Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra? Davíð Snær Jónsson skrifar 2. febrúar 2018 09:03 Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. Á sambandsstjórnarfundi Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem haldinn var í Menntaskólanum við Hamrahlíð 11.–12. nóvember 2017 var eftirfarandi ályktun um þriggja ára kerfið samþykkt af fulltrúum framhaldsskólanema. „Innan skólakerfisins sé almennur skortur á þekkingu og reynslu á þriggja ára kerfinu. Nemendur leggja til að komið verði á samráðsvettvangi þar sem reynslumeira starfsfólk miðlar þekkingu sinni til starfsmanna þeirra skóla sem nýverið hafa tekið upp þriggja ára kerfið. Kennarar sem óvanir eru þriggja ára kerfinu eru oftar en ekki óskipulagðir og óöryggir og enn að laga sig að auknu símati. Skortur sé á kynningu hæfniþrepa innan skólanna og hæfniþrepaskipting óskýr. Ákveðnir grunnáfangar sem teljast undanfarar framhaldsáfanga hafa verið teknir út sem leiðir að því að nemendur eru skildir eftir með lélegri grunn til áframhaldandi náms. Með fjölgun áfanga á hverri önn, fjölgun símatsáfanga og skorti á samræmingu milli faga hvað varðar verkefnaskil, hefur álag á nemendur aukist meira en æskilegt er og ná þeir ekki að sinna náminu sem skyldi. Auk þess hefur álagið þær afleiðingar að nemendur geta ekki sinnt sínum persónulegum skyldum utan skóla sem aftur getur skapað félagslega einangrun. Endurskoða þarf námsmat til þess að jafnvægi sé á milli símats, prófa, og námsefnisins í heild sinni með tilliti til þess að nám hafi verið stytt um eitt ár. Skortur á fjármagni til háskólanna mun leiða til þess að þeir verði ekki færir um að innrita þann fjölda nemenda sem útskrifast vorið 2018 en þá munu margir framhaldsskólar brautskrá tvo árganga. Sem dæmi má nefna þær námsgreinar innan háskólanna sem innrita takmarkaðan fjölda nemenda en í þeim greinum hefur plássum ekki verið fjölgað samhliða breytingum á menntakerfinu. Draga má líkur að því að fjöldi útskrifaða framhaldsskólanema muni ekki geta sótt sér þá framhaldsmenntun sem hugur þeirra stendur til. Bein afleiðing þess verður dræm starfsvinda í íslensku samfélagi.“ Af þessu má sjá að nauðsynlegt er að skipa starfshóp meðal fagfólks og hagsmunaaðila þar sem kerfið í heild sinni verður skoðað og fært til betra horfs. Látum ekki hugmyndir þeirra sem ekki hafa beinna hagsmuna að gæta verða að ákvarðanatöku, heldur þeirra sem þurfa að eiga við afleiðingar breytinganna. Nemendur krefjast þess að kostir og gallar þriggja ára kerfisins verði greindir með hagsmuni nemenda í huga. Boltinn er hjá þér Lilja D. Alfreðsdóttir.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. Á sambandsstjórnarfundi Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem haldinn var í Menntaskólanum við Hamrahlíð 11.–12. nóvember 2017 var eftirfarandi ályktun um þriggja ára kerfið samþykkt af fulltrúum framhaldsskólanema. „Innan skólakerfisins sé almennur skortur á þekkingu og reynslu á þriggja ára kerfinu. Nemendur leggja til að komið verði á samráðsvettvangi þar sem reynslumeira starfsfólk miðlar þekkingu sinni til starfsmanna þeirra skóla sem nýverið hafa tekið upp þriggja ára kerfið. Kennarar sem óvanir eru þriggja ára kerfinu eru oftar en ekki óskipulagðir og óöryggir og enn að laga sig að auknu símati. Skortur sé á kynningu hæfniþrepa innan skólanna og hæfniþrepaskipting óskýr. Ákveðnir grunnáfangar sem teljast undanfarar framhaldsáfanga hafa verið teknir út sem leiðir að því að nemendur eru skildir eftir með lélegri grunn til áframhaldandi náms. Með fjölgun áfanga á hverri önn, fjölgun símatsáfanga og skorti á samræmingu milli faga hvað varðar verkefnaskil, hefur álag á nemendur aukist meira en æskilegt er og ná þeir ekki að sinna náminu sem skyldi. Auk þess hefur álagið þær afleiðingar að nemendur geta ekki sinnt sínum persónulegum skyldum utan skóla sem aftur getur skapað félagslega einangrun. Endurskoða þarf námsmat til þess að jafnvægi sé á milli símats, prófa, og námsefnisins í heild sinni með tilliti til þess að nám hafi verið stytt um eitt ár. Skortur á fjármagni til háskólanna mun leiða til þess að þeir verði ekki færir um að innrita þann fjölda nemenda sem útskrifast vorið 2018 en þá munu margir framhaldsskólar brautskrá tvo árganga. Sem dæmi má nefna þær námsgreinar innan háskólanna sem innrita takmarkaðan fjölda nemenda en í þeim greinum hefur plássum ekki verið fjölgað samhliða breytingum á menntakerfinu. Draga má líkur að því að fjöldi útskrifaða framhaldsskólanema muni ekki geta sótt sér þá framhaldsmenntun sem hugur þeirra stendur til. Bein afleiðing þess verður dræm starfsvinda í íslensku samfélagi.“ Af þessu má sjá að nauðsynlegt er að skipa starfshóp meðal fagfólks og hagsmunaaðila þar sem kerfið í heild sinni verður skoðað og fært til betra horfs. Látum ekki hugmyndir þeirra sem ekki hafa beinna hagsmuna að gæta verða að ákvarðanatöku, heldur þeirra sem þurfa að eiga við afleiðingar breytinganna. Nemendur krefjast þess að kostir og gallar þriggja ára kerfisins verði greindir með hagsmuni nemenda í huga. Boltinn er hjá þér Lilja D. Alfreðsdóttir.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun