Klikkaði viljandi til að slá ekki met hjá strák sem lést í skelfilegu slysi fyrir 25 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 13:30 Jordan Bohannon. Vísir/Getty Flestir íþróttamenn vilja eignast met ef þau eru á annað borð í boði en svo var þó ekki með ungan körfuboltamann frá Iowa á dögunum. Jordan Bohannon spilar með Iowa háskólanum og er flottur leikmaður. Hann átti möguleika á að bæta félagsmet Chris Street í leik Iowa á móti Northwestern. Jordan Bohannon var búinn að hitta úr 34 vítaskotum í röð og hafði með því jafnað met Chris Street. Met Chris Street var frá árinu 1993 en hann er ekki enn meðal okkar. Chris lést í bílslysi skömmu fyrir 21 árs afmælisdaginn sinn þegar bíllinn hans lenti framan á snjóplóg. Jordan Bohannon fór á vítalínuna en í stað þess að setja niður 35. vítaskotið sitt í röð þá klikkaði hann viljandi eins og sjá má hér fyrir neðan.Coolest miss you'll ever see. @JordanBo_3 needed one more free throw to break the late Chris Street's @IowaHoops record of 34 consecutive made free throws. After the game, he admitted he missed intentionally to keep the record in Street's name. pic.twitter.com/qHYZZDcOsJ — Big Ten Network (@BigTenNetwork) February 26, 2018 Lýsendurnir voru ekki vissir um hvort Jordan Bohannon hafi klikkað viljandi en það staðfesti hann sjálfur í viðtali eftir leikinn. Jordan Bohannon hafði þá skorað 25 stig og sjö þrista um leið og hann leiddi Iowa liði tl 77-70 sigurs. Viðtalið við Jordan Bohannon má sjá hér fyrir neðan."That's not my record to have. That record deserves to stay in his name." - @IowaHoops' @JordanBo_3 discussed his FT miss to remain tied with Chris Street's record of 34 consecutive made. pic.twitter.com/bzfOfZJD7n — Iowa On BTN (@IowaOnBTN) February 26, 2018 „Ég átti ekki rétt á því að eiga þetta met einn. Hann átti að eiga þetta met áfram. Ég hef verið náinn fjölskyldu hans síðustu ár. Ég varð meyr að hugsa um hans sögu í síðustu leikjum því ég var búinn að ákveða að gera þetta svona,“ sagði Jordan Bohannon í sjónvarpsviðtali við Big Ten Network. „Þetta er svo góður strákur. Hann er svo góðhjartaður. Það var mjög sérstakt að hann hugsaði til Christopher þegar hann gat slegið metið,“ sagði Patty Street móðir Chris Street um Bohannon í viðtali við Des Moines Register. Körfubolti Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Flestir íþróttamenn vilja eignast met ef þau eru á annað borð í boði en svo var þó ekki með ungan körfuboltamann frá Iowa á dögunum. Jordan Bohannon spilar með Iowa háskólanum og er flottur leikmaður. Hann átti möguleika á að bæta félagsmet Chris Street í leik Iowa á móti Northwestern. Jordan Bohannon var búinn að hitta úr 34 vítaskotum í röð og hafði með því jafnað met Chris Street. Met Chris Street var frá árinu 1993 en hann er ekki enn meðal okkar. Chris lést í bílslysi skömmu fyrir 21 árs afmælisdaginn sinn þegar bíllinn hans lenti framan á snjóplóg. Jordan Bohannon fór á vítalínuna en í stað þess að setja niður 35. vítaskotið sitt í röð þá klikkaði hann viljandi eins og sjá má hér fyrir neðan.Coolest miss you'll ever see. @JordanBo_3 needed one more free throw to break the late Chris Street's @IowaHoops record of 34 consecutive made free throws. After the game, he admitted he missed intentionally to keep the record in Street's name. pic.twitter.com/qHYZZDcOsJ — Big Ten Network (@BigTenNetwork) February 26, 2018 Lýsendurnir voru ekki vissir um hvort Jordan Bohannon hafi klikkað viljandi en það staðfesti hann sjálfur í viðtali eftir leikinn. Jordan Bohannon hafði þá skorað 25 stig og sjö þrista um leið og hann leiddi Iowa liði tl 77-70 sigurs. Viðtalið við Jordan Bohannon má sjá hér fyrir neðan."That's not my record to have. That record deserves to stay in his name." - @IowaHoops' @JordanBo_3 discussed his FT miss to remain tied with Chris Street's record of 34 consecutive made. pic.twitter.com/bzfOfZJD7n — Iowa On BTN (@IowaOnBTN) February 26, 2018 „Ég átti ekki rétt á því að eiga þetta met einn. Hann átti að eiga þetta met áfram. Ég hef verið náinn fjölskyldu hans síðustu ár. Ég varð meyr að hugsa um hans sögu í síðustu leikjum því ég var búinn að ákveða að gera þetta svona,“ sagði Jordan Bohannon í sjónvarpsviðtali við Big Ten Network. „Þetta er svo góður strákur. Hann er svo góðhjartaður. Það var mjög sérstakt að hann hugsaði til Christopher þegar hann gat slegið metið,“ sagði Patty Street móðir Chris Street um Bohannon í viðtali við Des Moines Register.
Körfubolti Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira