Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2025 10:59 Verulegur kostnaður hefur hlotist af eldgosahrinunni við Grindavík. Ríkið hefur meðal annars keypt upp fasteignir í bænum og kostað varnargarða í kringum hann. Vísir/Vilhelm Útgjöld hins opinbera voru um 170 milljörðum króna meiri en tekjurnar í fyrra. Bein útgjöld vegna eldgosanna við Grindavík vógu þungt en þau námu yfir 87 milljörðum króna. Afkoma hins opinbera var áfram neikvæð á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tekjuafkoman var neikvæð um sem nemur 3,7 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins 2024 samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í dag. Til samanburðar var afkoman neikvæð um rúman 101 milljarða króna árið 2023, um 2,3 prósent af vergri landsframleiðslu þess árs. Heildartekjur ríkisins og sveitarfélaga námu 1.988,6 milljörðum króna í fyrra sem nemur 43,3 prósentum af vergri landsframleiðslu. Tekjurnar jukust um 113,6 milljarða króna á milli ára á verðlag hvers árs eða um 6,1 prósent. Útgjöldin námu 2.158,4 milljörðum króna sem nemur 47 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins. Þau jukust um 182,3 milljarða eða 9,2 prósent. Útgjaldaaukning ríkissjóðs nam 9,9 prósentum í fyrra, sveitarfélaga um 6,1 prósent og almannatrygginga um 9,1 prósent. Viðbrögð við jarðhræringunum og eldgosunum við Grindavík voru þungur baggi í fyrra. Bein útgjöld vegna þeirra voru hátt í 48 prósent af útgjaldaaukningu þess opinbera á árinu. Inni í þeim eru uppkaup ríkisins á fasteignum í Grindavík, uppbygging varnargarða auk húsnæðis- og vinnumarkaðsstuðnings. Skuldirnar nema yfir 4.100 milljörðum króna Skattar á tekjur og hagnað eru stærsti tekjuliðir þess opinbera. Þeir námu 42,7 prósentum af heildartekjum þess í fyrra. Skattar á vörur og þjónustu voru 28,3 prósent af tekjunum og jukust um 12,9 prósent á milli ára. Skattekjur jukust um 8,1 prósent í fyrra. Meirihluti útgjalda þess opinbera fer í samneysluna. Þau jukust um 7,9 prósent á milli ára og námu 1.188,7 milljörðum í fyrra. Vaxtagjöld námu 10,4 prósentum af hreinum útgjöldum hins opinbera, alls 212,2 milljörðum króna. Þau lækkuðu um 13,6 prósent á milli ára. Heildarskuldir hins opinbera námu 89,6 prósentum af vergri landsframleiðslu í lok síðasta árs. Þær voru alls 4.110,2 milljarða króna í fyrra og 1.562,6 milljörðum króna meiri en eignir hins opinbera. Útgjöldin drógust saman um 0,9 prósent Hagstofan birti einnig í dag áætlaða afkomu hins opinbera á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Hún var neikvæð um 24 milljarða króna og um tvö prósent af landsframleiðslu. Til samanburðar nam hallinn 5,8 prósentum af landsframleiðslu á sama tímabili í fyrra. Tekjur hins opinbera eru taldar hafa aukist um 7,8 prósent á milli ára á fjórðungnum en heildarútgjöld lækkað um 0,9 prósent á sama tíma. Töluverð útgjöld vegna Grindavíkur voru á öðrum ársfjórðungi í frra sem skekkir samanburðinn. Rekstur hins opinbera Náttúruhamfarir Efnahagsmál Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Tekjuafkoman var neikvæð um sem nemur 3,7 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins 2024 samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í dag. Til samanburðar var afkoman neikvæð um rúman 101 milljarða króna árið 2023, um 2,3 prósent af vergri landsframleiðslu þess árs. Heildartekjur ríkisins og sveitarfélaga námu 1.988,6 milljörðum króna í fyrra sem nemur 43,3 prósentum af vergri landsframleiðslu. Tekjurnar jukust um 113,6 milljarða króna á milli ára á verðlag hvers árs eða um 6,1 prósent. Útgjöldin námu 2.158,4 milljörðum króna sem nemur 47 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins. Þau jukust um 182,3 milljarða eða 9,2 prósent. Útgjaldaaukning ríkissjóðs nam 9,9 prósentum í fyrra, sveitarfélaga um 6,1 prósent og almannatrygginga um 9,1 prósent. Viðbrögð við jarðhræringunum og eldgosunum við Grindavík voru þungur baggi í fyrra. Bein útgjöld vegna þeirra voru hátt í 48 prósent af útgjaldaaukningu þess opinbera á árinu. Inni í þeim eru uppkaup ríkisins á fasteignum í Grindavík, uppbygging varnargarða auk húsnæðis- og vinnumarkaðsstuðnings. Skuldirnar nema yfir 4.100 milljörðum króna Skattar á tekjur og hagnað eru stærsti tekjuliðir þess opinbera. Þeir námu 42,7 prósentum af heildartekjum þess í fyrra. Skattar á vörur og þjónustu voru 28,3 prósent af tekjunum og jukust um 12,9 prósent á milli ára. Skattekjur jukust um 8,1 prósent í fyrra. Meirihluti útgjalda þess opinbera fer í samneysluna. Þau jukust um 7,9 prósent á milli ára og námu 1.188,7 milljörðum í fyrra. Vaxtagjöld námu 10,4 prósentum af hreinum útgjöldum hins opinbera, alls 212,2 milljörðum króna. Þau lækkuðu um 13,6 prósent á milli ára. Heildarskuldir hins opinbera námu 89,6 prósentum af vergri landsframleiðslu í lok síðasta árs. Þær voru alls 4.110,2 milljarða króna í fyrra og 1.562,6 milljörðum króna meiri en eignir hins opinbera. Útgjöldin drógust saman um 0,9 prósent Hagstofan birti einnig í dag áætlaða afkomu hins opinbera á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Hún var neikvæð um 24 milljarða króna og um tvö prósent af landsframleiðslu. Til samanburðar nam hallinn 5,8 prósentum af landsframleiðslu á sama tímabili í fyrra. Tekjur hins opinbera eru taldar hafa aukist um 7,8 prósent á milli ára á fjórðungnum en heildarútgjöld lækkað um 0,9 prósent á sama tíma. Töluverð útgjöld vegna Grindavíkur voru á öðrum ársfjórðungi í frra sem skekkir samanburðinn.
Rekstur hins opinbera Náttúruhamfarir Efnahagsmál Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira