Látum ekki stjórnmálamenn segja okkur fyrir verkum Fanney H. Friðriksdóttir skrifar 20. febrúar 2018 08:00 Mikið hefði lífið í verkalýðsbaráttunni hjá Eflingu stéttarfélagi verið frábært og glæsilegt ef við hefðum í gegnum árin fengið að njóta starfskrafta þeirra sjö frambjóðenda sem bjóða nú fram lista sem leiddur er af áttunda frambjóðandanum, „róttæka aðgerðarsinnanum“ Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Hún býður sig fram sem formann Eflingar undir dyggri stjórn Gunnars Smára Egilssonar formanns Sósíalistaflokksins sem auglýsti sérstaklega eftir Eflingarfélögum til að steypa núverandi stjórn Eflingar. Spurning er hvort tilgangurinn sé brennandi áhugi á kjarabaráttu launafólks eða að stjórnmálaflokkur sem engan hljómgrunn hefur fengið í kosningum eða könnunum, ætli nú með þaulskipulögðum hætti að leggja undir sig verkalýðsfélög og samtök launafólks og vinna sig síðan áfram upp stigann. Verkalýðsbaráttan sé ekki aðalatriðið heldur valda- og stjórnmálabarátta. Allt er þetta gert með dyggum stuðningi tveggja verkalýðsleiðtoga sem blanda sér nú með beinum hætti inn í félagsmál Eflingar. Ef til vill hugsa þeir ekki málið til enda þannig að ef félög almennt hafi afskipti af innri málum hvers annars, þá geti svo farið að kosningar til stjórna í verkalýðshreyfingunni endi í glundroða. Eflaust hafa þeir heldur ekki hugsað afleiðingar þess sem þessi hópur formanna VR, VLFA og formannsefni Eflingar hafa vélað um undanfarið, að brjóta niður hreyfingu launafólks innan ASÍ. Hvar getur það endað nema með því að verkalýðshreyfingin veikist? Er það tilgangurinn með þessu brambolti? Tæplega! Eðlilegt er að spurt sé. Hvar hefur þetta fólk verið? Af hverju hefur það aldrei sést á fundum í Eflingu? Af hverju hefur þetta fólk ekki verið sýnilegra í félaginu sem þau hyggjast yfirtaka? Af hverju hafa þessir félagsmenn ekki komið til félagsins og boðið fram starfskrafta sína til góðra verka og til að vinna sjónarmiðum sínum fylgi? Er einhver þeirra trúnaðarmaður á vinnustað sínum?Bara „ófaglærður starfsmaður“ Sólveigu Önnu er tamt að nota orðið „ófaglærður starfsmaður“ um starf sitt í leikskólanum. Við hjá Eflingu höfum barist af krafti fyrir því að útrýma þessu hugtaki. Hugtakið er niðurlægjandi og til skammar því í reynd er enginn starfsmaður „ófaglærður“ á sínum vinnustað. Starfsmenn á leikskólum hafa margir farið í ýmiss konar nám og námskeið sem tengjast leikskólanum. Það er niðrandi fyrir fólk með alla þessa reynslu og þekkingu að nota þetta hugtak um stöðu þess. En líklega þekkir hún ekki umræðuna í okkar röðum síðasta áratuginn þegar við höfum reynt að útrýma þessu orði. Hún þekkir ekki til umræðunnar af því hún hefur ekkert verið á fundum eða viðburðum í félaginu. Við á A-lista stjórnar og trúnaðarráðs erum verkafólk af gólfinu úti í vinnuumhverfinu eins og hverjir aðrir félagsmenn með áhuga á verkalýðsmálum. Við komum m.a. úr leikskóla, grunnskóla, Eimskipum, Samskipum, Ölgerðinni, öldrunarþjónustu Reykjavíkur, Össuri, Grand Hóteli, Skinney Þinganes í Þorlákshöfn, Eldisstöðinni Ísþóri og Orkuveitunni. Við erum flest öll trúnaðarmenn okkar vinnustaða og ég er einnig aðaltrúnaðarmaður Reykjavíkurborgar. Ég hef í starfi aðaltrúnaðarmanns hjá borginni aðstoðað fjöldann allan af félagsmönnum Eflingar í málum sem upp hafa komið á vinnustöðum þeirra. Má þar nefna kjaramál, áminningarmál, eineltismál svo nokkuð sé nefnt. Öflugt starf hefur verið unnið í fræðslumálum sem félagsmenn hafa mikið nýtt sér og mikið um námskeið fyrir erlenda hópinn. Efling hefur m.a. hrint af stað miklu og öflugu námi á ýmsum sviðum. Má þar nefna félagsliðanámið: félagliðinn fyrir erlenda starfsmenn, leikskólaliðinn og skólaliðinn o.fl. Allt er þetta nám félagsmönnum að kostnaðarlausu. Það hefur verið stöðug en samt hófleg endurnýjun í stjórn Eflingar á síðustu árum. Það er alltaf gott að fá nýtt fólk og nýjar skoðanir. Það hefur verið skipt um helming stjórnarmanna síðan 2014. En reynslan hefur kennt mér að það tekur tíma að læra inn á flókið umhverfi vinnumarkaðar og ekki gott ef endurnýjun er of hröð og þekking þeirra sem út fara glatast. En mikilvægast af öllu er að við látum ekki stjórnmálamenn segja okkur fyrir verkum. Sama á við um verkalýðsleiðtoga annarra stéttarfélaga. Ingvar Vigur Halldórsson býður sig ekki fram undir merkjum stjórnmálaflokks heldur sem glæsilegur ungur leiðtogi sem hefur tekið þátt í verkalýðsbaráttu frá því hann var 16 ára gamall. Það er mikið fagnaðarefni þegar við fáum í forystu svo öflugan einstakling sem brennur fyrir málefnum verkafólks. Ég vil nota tækifærið og hvetja alla félagsmenn Eflingar til að styðja það góða starf sem Efling hefur unnið á liðnum árum og aflað sér trausts og virðingar í samfélaginu. Þess vegna styðja félagsmenn A lista stjórnar og trúnaðarráðs.Höfundur hefur setið í stjórn félagsins um árabil og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Eflingu. Hún er aðaltrúnaðarmaður Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefði lífið í verkalýðsbaráttunni hjá Eflingu stéttarfélagi verið frábært og glæsilegt ef við hefðum í gegnum árin fengið að njóta starfskrafta þeirra sjö frambjóðenda sem bjóða nú fram lista sem leiddur er af áttunda frambjóðandanum, „róttæka aðgerðarsinnanum“ Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Hún býður sig fram sem formann Eflingar undir dyggri stjórn Gunnars Smára Egilssonar formanns Sósíalistaflokksins sem auglýsti sérstaklega eftir Eflingarfélögum til að steypa núverandi stjórn Eflingar. Spurning er hvort tilgangurinn sé brennandi áhugi á kjarabaráttu launafólks eða að stjórnmálaflokkur sem engan hljómgrunn hefur fengið í kosningum eða könnunum, ætli nú með þaulskipulögðum hætti að leggja undir sig verkalýðsfélög og samtök launafólks og vinna sig síðan áfram upp stigann. Verkalýðsbaráttan sé ekki aðalatriðið heldur valda- og stjórnmálabarátta. Allt er þetta gert með dyggum stuðningi tveggja verkalýðsleiðtoga sem blanda sér nú með beinum hætti inn í félagsmál Eflingar. Ef til vill hugsa þeir ekki málið til enda þannig að ef félög almennt hafi afskipti af innri málum hvers annars, þá geti svo farið að kosningar til stjórna í verkalýðshreyfingunni endi í glundroða. Eflaust hafa þeir heldur ekki hugsað afleiðingar þess sem þessi hópur formanna VR, VLFA og formannsefni Eflingar hafa vélað um undanfarið, að brjóta niður hreyfingu launafólks innan ASÍ. Hvar getur það endað nema með því að verkalýðshreyfingin veikist? Er það tilgangurinn með þessu brambolti? Tæplega! Eðlilegt er að spurt sé. Hvar hefur þetta fólk verið? Af hverju hefur það aldrei sést á fundum í Eflingu? Af hverju hefur þetta fólk ekki verið sýnilegra í félaginu sem þau hyggjast yfirtaka? Af hverju hafa þessir félagsmenn ekki komið til félagsins og boðið fram starfskrafta sína til góðra verka og til að vinna sjónarmiðum sínum fylgi? Er einhver þeirra trúnaðarmaður á vinnustað sínum?Bara „ófaglærður starfsmaður“ Sólveigu Önnu er tamt að nota orðið „ófaglærður starfsmaður“ um starf sitt í leikskólanum. Við hjá Eflingu höfum barist af krafti fyrir því að útrýma þessu hugtaki. Hugtakið er niðurlægjandi og til skammar því í reynd er enginn starfsmaður „ófaglærður“ á sínum vinnustað. Starfsmenn á leikskólum hafa margir farið í ýmiss konar nám og námskeið sem tengjast leikskólanum. Það er niðrandi fyrir fólk með alla þessa reynslu og þekkingu að nota þetta hugtak um stöðu þess. En líklega þekkir hún ekki umræðuna í okkar röðum síðasta áratuginn þegar við höfum reynt að útrýma þessu orði. Hún þekkir ekki til umræðunnar af því hún hefur ekkert verið á fundum eða viðburðum í félaginu. Við á A-lista stjórnar og trúnaðarráðs erum verkafólk af gólfinu úti í vinnuumhverfinu eins og hverjir aðrir félagsmenn með áhuga á verkalýðsmálum. Við komum m.a. úr leikskóla, grunnskóla, Eimskipum, Samskipum, Ölgerðinni, öldrunarþjónustu Reykjavíkur, Össuri, Grand Hóteli, Skinney Þinganes í Þorlákshöfn, Eldisstöðinni Ísþóri og Orkuveitunni. Við erum flest öll trúnaðarmenn okkar vinnustaða og ég er einnig aðaltrúnaðarmaður Reykjavíkurborgar. Ég hef í starfi aðaltrúnaðarmanns hjá borginni aðstoðað fjöldann allan af félagsmönnum Eflingar í málum sem upp hafa komið á vinnustöðum þeirra. Má þar nefna kjaramál, áminningarmál, eineltismál svo nokkuð sé nefnt. Öflugt starf hefur verið unnið í fræðslumálum sem félagsmenn hafa mikið nýtt sér og mikið um námskeið fyrir erlenda hópinn. Efling hefur m.a. hrint af stað miklu og öflugu námi á ýmsum sviðum. Má þar nefna félagsliðanámið: félagliðinn fyrir erlenda starfsmenn, leikskólaliðinn og skólaliðinn o.fl. Allt er þetta nám félagsmönnum að kostnaðarlausu. Það hefur verið stöðug en samt hófleg endurnýjun í stjórn Eflingar á síðustu árum. Það er alltaf gott að fá nýtt fólk og nýjar skoðanir. Það hefur verið skipt um helming stjórnarmanna síðan 2014. En reynslan hefur kennt mér að það tekur tíma að læra inn á flókið umhverfi vinnumarkaðar og ekki gott ef endurnýjun er of hröð og þekking þeirra sem út fara glatast. En mikilvægast af öllu er að við látum ekki stjórnmálamenn segja okkur fyrir verkum. Sama á við um verkalýðsleiðtoga annarra stéttarfélaga. Ingvar Vigur Halldórsson býður sig ekki fram undir merkjum stjórnmálaflokks heldur sem glæsilegur ungur leiðtogi sem hefur tekið þátt í verkalýðsbaráttu frá því hann var 16 ára gamall. Það er mikið fagnaðarefni þegar við fáum í forystu svo öflugan einstakling sem brennur fyrir málefnum verkafólks. Ég vil nota tækifærið og hvetja alla félagsmenn Eflingar til að styðja það góða starf sem Efling hefur unnið á liðnum árum og aflað sér trausts og virðingar í samfélaginu. Þess vegna styðja félagsmenn A lista stjórnar og trúnaðarráðs.Höfundur hefur setið í stjórn félagsins um árabil og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Eflingu. Hún er aðaltrúnaðarmaður Eflingar hjá Reykjavíkurborg.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun