Ragnar Þór Ingólfsson á heimavelli Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 2. febrúar 2018 09:58 Fyrir rúmu ári vann Ragnar Þór Ingólfsson öruggan sigur í formannskjöri hjá VR, hlaut 3.480 atkvæði. Sá glæsilegi kosningasigur hefur stigið honum illilega til höfuðs. Áður en að þeim sigri kom hafði Ragnar leitað fyrir sér í ýmsum hagsmunasamtökum og pólitískum samtökum. Hann reyndi meðal annars að komast á Alþingi af framboðslista hjá stjórnmálasamtökunum Dögun en hafði ekki árangur sem erfiði. Og áður hafði hann tvisvar sinnum boðið fram krafta sína til forystu á þingi ASÍ en þurfti að játa sig sigraðan. Þetta ár sem Ragnar hefur gegnt formennsku í VR hefur því miður í alltof miklum mæli einkennst af sérkennilegri þráhyggju hans gagnvart ASÍ. Það er einsog ekkert verulegt annað geti í rauninni komist að. Eitt af því sem sætir furðu í framgöngu formanns VR, stærsta stéttarfélags landsins, með um 36.000 félagsmenn, er að honum þykir það eiginlega ískyggilegt hversu útbreidd stéttarfélagsaðild er hér á landi. Og hann sér eftir þeim peningum sem fara í réttinda- og samtryggingarsjóði launafólks. Hann segir í ræðu: „Við erum með yfir 90% stéttarfélagsaðild á Íslandi, meira en nokkurs staðar hlutfallslega í heiminum … Og hvernig stendur á því að þetta er svona? Jú, þetta er orðið svo risastórt batterí, þetta er orðið hálfgert skrímsli sem við erum með í höndunum, sem heitir Verkalýðshreyfingin. Og afhverju kalla ég þetta skrímsli? Þetta er orðið peningalegt stórveldi. Hvatinn fyrir verkalýðshreyfinguna er alltaf að stækka sig inn á við, hún er komin og hefur verið í ansi mörg ár í samkeppni við ríki og sveitarfélög um alltaf hærra og hærra hlutfall af launaveltu almennings. Með því að byggja upp sjóðakerfin, eins og lífeyrissjóðskerfi sem er langstærst, við erum með nýjasta sjóðinn, er endurhæfingarsjóður sem að bjó síðan til apparat sem heitir Virk starfsendurhæfing.“ Ragnar hefur þann leiða sið að saka forystufólk í launþegahreyfingunni sí og æ um svik og segir það vinna gegn hagsmunum félagsmanna. Það mætti halda af orðum hans að ASÍ eitt og sér ákvarði kjör launafólks. Atvinnurekendur eða stjórnvöld nefnir hann sjaldnar á nafn. Undir þessari sérkennilegu orðræðu formannsins hafa aðildarfélög ASÍ og stjórn VR setið furðu róleg og þögul. Að vísu getur verið að margir veigri sér við að andmæla Ragnari vegna þess hversu illa hann þolir andstæð sjónarmið og er ófyrirleitinn. Nýverið sagði hann til dæmis í ræðu um félaga sína í stjórn VR: „Nú er stjórnarkjör í VR í mars, þar þyrfti nú heldur betur að sópa til. Þannig að ég skora á ykkur.“ Í formannstíð sinni hefur Ragnar nokkrum sinnum notað Sósíalistaflokkinn sem vettvang sinn, sem er kannski eðlilegt um mann sem er lítið gefinn fyrir almenna samstöðu launafólks. Í nýlegri ræðu hjá þeim flokki, sem áður hefur verið vitnað til hér að framan, kom skýrt fram hvar formaður VR telur sig helst eiga heima: „Góðan daginn, takk fyrir að bjóða mér á Sósíalistaþingið og hérna ég verð nú bara segja það strax að mér líður vel að koma í þennan félagsskap, hann á ákaflega vel við það sem ég stend fyrir þannig að maður er svona á heimavelli. Það er alltaf gott og betra að vera á heimavelli en á útivelli einsog á ársfundum lífeyrissjóða og svoleiðis, ASÍ-þingi.“Höfundur situr í stjórn VR og er 2. varaforseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári vann Ragnar Þór Ingólfsson öruggan sigur í formannskjöri hjá VR, hlaut 3.480 atkvæði. Sá glæsilegi kosningasigur hefur stigið honum illilega til höfuðs. Áður en að þeim sigri kom hafði Ragnar leitað fyrir sér í ýmsum hagsmunasamtökum og pólitískum samtökum. Hann reyndi meðal annars að komast á Alþingi af framboðslista hjá stjórnmálasamtökunum Dögun en hafði ekki árangur sem erfiði. Og áður hafði hann tvisvar sinnum boðið fram krafta sína til forystu á þingi ASÍ en þurfti að játa sig sigraðan. Þetta ár sem Ragnar hefur gegnt formennsku í VR hefur því miður í alltof miklum mæli einkennst af sérkennilegri þráhyggju hans gagnvart ASÍ. Það er einsog ekkert verulegt annað geti í rauninni komist að. Eitt af því sem sætir furðu í framgöngu formanns VR, stærsta stéttarfélags landsins, með um 36.000 félagsmenn, er að honum þykir það eiginlega ískyggilegt hversu útbreidd stéttarfélagsaðild er hér á landi. Og hann sér eftir þeim peningum sem fara í réttinda- og samtryggingarsjóði launafólks. Hann segir í ræðu: „Við erum með yfir 90% stéttarfélagsaðild á Íslandi, meira en nokkurs staðar hlutfallslega í heiminum … Og hvernig stendur á því að þetta er svona? Jú, þetta er orðið svo risastórt batterí, þetta er orðið hálfgert skrímsli sem við erum með í höndunum, sem heitir Verkalýðshreyfingin. Og afhverju kalla ég þetta skrímsli? Þetta er orðið peningalegt stórveldi. Hvatinn fyrir verkalýðshreyfinguna er alltaf að stækka sig inn á við, hún er komin og hefur verið í ansi mörg ár í samkeppni við ríki og sveitarfélög um alltaf hærra og hærra hlutfall af launaveltu almennings. Með því að byggja upp sjóðakerfin, eins og lífeyrissjóðskerfi sem er langstærst, við erum með nýjasta sjóðinn, er endurhæfingarsjóður sem að bjó síðan til apparat sem heitir Virk starfsendurhæfing.“ Ragnar hefur þann leiða sið að saka forystufólk í launþegahreyfingunni sí og æ um svik og segir það vinna gegn hagsmunum félagsmanna. Það mætti halda af orðum hans að ASÍ eitt og sér ákvarði kjör launafólks. Atvinnurekendur eða stjórnvöld nefnir hann sjaldnar á nafn. Undir þessari sérkennilegu orðræðu formannsins hafa aðildarfélög ASÍ og stjórn VR setið furðu róleg og þögul. Að vísu getur verið að margir veigri sér við að andmæla Ragnari vegna þess hversu illa hann þolir andstæð sjónarmið og er ófyrirleitinn. Nýverið sagði hann til dæmis í ræðu um félaga sína í stjórn VR: „Nú er stjórnarkjör í VR í mars, þar þyrfti nú heldur betur að sópa til. Þannig að ég skora á ykkur.“ Í formannstíð sinni hefur Ragnar nokkrum sinnum notað Sósíalistaflokkinn sem vettvang sinn, sem er kannski eðlilegt um mann sem er lítið gefinn fyrir almenna samstöðu launafólks. Í nýlegri ræðu hjá þeim flokki, sem áður hefur verið vitnað til hér að framan, kom skýrt fram hvar formaður VR telur sig helst eiga heima: „Góðan daginn, takk fyrir að bjóða mér á Sósíalistaþingið og hérna ég verð nú bara segja það strax að mér líður vel að koma í þennan félagsskap, hann á ákaflega vel við það sem ég stend fyrir þannig að maður er svona á heimavelli. Það er alltaf gott og betra að vera á heimavelli en á útivelli einsog á ársfundum lífeyrissjóða og svoleiðis, ASÍ-þingi.“Höfundur situr í stjórn VR og er 2. varaforseti ASÍ
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun