Valdabarátta um Sports Direct í Kópavogi leiðir til málsóknar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2017 13:27 Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson segir að málið snúist um ágrening um verðmat. Viðskiptavinir ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af afdrifum Sports Direct í Kópavogi. Mike Ashley, sem meðal annars á knattspyrnufélagið Newcastle United og íþróttavörukeðjuna Sports Direct, hefur stefnt Sigurði Pálma Sigurbjörnssyni framkvæmdastjóra Sports Direct á Íslandi, og eiginkonu hans. Fram kemur í grein Sunday Times að stefnan tengist valdabaráttu um eignarhaldið á íþróttavöruversluninni á Íslandi, sem og meint samningsbrot. Sigurður Pálmi og fjölskylda hans eiga um 60% í Sports Direct á Íslandi á móti 40% hlut íþróttakeðjunnar undir stjórn Mikes Ashley. Verslunin er sögð í Sunday Times vera ábatasamasta útibúið í gjörvallri Sports Direct-keðjunni og selji vörur fyrir um 1360 milljónir árlega. Ashley lagði fram tilboð á dögunum í hlut Sigurðar Pálma og fjölskyldu í versluninni og er hann sagður hafa boðið um 12 milljónir króna fyrir hlutinn. Í umfjöllun blaðsins er tilboð Ashley sagt „svívirðilegt“ enda sé verslunin meti á tæpan tvo og hálfan milljarð. Því væri nær lagi að greiða fjölskyldunni 1.32 milljarða fyrir 60% hlutinn þeirra.Business as usualÍ samtali við Vísi segir Sigurður Pálmi geta lítið tjáð sig um málið að svo stöddu. Það snúist einfaldlega um ágreining um verðmat og málið muni nú fara sína leið í kerfinu. Allt gangi sinn vanagang í rekstri Sports Direct á Íslandi og ekki er fyrirséð að neinar breytingar verði á því á næstunni. „Business as usual,“ eins og Sigurður orðar það. Fram kemur í grein Sunday Times að Mike Ashley hafi einnig í hyggju að stefna félögunum Guru Invest og Rhapsody Investments sem bæði eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, móður Sigurðar, en rétt er að taka fram að hún er forstjóri og stærsti eigandi 365 miðla, útgefanda Vísis. Síðarnefnda fyrirtækið fer með eignarhlut fjölskyldunnar í Sports Direct á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, eru í blaðinu sögð vera náin fyrrverandi bankamanni að nafni Jeff Blue sem lent hefur upp á kant við Mike Ashley. Þannig tapaði hann á dögunum dómsmáli gegn Ashley vegna samnings um bónusgreiðslur, sem sagður er hafa verið handsalaður á bar. Þá er Blue sagður hafa unnið fyrir Baug og komið að opnum Sports Direct á Ísland árið 2012. Blue átti sjálfur 15% hlut í íslenska útibúi Sports Direct en var sannfærður um selja hlut sinn á kostnaðarverði til Mike Ashley í skiptum fyrir fjármálastjórastöðu í fyrirtækinu. Ekkert varð úr þeirri ráðningu og hætti hann afskiptum af fyrirtækinu árið 2015 eftir að hafa lent upp á kant við Ashley. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Mike Ashley, sem meðal annars á knattspyrnufélagið Newcastle United og íþróttavörukeðjuna Sports Direct, hefur stefnt Sigurði Pálma Sigurbjörnssyni framkvæmdastjóra Sports Direct á Íslandi, og eiginkonu hans. Fram kemur í grein Sunday Times að stefnan tengist valdabaráttu um eignarhaldið á íþróttavöruversluninni á Íslandi, sem og meint samningsbrot. Sigurður Pálmi og fjölskylda hans eiga um 60% í Sports Direct á Íslandi á móti 40% hlut íþróttakeðjunnar undir stjórn Mikes Ashley. Verslunin er sögð í Sunday Times vera ábatasamasta útibúið í gjörvallri Sports Direct-keðjunni og selji vörur fyrir um 1360 milljónir árlega. Ashley lagði fram tilboð á dögunum í hlut Sigurðar Pálma og fjölskyldu í versluninni og er hann sagður hafa boðið um 12 milljónir króna fyrir hlutinn. Í umfjöllun blaðsins er tilboð Ashley sagt „svívirðilegt“ enda sé verslunin meti á tæpan tvo og hálfan milljarð. Því væri nær lagi að greiða fjölskyldunni 1.32 milljarða fyrir 60% hlutinn þeirra.Business as usualÍ samtali við Vísi segir Sigurður Pálmi geta lítið tjáð sig um málið að svo stöddu. Það snúist einfaldlega um ágreining um verðmat og málið muni nú fara sína leið í kerfinu. Allt gangi sinn vanagang í rekstri Sports Direct á Íslandi og ekki er fyrirséð að neinar breytingar verði á því á næstunni. „Business as usual,“ eins og Sigurður orðar það. Fram kemur í grein Sunday Times að Mike Ashley hafi einnig í hyggju að stefna félögunum Guru Invest og Rhapsody Investments sem bæði eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, móður Sigurðar, en rétt er að taka fram að hún er forstjóri og stærsti eigandi 365 miðla, útgefanda Vísis. Síðarnefnda fyrirtækið fer með eignarhlut fjölskyldunnar í Sports Direct á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, eru í blaðinu sögð vera náin fyrrverandi bankamanni að nafni Jeff Blue sem lent hefur upp á kant við Mike Ashley. Þannig tapaði hann á dögunum dómsmáli gegn Ashley vegna samnings um bónusgreiðslur, sem sagður er hafa verið handsalaður á bar. Þá er Blue sagður hafa unnið fyrir Baug og komið að opnum Sports Direct á Ísland árið 2012. Blue átti sjálfur 15% hlut í íslenska útibúi Sports Direct en var sannfærður um selja hlut sinn á kostnaðarverði til Mike Ashley í skiptum fyrir fjármálastjórastöðu í fyrirtækinu. Ekkert varð úr þeirri ráðningu og hætti hann afskiptum af fyrirtækinu árið 2015 eftir að hafa lent upp á kant við Ashley.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira