Valdabarátta um Sports Direct í Kópavogi leiðir til málsóknar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2017 13:27 Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson segir að málið snúist um ágrening um verðmat. Viðskiptavinir ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af afdrifum Sports Direct í Kópavogi. Mike Ashley, sem meðal annars á knattspyrnufélagið Newcastle United og íþróttavörukeðjuna Sports Direct, hefur stefnt Sigurði Pálma Sigurbjörnssyni framkvæmdastjóra Sports Direct á Íslandi, og eiginkonu hans. Fram kemur í grein Sunday Times að stefnan tengist valdabaráttu um eignarhaldið á íþróttavöruversluninni á Íslandi, sem og meint samningsbrot. Sigurður Pálmi og fjölskylda hans eiga um 60% í Sports Direct á Íslandi á móti 40% hlut íþróttakeðjunnar undir stjórn Mikes Ashley. Verslunin er sögð í Sunday Times vera ábatasamasta útibúið í gjörvallri Sports Direct-keðjunni og selji vörur fyrir um 1360 milljónir árlega. Ashley lagði fram tilboð á dögunum í hlut Sigurðar Pálma og fjölskyldu í versluninni og er hann sagður hafa boðið um 12 milljónir króna fyrir hlutinn. Í umfjöllun blaðsins er tilboð Ashley sagt „svívirðilegt“ enda sé verslunin meti á tæpan tvo og hálfan milljarð. Því væri nær lagi að greiða fjölskyldunni 1.32 milljarða fyrir 60% hlutinn þeirra.Business as usualÍ samtali við Vísi segir Sigurður Pálmi geta lítið tjáð sig um málið að svo stöddu. Það snúist einfaldlega um ágreining um verðmat og málið muni nú fara sína leið í kerfinu. Allt gangi sinn vanagang í rekstri Sports Direct á Íslandi og ekki er fyrirséð að neinar breytingar verði á því á næstunni. „Business as usual,“ eins og Sigurður orðar það. Fram kemur í grein Sunday Times að Mike Ashley hafi einnig í hyggju að stefna félögunum Guru Invest og Rhapsody Investments sem bæði eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, móður Sigurðar, en rétt er að taka fram að hún er forstjóri og stærsti eigandi 365 miðla, útgefanda Vísis. Síðarnefnda fyrirtækið fer með eignarhlut fjölskyldunnar í Sports Direct á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, eru í blaðinu sögð vera náin fyrrverandi bankamanni að nafni Jeff Blue sem lent hefur upp á kant við Mike Ashley. Þannig tapaði hann á dögunum dómsmáli gegn Ashley vegna samnings um bónusgreiðslur, sem sagður er hafa verið handsalaður á bar. Þá er Blue sagður hafa unnið fyrir Baug og komið að opnum Sports Direct á Ísland árið 2012. Blue átti sjálfur 15% hlut í íslenska útibúi Sports Direct en var sannfærður um selja hlut sinn á kostnaðarverði til Mike Ashley í skiptum fyrir fjármálastjórastöðu í fyrirtækinu. Ekkert varð úr þeirri ráðningu og hætti hann afskiptum af fyrirtækinu árið 2015 eftir að hafa lent upp á kant við Ashley. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Mike Ashley, sem meðal annars á knattspyrnufélagið Newcastle United og íþróttavörukeðjuna Sports Direct, hefur stefnt Sigurði Pálma Sigurbjörnssyni framkvæmdastjóra Sports Direct á Íslandi, og eiginkonu hans. Fram kemur í grein Sunday Times að stefnan tengist valdabaráttu um eignarhaldið á íþróttavöruversluninni á Íslandi, sem og meint samningsbrot. Sigurður Pálmi og fjölskylda hans eiga um 60% í Sports Direct á Íslandi á móti 40% hlut íþróttakeðjunnar undir stjórn Mikes Ashley. Verslunin er sögð í Sunday Times vera ábatasamasta útibúið í gjörvallri Sports Direct-keðjunni og selji vörur fyrir um 1360 milljónir árlega. Ashley lagði fram tilboð á dögunum í hlut Sigurðar Pálma og fjölskyldu í versluninni og er hann sagður hafa boðið um 12 milljónir króna fyrir hlutinn. Í umfjöllun blaðsins er tilboð Ashley sagt „svívirðilegt“ enda sé verslunin meti á tæpan tvo og hálfan milljarð. Því væri nær lagi að greiða fjölskyldunni 1.32 milljarða fyrir 60% hlutinn þeirra.Business as usualÍ samtali við Vísi segir Sigurður Pálmi geta lítið tjáð sig um málið að svo stöddu. Það snúist einfaldlega um ágreining um verðmat og málið muni nú fara sína leið í kerfinu. Allt gangi sinn vanagang í rekstri Sports Direct á Íslandi og ekki er fyrirséð að neinar breytingar verði á því á næstunni. „Business as usual,“ eins og Sigurður orðar það. Fram kemur í grein Sunday Times að Mike Ashley hafi einnig í hyggju að stefna félögunum Guru Invest og Rhapsody Investments sem bæði eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, móður Sigurðar, en rétt er að taka fram að hún er forstjóri og stærsti eigandi 365 miðla, útgefanda Vísis. Síðarnefnda fyrirtækið fer með eignarhlut fjölskyldunnar í Sports Direct á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, eru í blaðinu sögð vera náin fyrrverandi bankamanni að nafni Jeff Blue sem lent hefur upp á kant við Mike Ashley. Þannig tapaði hann á dögunum dómsmáli gegn Ashley vegna samnings um bónusgreiðslur, sem sagður er hafa verið handsalaður á bar. Þá er Blue sagður hafa unnið fyrir Baug og komið að opnum Sports Direct á Ísland árið 2012. Blue átti sjálfur 15% hlut í íslenska útibúi Sports Direct en var sannfærður um selja hlut sinn á kostnaðarverði til Mike Ashley í skiptum fyrir fjármálastjórastöðu í fyrirtækinu. Ekkert varð úr þeirri ráðningu og hætti hann afskiptum af fyrirtækinu árið 2015 eftir að hafa lent upp á kant við Ashley.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira