Eignast rekstur Sports Direct á Íslandi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Hinn litríki Mike Ashley. Íþróttavörukeðjan Sports Direct, sem er í eigu breska kaupsýslumannsins Mikes Ashley, hefur keypt 60 prósenta eignarhlut Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar og fjölskyldu í verslun Sports Direct á Íslandi. Eftir kaupin á breska keðjan verslunina að öllu leyti og hefur tekið yfir reksturinn. „Við fundum lausn á okkar málum og það ganga allir sáttir frá borði,“ segir Sigurður Pálmi, sem er framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, í samtali við Markaðinn. Hann segir kaupverðið trúnaðarmál. Deilur hafa staðið yfir á milli Ashleys, stofnanda íþróttavörukeðjunnar, og íslensku fjárfestanna um nokkurt skeið. Þannig var greint frá því í dagblaðinu Sunday Times í ágúst á síðasta ári að keðja Ashleys, sem átti þá 40 prósenta hlut í Sports Direct á Íslandi, hefði boðist til þess að kaupa 60 prósenta hlut Íslendinganna á 100 þúsund evrur eða sem jafngildir um 12,5 milljónum króna. Til samanburðar var nefnt í fréttinni að íslenska verslunin velti sem samsvarar um 1,25 milljörðum króna á ári og skilaði um 250 milljóna króna árlegum hagnaði. Ekki væri óvarlegt að ætla að virði verslunarinnar næmi sem jafngildir 2,5 milljörðum króna.Sjá einnig: Valdabarátta um Sports Direct í Kópavogi leiðir til málsóknar Tilboðinu var hafnað, en Sunday Times hafði eftir heimildarmanni sínum að það hefði verið „svívirðilegt“. Í kjölfarið sagðist Ashley ætla að stefna Sigurði Pálma og félögunum Rhapsody Investments og Guru Invest fyrir samningsbrot, en síðarnefnda félagið er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, móður Sigurðar Pálma og forstjóra 365 miðla, eiganda Fréttablaðsins. Sættir hafa nú náðst með kaupum Sports Direct á 60 prósenta hlut íslensku fjárfestanna og segir Sigurður Pálmi að engar deilur séu lengur á milli manna. Verslun Sports Direct var opnuð hér á landi árið 2012 í samstarfi Sigurðar Pálma, Sports Direct og bankamannsins fyrrverandi Jeffs Blue. Sá síðastnefndi, sem starfaði á árum áður hjá Baugi og er sagður lykilmaður í stofnun íslensku verslunarinnar, átti til að byrja með 15 prósenta hlut í íslensku versluninni en hann seldi hlutinn síðar á nafnvirði til Sports Direct í þeirri trú að hann yrði gerður fjármálastjóri keðjunnar. Hann lenti hins vegar upp á kant við Ashley árið 2015 og dró sig út úr verkefninu.Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sports Direct á ÍslandiVerslun Sports Direct á Íslandi var í frétt Sunday Times sögð sú arðbærasta sem rekin væri undir merkjum Sports Direct en þær eru alls um 700 talsins í 19 Evrópuríkjum. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi félagsins NDS, sem heldur utan um rekstur verslunarinnar hér á landi, frá 1. maí 2015 til 30. apríl 2016, varð 69 milljóna króna hagnaður af rekstri verslunarinnar. Til samanburðar nam hagnaðurinn 5,8 milljónum króna á fyrra rekstrarári. Sala verslunarinnar nam 1.033 milljónum króna á tímabilinu borið saman við 922 milljónir á rekstrarárinu 2014 til 2015. Auk þess voru rekstrargjöld NDS 919 milljónir samkvæmt síðasta rekstrarreikningi og jukust um ríflega 30 milljónir á milli ára.Umtalaður Verslunin átti eignir upp á 251 milljón króna í lok aprílmánaðar 2016 og var eiginfjárhlutfallið 20,4 prósent á sama tíma. Mike Ashley er einn umtalaðasti kaupsýslumaðurinn í bresku efnahagslífi. Yfir þrjátíu ár eru síðan hann stofnaði Sports Direct, þá aðeins átján ára að aldri, en íþróttavörukeðjan er nú metin á um 1,93 milljarða punda eða sem jafngildir ríflega 270 milljörðum króna. Hann er auk þess eini eigandi enska knattspyrnufélagsins Newcastle United og þá átti hann einnig um níu prósenta hlut í skoska félaginu Glasgow Rangers sem hann seldi síðasta sumar. Samkvæmt úttekt viðskiptatímaritsins Forbes eru eignir Ashleys metnar á 3,6 milljarða dala eða um 365 milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Valdabarátta um Sports Direct í Kópavogi leiðir til málsóknar Eigandi knattspyrnufélagsins Newcastle United lagði fram "svívirðilega lágt“ tilboð í 60% hlut í versluninni á dögunum. 20. ágúst 2017 13:27 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Íþróttavörukeðjan Sports Direct, sem er í eigu breska kaupsýslumannsins Mikes Ashley, hefur keypt 60 prósenta eignarhlut Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar og fjölskyldu í verslun Sports Direct á Íslandi. Eftir kaupin á breska keðjan verslunina að öllu leyti og hefur tekið yfir reksturinn. „Við fundum lausn á okkar málum og það ganga allir sáttir frá borði,“ segir Sigurður Pálmi, sem er framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, í samtali við Markaðinn. Hann segir kaupverðið trúnaðarmál. Deilur hafa staðið yfir á milli Ashleys, stofnanda íþróttavörukeðjunnar, og íslensku fjárfestanna um nokkurt skeið. Þannig var greint frá því í dagblaðinu Sunday Times í ágúst á síðasta ári að keðja Ashleys, sem átti þá 40 prósenta hlut í Sports Direct á Íslandi, hefði boðist til þess að kaupa 60 prósenta hlut Íslendinganna á 100 þúsund evrur eða sem jafngildir um 12,5 milljónum króna. Til samanburðar var nefnt í fréttinni að íslenska verslunin velti sem samsvarar um 1,25 milljörðum króna á ári og skilaði um 250 milljóna króna árlegum hagnaði. Ekki væri óvarlegt að ætla að virði verslunarinnar næmi sem jafngildir 2,5 milljörðum króna.Sjá einnig: Valdabarátta um Sports Direct í Kópavogi leiðir til málsóknar Tilboðinu var hafnað, en Sunday Times hafði eftir heimildarmanni sínum að það hefði verið „svívirðilegt“. Í kjölfarið sagðist Ashley ætla að stefna Sigurði Pálma og félögunum Rhapsody Investments og Guru Invest fyrir samningsbrot, en síðarnefnda félagið er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, móður Sigurðar Pálma og forstjóra 365 miðla, eiganda Fréttablaðsins. Sættir hafa nú náðst með kaupum Sports Direct á 60 prósenta hlut íslensku fjárfestanna og segir Sigurður Pálmi að engar deilur séu lengur á milli manna. Verslun Sports Direct var opnuð hér á landi árið 2012 í samstarfi Sigurðar Pálma, Sports Direct og bankamannsins fyrrverandi Jeffs Blue. Sá síðastnefndi, sem starfaði á árum áður hjá Baugi og er sagður lykilmaður í stofnun íslensku verslunarinnar, átti til að byrja með 15 prósenta hlut í íslensku versluninni en hann seldi hlutinn síðar á nafnvirði til Sports Direct í þeirri trú að hann yrði gerður fjármálastjóri keðjunnar. Hann lenti hins vegar upp á kant við Ashley árið 2015 og dró sig út úr verkefninu.Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sports Direct á ÍslandiVerslun Sports Direct á Íslandi var í frétt Sunday Times sögð sú arðbærasta sem rekin væri undir merkjum Sports Direct en þær eru alls um 700 talsins í 19 Evrópuríkjum. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi félagsins NDS, sem heldur utan um rekstur verslunarinnar hér á landi, frá 1. maí 2015 til 30. apríl 2016, varð 69 milljóna króna hagnaður af rekstri verslunarinnar. Til samanburðar nam hagnaðurinn 5,8 milljónum króna á fyrra rekstrarári. Sala verslunarinnar nam 1.033 milljónum króna á tímabilinu borið saman við 922 milljónir á rekstrarárinu 2014 til 2015. Auk þess voru rekstrargjöld NDS 919 milljónir samkvæmt síðasta rekstrarreikningi og jukust um ríflega 30 milljónir á milli ára.Umtalaður Verslunin átti eignir upp á 251 milljón króna í lok aprílmánaðar 2016 og var eiginfjárhlutfallið 20,4 prósent á sama tíma. Mike Ashley er einn umtalaðasti kaupsýslumaðurinn í bresku efnahagslífi. Yfir þrjátíu ár eru síðan hann stofnaði Sports Direct, þá aðeins átján ára að aldri, en íþróttavörukeðjan er nú metin á um 1,93 milljarða punda eða sem jafngildir ríflega 270 milljörðum króna. Hann er auk þess eini eigandi enska knattspyrnufélagsins Newcastle United og þá átti hann einnig um níu prósenta hlut í skoska félaginu Glasgow Rangers sem hann seldi síðasta sumar. Samkvæmt úttekt viðskiptatímaritsins Forbes eru eignir Ashleys metnar á 3,6 milljarða dala eða um 365 milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Valdabarátta um Sports Direct í Kópavogi leiðir til málsóknar Eigandi knattspyrnufélagsins Newcastle United lagði fram "svívirðilega lágt“ tilboð í 60% hlut í versluninni á dögunum. 20. ágúst 2017 13:27 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Valdabarátta um Sports Direct í Kópavogi leiðir til málsóknar Eigandi knattspyrnufélagsins Newcastle United lagði fram "svívirðilega lágt“ tilboð í 60% hlut í versluninni á dögunum. 20. ágúst 2017 13:27