr að hugsa um hans sögu í síðustu leikjum því ég var búinn að ákveða að gera þetta svona,“ sagði Jordan Bohannon í sjónvarpsviðtali við Big Ten Network. „Þetta er svo góður strákur. Hann er svo góðhjartaður. Það var mjög sérstakt að hann hugsaði til Christopher þegar hann gat slegið metið,“ sagði Patty Street móðir Chris Street um Bohannon í viðtali við Des Moines Register. Körfubolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Flestir íþróttamenn vilja eignast met ef þau eru á annað borð í boði en svo var þó ekki með ungan körfuboltamann frá Iowa á dögunum. Jordan Bohannon spilar með Iowa háskólanum og er flottur leikmaður. Hann átti möguleika á að bæta félagsmet Chris Street í leik Iowa á móti Northwestern. Jordan Bohannon var búinn að hitta úr 34 vítaskotum í röð og hafði með því jafnað met Chris Street. Met Chris Street var frá árinu 1993 en hann er ekki enn meðal okkar. Chris lést í bílslysi skömmu fyrir 21 árs afmælisdaginn sinn þegar bíllinn hans lenti framan á snjóplóg. Jordan Bohannon fór á vítalínuna en í stað þess að setja niður 35. vítaskotið sitt í röð þá klikkaði hann viljandi eins og sjá má hér fyrir neðan.Coolest miss you'll ever see. @JordanBo_3 needed one more free throw to break the late Chris Street's @IowaHoops record of 34 consecutive made free throws. After the game, he admitted he missed intentionally to keep the record in Street's name. pic.twitter.com/qHYZZDcOsJ — Big Ten Network (@BigTenNetwork) February 26, 2018 Lýsendurnir voru ekki vissir um hvort Jordan Bohannon hafi klikkað viljandi en það staðfesti hann sjálfur í viðtali eftir leikinn. Jordan Bohannon hafði þá skorað 25 stig og sjö þrista um leið og hann leiddi Iowa liði tl 77-70 sigurs. Viðtalið við Jordan Bohannon má sjá hér fyrir neðan."That's not my record to have. That record deserves to stay in his name." - @IowaHoops' @JordanBo_3 discussed his FT miss to remain tied with Chris Street's record of 34 consecutive made. pic.twitter.com/bzfOfZJD7n — Iowa On BTN (@IowaOnBTN) February 26, 2018 „Ég átti ekki rétt á því að eiga þetta met einn. Hann átti að eiga þetta met áfram. Ég hef verið náinn fjölskyldu hans síðustu ár. Ég varð meyr að hugsa um hans sögu í síðustu leikjum því ég var búinn að ákveða að gera þetta svona,“ sagði Jordan Bohannon í sjónvarpsviðtali við Big Ten Network. „Þetta er svo góður strákur. Hann er svo góðhjartaður. Það var mjög sérstakt að hann hugsaði til Christopher þegar hann gat slegið metið,“ sagði Patty Street móðir Chris Street um Bohannon í viðtali við Des Moines Register.
Körfubolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira