Aumingjarnir sem hættu í skóla? Davíð Snær Jónsson skrifar 17. febrúar 2018 14:12 Krefjandi, skemmtilegt og lærdómsríkt. Þessir þrír þættir eiga að einkenna skólagöngu framhaldsskólanema. Samkvæmt hvítbók menntamálaráðuneytisins frá 2014 útskrifast 44% nemenda ekki á tilsettum tíma eða flosna upp úr skóla. Samkvæmt Velferðarvaktinni er hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs á Íslandi hið hæsta sem þekkist á Norðurlöndunum og það fimmta hæsta meðal OECD-ríkja eða um 30%. Brotthvarf úr framhaldsskólum á Íslandi er um 19%, en í Danmörku 8%, Svíþjóð 7%, Finnlandi 9% og Noregi 11%. Meðaltal brotthvarfs í Evrópu er 11%. Það er því sorglegt að horfa upp á slíkan brotinn pott, þegar við Íslendingar toppum hverja OECD mælinguna á fætur á annarri. Miðað við þessar brottfallstölur má draga þá ályktun að sá stuðningur sem er til staðar í skólunum sé ekki nægilegur og þurfi að efla til muna. Ráðamenn hafa rætt um brottfall í áratugi en hvaða árangri hefur verið náð? Þeirri spurningu get ég ekki svarað og efast um að þú getir það kæri lesandi. Horfa þarf á hvað hefur farið úrskeiðis í grunnskólanum til að greina hvað er að gerast í framhaldsskólanum. Ég hef áður greint frá því að of margir nemendur flosna upp úr skóla vegna áhugaleysis á námi, en snúa aftur síðar lífsleiðinni, þá í nám sem fellur betur að áhugasviðinu, mögulega eitthvað sem þeir vissu ekki af á sínum tíma að væri í boði þegar grunnskóla lauk. Þessir nemendur eru hluti af þeim 44% nemenda sem ljúka ekki námi á tilsettum tíma. Afleiðing brottfalls geta verið afar mismunandi, allt frá neyslu vímuefna, til illa launaðra starfa og í sorglegustu tilfellunum sjálfsvíg. Stöðug sjálfsskoðun og ríkjandi staðalímyndir samfélagsins leiða til þess að ungmenni þurfa stöðugt að endurskoða sig og aðlaga sig að þeim staðalímyndum sem eru í samfélaginu. Framhaldsskólinn á ekki að vera auðveldur og það lærir enginn af því að fá hlutina upp í hendurnar. Við þurfum samt sem áður ekki að setja endalausar hraðahindranir í veg nemenda. Ég skora á Lilju D. Alfreðsdóttir og Ásmund Einar Daðason að hlusta á nemendur og hagsmunaaðila. Framhaldsskólanemar vilja sjá samráð í verki en ekki tali.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Sjá meira
Krefjandi, skemmtilegt og lærdómsríkt. Þessir þrír þættir eiga að einkenna skólagöngu framhaldsskólanema. Samkvæmt hvítbók menntamálaráðuneytisins frá 2014 útskrifast 44% nemenda ekki á tilsettum tíma eða flosna upp úr skóla. Samkvæmt Velferðarvaktinni er hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs á Íslandi hið hæsta sem þekkist á Norðurlöndunum og það fimmta hæsta meðal OECD-ríkja eða um 30%. Brotthvarf úr framhaldsskólum á Íslandi er um 19%, en í Danmörku 8%, Svíþjóð 7%, Finnlandi 9% og Noregi 11%. Meðaltal brotthvarfs í Evrópu er 11%. Það er því sorglegt að horfa upp á slíkan brotinn pott, þegar við Íslendingar toppum hverja OECD mælinguna á fætur á annarri. Miðað við þessar brottfallstölur má draga þá ályktun að sá stuðningur sem er til staðar í skólunum sé ekki nægilegur og þurfi að efla til muna. Ráðamenn hafa rætt um brottfall í áratugi en hvaða árangri hefur verið náð? Þeirri spurningu get ég ekki svarað og efast um að þú getir það kæri lesandi. Horfa þarf á hvað hefur farið úrskeiðis í grunnskólanum til að greina hvað er að gerast í framhaldsskólanum. Ég hef áður greint frá því að of margir nemendur flosna upp úr skóla vegna áhugaleysis á námi, en snúa aftur síðar lífsleiðinni, þá í nám sem fellur betur að áhugasviðinu, mögulega eitthvað sem þeir vissu ekki af á sínum tíma að væri í boði þegar grunnskóla lauk. Þessir nemendur eru hluti af þeim 44% nemenda sem ljúka ekki námi á tilsettum tíma. Afleiðing brottfalls geta verið afar mismunandi, allt frá neyslu vímuefna, til illa launaðra starfa og í sorglegustu tilfellunum sjálfsvíg. Stöðug sjálfsskoðun og ríkjandi staðalímyndir samfélagsins leiða til þess að ungmenni þurfa stöðugt að endurskoða sig og aðlaga sig að þeim staðalímyndum sem eru í samfélaginu. Framhaldsskólinn á ekki að vera auðveldur og það lærir enginn af því að fá hlutina upp í hendurnar. Við þurfum samt sem áður ekki að setja endalausar hraðahindranir í veg nemenda. Ég skora á Lilju D. Alfreðsdóttir og Ásmund Einar Daðason að hlusta á nemendur og hagsmunaaðila. Framhaldsskólanemar vilja sjá samráð í verki en ekki tali.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar