Lífið, litlu börnin og kjör almennings Guðríður Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2018 10:15 Árið 1998 voru 40,3% leikskólabarna hér á landi að meðaltali átta tíma eða lengur í leik-skóla, en árið 2016 var meðaltalshlutfallið komið í 87,3%. Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) frá 2016 vitnar um met Íslendinga í dvalartíma leikskólabarna í leikskólum, bæði í dagafjölda og klukkutímum. Hér á landi er næstum því þrefalt algengara að börn á leikskólaaldri fái tauga- og geðlyf en í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Er það svona sem við viljum búa að börnunum okkar? Samvera barns með foreldrum sínum sem eyðir þetta löngum tíma í leikskóla er lítil og væntanlega bitnar þreyta barnsins og annarra í fjölskyldunni á gæðum samverunnar. Lífið er núna. Við eigum að njóta barnanna okkar á meðan þau eru lítil. Ekkert er betra fyrir lítið barn en gæðastundir með fjölskyldunni. Það fylgir því álag fyrir lítil kríli að eyða öllum deginum innan veggja skólans í allt of litlu rými þar sem hljóðvist er yfir öllum eðlilegum mörkum. Það er ekki langsótt að ætla að þessi líðan barna tengist að einhverju leyti aðstæðum þeirra. Lífstíll og láglaunastefna hefur væntanlega orðið til þess að börn eru þetta lengi í leikskóla og reyndar á þetta við um grunnskólann líka. Nú þegar rætt er um forsendur kjarasamninga – um kjör og aðbúnað almennings megum við ekki gleyma þeim sem mestu máli skipta. Börnunum okkar. Hluti af því að búa betur að börnunum okkar er að stytta vinnudaginn og þannig fjölga samverustundum fjölskyldunnar. Það er mál sem samfélagið allt þarf að taka höndum saman um og þar hlýtur verkalýðshreyfingin að fara fremst í flokki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1998 voru 40,3% leikskólabarna hér á landi að meðaltali átta tíma eða lengur í leik-skóla, en árið 2016 var meðaltalshlutfallið komið í 87,3%. Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) frá 2016 vitnar um met Íslendinga í dvalartíma leikskólabarna í leikskólum, bæði í dagafjölda og klukkutímum. Hér á landi er næstum því þrefalt algengara að börn á leikskólaaldri fái tauga- og geðlyf en í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Er það svona sem við viljum búa að börnunum okkar? Samvera barns með foreldrum sínum sem eyðir þetta löngum tíma í leikskóla er lítil og væntanlega bitnar þreyta barnsins og annarra í fjölskyldunni á gæðum samverunnar. Lífið er núna. Við eigum að njóta barnanna okkar á meðan þau eru lítil. Ekkert er betra fyrir lítið barn en gæðastundir með fjölskyldunni. Það fylgir því álag fyrir lítil kríli að eyða öllum deginum innan veggja skólans í allt of litlu rými þar sem hljóðvist er yfir öllum eðlilegum mörkum. Það er ekki langsótt að ætla að þessi líðan barna tengist að einhverju leyti aðstæðum þeirra. Lífstíll og láglaunastefna hefur væntanlega orðið til þess að börn eru þetta lengi í leikskóla og reyndar á þetta við um grunnskólann líka. Nú þegar rætt er um forsendur kjarasamninga – um kjör og aðbúnað almennings megum við ekki gleyma þeim sem mestu máli skipta. Börnunum okkar. Hluti af því að búa betur að börnunum okkar er að stytta vinnudaginn og þannig fjölga samverustundum fjölskyldunnar. Það er mál sem samfélagið allt þarf að taka höndum saman um og þar hlýtur verkalýðshreyfingin að fara fremst í flokki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar