Látum ekki stjórnmálamenn segja okkur fyrir verkum Fanney H. Friðriksdóttir skrifar 20. febrúar 2018 08:00 Mikið hefði lífið í verkalýðsbaráttunni hjá Eflingu stéttarfélagi verið frábært og glæsilegt ef við hefðum í gegnum árin fengið að njóta starfskrafta þeirra sjö frambjóðenda sem bjóða nú fram lista sem leiddur er af áttunda frambjóðandanum, „róttæka aðgerðarsinnanum“ Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Hún býður sig fram sem formann Eflingar undir dyggri stjórn Gunnars Smára Egilssonar formanns Sósíalistaflokksins sem auglýsti sérstaklega eftir Eflingarfélögum til að steypa núverandi stjórn Eflingar. Spurning er hvort tilgangurinn sé brennandi áhugi á kjarabaráttu launafólks eða að stjórnmálaflokkur sem engan hljómgrunn hefur fengið í kosningum eða könnunum, ætli nú með þaulskipulögðum hætti að leggja undir sig verkalýðsfélög og samtök launafólks og vinna sig síðan áfram upp stigann. Verkalýðsbaráttan sé ekki aðalatriðið heldur valda- og stjórnmálabarátta. Allt er þetta gert með dyggum stuðningi tveggja verkalýðsleiðtoga sem blanda sér nú með beinum hætti inn í félagsmál Eflingar. Ef til vill hugsa þeir ekki málið til enda þannig að ef félög almennt hafi afskipti af innri málum hvers annars, þá geti svo farið að kosningar til stjórna í verkalýðshreyfingunni endi í glundroða. Eflaust hafa þeir heldur ekki hugsað afleiðingar þess sem þessi hópur formanna VR, VLFA og formannsefni Eflingar hafa vélað um undanfarið, að brjóta niður hreyfingu launafólks innan ASÍ. Hvar getur það endað nema með því að verkalýðshreyfingin veikist? Er það tilgangurinn með þessu brambolti? Tæplega! Eðlilegt er að spurt sé. Hvar hefur þetta fólk verið? Af hverju hefur það aldrei sést á fundum í Eflingu? Af hverju hefur þetta fólk ekki verið sýnilegra í félaginu sem þau hyggjast yfirtaka? Af hverju hafa þessir félagsmenn ekki komið til félagsins og boðið fram starfskrafta sína til góðra verka og til að vinna sjónarmiðum sínum fylgi? Er einhver þeirra trúnaðarmaður á vinnustað sínum?Bara „ófaglærður starfsmaður“ Sólveigu Önnu er tamt að nota orðið „ófaglærður starfsmaður“ um starf sitt í leikskólanum. Við hjá Eflingu höfum barist af krafti fyrir því að útrýma þessu hugtaki. Hugtakið er niðurlægjandi og til skammar því í reynd er enginn starfsmaður „ófaglærður“ á sínum vinnustað. Starfsmenn á leikskólum hafa margir farið í ýmiss konar nám og námskeið sem tengjast leikskólanum. Það er niðrandi fyrir fólk með alla þessa reynslu og þekkingu að nota þetta hugtak um stöðu þess. En líklega þekkir hún ekki umræðuna í okkar röðum síðasta áratuginn þegar við höfum reynt að útrýma þessu orði. Hún þekkir ekki til umræðunnar af því hún hefur ekkert verið á fundum eða viðburðum í félaginu. Við á A-lista stjórnar og trúnaðarráðs erum verkafólk af gólfinu úti í vinnuumhverfinu eins og hverjir aðrir félagsmenn með áhuga á verkalýðsmálum. Við komum m.a. úr leikskóla, grunnskóla, Eimskipum, Samskipum, Ölgerðinni, öldrunarþjónustu Reykjavíkur, Össuri, Grand Hóteli, Skinney Þinganes í Þorlákshöfn, Eldisstöðinni Ísþóri og Orkuveitunni. Við erum flest öll trúnaðarmenn okkar vinnustaða og ég er einnig aðaltrúnaðarmaður Reykjavíkurborgar. Ég hef í starfi aðaltrúnaðarmanns hjá borginni aðstoðað fjöldann allan af félagsmönnum Eflingar í málum sem upp hafa komið á vinnustöðum þeirra. Má þar nefna kjaramál, áminningarmál, eineltismál svo nokkuð sé nefnt. Öflugt starf hefur verið unnið í fræðslumálum sem félagsmenn hafa mikið nýtt sér og mikið um námskeið fyrir erlenda hópinn. Efling hefur m.a. hrint af stað miklu og öflugu námi á ýmsum sviðum. Má þar nefna félagsliðanámið: félagliðinn fyrir erlenda starfsmenn, leikskólaliðinn og skólaliðinn o.fl. Allt er þetta nám félagsmönnum að kostnaðarlausu. Það hefur verið stöðug en samt hófleg endurnýjun í stjórn Eflingar á síðustu árum. Það er alltaf gott að fá nýtt fólk og nýjar skoðanir. Það hefur verið skipt um helming stjórnarmanna síðan 2014. En reynslan hefur kennt mér að það tekur tíma að læra inn á flókið umhverfi vinnumarkaðar og ekki gott ef endurnýjun er of hröð og þekking þeirra sem út fara glatast. En mikilvægast af öllu er að við látum ekki stjórnmálamenn segja okkur fyrir verkum. Sama á við um verkalýðsleiðtoga annarra stéttarfélaga. Ingvar Vigur Halldórsson býður sig ekki fram undir merkjum stjórnmálaflokks heldur sem glæsilegur ungur leiðtogi sem hefur tekið þátt í verkalýðsbaráttu frá því hann var 16 ára gamall. Það er mikið fagnaðarefni þegar við fáum í forystu svo öflugan einstakling sem brennur fyrir málefnum verkafólks. Ég vil nota tækifærið og hvetja alla félagsmenn Eflingar til að styðja það góða starf sem Efling hefur unnið á liðnum árum og aflað sér trausts og virðingar í samfélaginu. Þess vegna styðja félagsmenn A lista stjórnar og trúnaðarráðs.Höfundur hefur setið í stjórn félagsins um árabil og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Eflingu. Hún er aðaltrúnaðarmaður Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefði lífið í verkalýðsbaráttunni hjá Eflingu stéttarfélagi verið frábært og glæsilegt ef við hefðum í gegnum árin fengið að njóta starfskrafta þeirra sjö frambjóðenda sem bjóða nú fram lista sem leiddur er af áttunda frambjóðandanum, „róttæka aðgerðarsinnanum“ Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Hún býður sig fram sem formann Eflingar undir dyggri stjórn Gunnars Smára Egilssonar formanns Sósíalistaflokksins sem auglýsti sérstaklega eftir Eflingarfélögum til að steypa núverandi stjórn Eflingar. Spurning er hvort tilgangurinn sé brennandi áhugi á kjarabaráttu launafólks eða að stjórnmálaflokkur sem engan hljómgrunn hefur fengið í kosningum eða könnunum, ætli nú með þaulskipulögðum hætti að leggja undir sig verkalýðsfélög og samtök launafólks og vinna sig síðan áfram upp stigann. Verkalýðsbaráttan sé ekki aðalatriðið heldur valda- og stjórnmálabarátta. Allt er þetta gert með dyggum stuðningi tveggja verkalýðsleiðtoga sem blanda sér nú með beinum hætti inn í félagsmál Eflingar. Ef til vill hugsa þeir ekki málið til enda þannig að ef félög almennt hafi afskipti af innri málum hvers annars, þá geti svo farið að kosningar til stjórna í verkalýðshreyfingunni endi í glundroða. Eflaust hafa þeir heldur ekki hugsað afleiðingar þess sem þessi hópur formanna VR, VLFA og formannsefni Eflingar hafa vélað um undanfarið, að brjóta niður hreyfingu launafólks innan ASÍ. Hvar getur það endað nema með því að verkalýðshreyfingin veikist? Er það tilgangurinn með þessu brambolti? Tæplega! Eðlilegt er að spurt sé. Hvar hefur þetta fólk verið? Af hverju hefur það aldrei sést á fundum í Eflingu? Af hverju hefur þetta fólk ekki verið sýnilegra í félaginu sem þau hyggjast yfirtaka? Af hverju hafa þessir félagsmenn ekki komið til félagsins og boðið fram starfskrafta sína til góðra verka og til að vinna sjónarmiðum sínum fylgi? Er einhver þeirra trúnaðarmaður á vinnustað sínum?Bara „ófaglærður starfsmaður“ Sólveigu Önnu er tamt að nota orðið „ófaglærður starfsmaður“ um starf sitt í leikskólanum. Við hjá Eflingu höfum barist af krafti fyrir því að útrýma þessu hugtaki. Hugtakið er niðurlægjandi og til skammar því í reynd er enginn starfsmaður „ófaglærður“ á sínum vinnustað. Starfsmenn á leikskólum hafa margir farið í ýmiss konar nám og námskeið sem tengjast leikskólanum. Það er niðrandi fyrir fólk með alla þessa reynslu og þekkingu að nota þetta hugtak um stöðu þess. En líklega þekkir hún ekki umræðuna í okkar röðum síðasta áratuginn þegar við höfum reynt að útrýma þessu orði. Hún þekkir ekki til umræðunnar af því hún hefur ekkert verið á fundum eða viðburðum í félaginu. Við á A-lista stjórnar og trúnaðarráðs erum verkafólk af gólfinu úti í vinnuumhverfinu eins og hverjir aðrir félagsmenn með áhuga á verkalýðsmálum. Við komum m.a. úr leikskóla, grunnskóla, Eimskipum, Samskipum, Ölgerðinni, öldrunarþjónustu Reykjavíkur, Össuri, Grand Hóteli, Skinney Þinganes í Þorlákshöfn, Eldisstöðinni Ísþóri og Orkuveitunni. Við erum flest öll trúnaðarmenn okkar vinnustaða og ég er einnig aðaltrúnaðarmaður Reykjavíkurborgar. Ég hef í starfi aðaltrúnaðarmanns hjá borginni aðstoðað fjöldann allan af félagsmönnum Eflingar í málum sem upp hafa komið á vinnustöðum þeirra. Má þar nefna kjaramál, áminningarmál, eineltismál svo nokkuð sé nefnt. Öflugt starf hefur verið unnið í fræðslumálum sem félagsmenn hafa mikið nýtt sér og mikið um námskeið fyrir erlenda hópinn. Efling hefur m.a. hrint af stað miklu og öflugu námi á ýmsum sviðum. Má þar nefna félagsliðanámið: félagliðinn fyrir erlenda starfsmenn, leikskólaliðinn og skólaliðinn o.fl. Allt er þetta nám félagsmönnum að kostnaðarlausu. Það hefur verið stöðug en samt hófleg endurnýjun í stjórn Eflingar á síðustu árum. Það er alltaf gott að fá nýtt fólk og nýjar skoðanir. Það hefur verið skipt um helming stjórnarmanna síðan 2014. En reynslan hefur kennt mér að það tekur tíma að læra inn á flókið umhverfi vinnumarkaðar og ekki gott ef endurnýjun er of hröð og þekking þeirra sem út fara glatast. En mikilvægast af öllu er að við látum ekki stjórnmálamenn segja okkur fyrir verkum. Sama á við um verkalýðsleiðtoga annarra stéttarfélaga. Ingvar Vigur Halldórsson býður sig ekki fram undir merkjum stjórnmálaflokks heldur sem glæsilegur ungur leiðtogi sem hefur tekið þátt í verkalýðsbaráttu frá því hann var 16 ára gamall. Það er mikið fagnaðarefni þegar við fáum í forystu svo öflugan einstakling sem brennur fyrir málefnum verkafólks. Ég vil nota tækifærið og hvetja alla félagsmenn Eflingar til að styðja það góða starf sem Efling hefur unnið á liðnum árum og aflað sér trausts og virðingar í samfélaginu. Þess vegna styðja félagsmenn A lista stjórnar og trúnaðarráðs.Höfundur hefur setið í stjórn félagsins um árabil og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Eflingu. Hún er aðaltrúnaðarmaður Eflingar hjá Reykjavíkurborg.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun