Plataði unnustuna í fyrsta tónlistarmyndbandið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 11:57 María Rut og Ingileif Skjáskot Laganeminn og fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir stígur í dag sín fyrstu skref í tónlistarbransanum með útgáfu nýs lags og myndbands. Lagið heitir At Last og er framleitt af Ásgeiri Orra Ásgeirssyni úr StopWaitGo. „Lagið fjallar um mína vegferð frá því að halda að ég væri tilfinningalaus yfir í að koma út út skápnum og átta mig á því að ég var bara alls ekki tilfinningalaus,“ segir Ingileif í samtali við Vísi. „Lagið varð til mjög óvart. Ég var í sturtu síðasta vor þegar ég fór að raula það og Maríu unnustu minni fannst melódían strax catchy og hvatti mig til að gera eitthvað meira við hana. Ég ákvað að gamni að semja texta og tók svo lagið upp á símann minn.“ Til að byrja með gerði Ingileif ekkert við lagið en eftir pressu frá Maríu Rut Kristinsdóttur, unnustu sinni, sendi hún lagið á Ásgeir Orra. „Hann tók vel í það og leist strax vel á og upp úr því hófst þetta allt saman.“Ástin allskonar Endanleg mynd var komin á lagið í desember að sögn Ingileifar en þá stakk hún af til Taílands ásamt unnustu sinni og beið með útgáfuna þangað til hún kom heim. Þá var komið að því að búa til tónlistarmyndband og segir Ingileif að hún hafi verið með ákveðna hugmynd um myndband sem myndi tóna við lagið. Hún hafi haft samband við Birtu Rán Björgvinsdóttur sem leikstýrði myndbandinu og Arnar Stein Einarsson sem tók myndbandið upp. „Ég sagði þeim mínar pælingar um að hafa lesbísk pör að horfast í augu, hlæja og kyssast - og við ákváðum að kýla á það. Ég auglýsti eftir pörum á Facebook grúppunni Hinseginspjallinu og fékk nokkur skilaboð eftir það og heyrði svo sjálf í nokkrum stelpum sem ég þekki og þær voru allar til í að vera með. Birta og Arnar gerðu þetta svo ótrúlega fallega og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Ingileif. „Ástin er allskonar og í mínu tilviki er hún svona og mig langaði að það myndi skína í gegn í myndbandinu. Svo plataði ég unnustu mína til að vera með í lokaskotinu svo það rammar þetta aldeilis inn.“ Útkomuna má sjá og heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið „Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ Lífið Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Lífið Í vandræðum í Bláa lóninu Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta og eltu veðrið Lífið Fæðing sonar Birgittu Lífar í LXS Lífið „Tilveran breyttist að eilífu til hins betra“ Lífið Aldís og Kolbeinn keyptu í Kópavogi Lífið Patrik í Flórída: „Það er í lagi með mig“ Lífið Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng Lífið Sjóðheitir og einhleypir inn í haustið Lífið Fleiri fréttir Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Frumsýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið „Þetta er sem betur fer ekki upp á líf og dauða“ Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard Enginn súr í sætu teiti í Ásmundarsal „Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Sjá meira
Laganeminn og fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir stígur í dag sín fyrstu skref í tónlistarbransanum með útgáfu nýs lags og myndbands. Lagið heitir At Last og er framleitt af Ásgeiri Orra Ásgeirssyni úr StopWaitGo. „Lagið fjallar um mína vegferð frá því að halda að ég væri tilfinningalaus yfir í að koma út út skápnum og átta mig á því að ég var bara alls ekki tilfinningalaus,“ segir Ingileif í samtali við Vísi. „Lagið varð til mjög óvart. Ég var í sturtu síðasta vor þegar ég fór að raula það og Maríu unnustu minni fannst melódían strax catchy og hvatti mig til að gera eitthvað meira við hana. Ég ákvað að gamni að semja texta og tók svo lagið upp á símann minn.“ Til að byrja með gerði Ingileif ekkert við lagið en eftir pressu frá Maríu Rut Kristinsdóttur, unnustu sinni, sendi hún lagið á Ásgeir Orra. „Hann tók vel í það og leist strax vel á og upp úr því hófst þetta allt saman.“Ástin allskonar Endanleg mynd var komin á lagið í desember að sögn Ingileifar en þá stakk hún af til Taílands ásamt unnustu sinni og beið með útgáfuna þangað til hún kom heim. Þá var komið að því að búa til tónlistarmyndband og segir Ingileif að hún hafi verið með ákveðna hugmynd um myndband sem myndi tóna við lagið. Hún hafi haft samband við Birtu Rán Björgvinsdóttur sem leikstýrði myndbandinu og Arnar Stein Einarsson sem tók myndbandið upp. „Ég sagði þeim mínar pælingar um að hafa lesbísk pör að horfast í augu, hlæja og kyssast - og við ákváðum að kýla á það. Ég auglýsti eftir pörum á Facebook grúppunni Hinseginspjallinu og fékk nokkur skilaboð eftir það og heyrði svo sjálf í nokkrum stelpum sem ég þekki og þær voru allar til í að vera með. Birta og Arnar gerðu þetta svo ótrúlega fallega og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Ingileif. „Ástin er allskonar og í mínu tilviki er hún svona og mig langaði að það myndi skína í gegn í myndbandinu. Svo plataði ég unnustu mína til að vera með í lokaskotinu svo það rammar þetta aldeilis inn.“ Útkomuna má sjá og heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið „Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ Lífið Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Lífið Í vandræðum í Bláa lóninu Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta og eltu veðrið Lífið Fæðing sonar Birgittu Lífar í LXS Lífið „Tilveran breyttist að eilífu til hins betra“ Lífið Aldís og Kolbeinn keyptu í Kópavogi Lífið Patrik í Flórída: „Það er í lagi með mig“ Lífið Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng Lífið Sjóðheitir og einhleypir inn í haustið Lífið Fleiri fréttir Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Frumsýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið „Þetta er sem betur fer ekki upp á líf og dauða“ Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard Enginn súr í sætu teiti í Ásmundarsal „Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Sjá meira