Ragnar Þór Ingólfsson á heimavelli Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 2. febrúar 2018 09:58 Fyrir rúmu ári vann Ragnar Þór Ingólfsson öruggan sigur í formannskjöri hjá VR, hlaut 3.480 atkvæði. Sá glæsilegi kosningasigur hefur stigið honum illilega til höfuðs. Áður en að þeim sigri kom hafði Ragnar leitað fyrir sér í ýmsum hagsmunasamtökum og pólitískum samtökum. Hann reyndi meðal annars að komast á Alþingi af framboðslista hjá stjórnmálasamtökunum Dögun en hafði ekki árangur sem erfiði. Og áður hafði hann tvisvar sinnum boðið fram krafta sína til forystu á þingi ASÍ en þurfti að játa sig sigraðan. Þetta ár sem Ragnar hefur gegnt formennsku í VR hefur því miður í alltof miklum mæli einkennst af sérkennilegri þráhyggju hans gagnvart ASÍ. Það er einsog ekkert verulegt annað geti í rauninni komist að. Eitt af því sem sætir furðu í framgöngu formanns VR, stærsta stéttarfélags landsins, með um 36.000 félagsmenn, er að honum þykir það eiginlega ískyggilegt hversu útbreidd stéttarfélagsaðild er hér á landi. Og hann sér eftir þeim peningum sem fara í réttinda- og samtryggingarsjóði launafólks. Hann segir í ræðu: „Við erum með yfir 90% stéttarfélagsaðild á Íslandi, meira en nokkurs staðar hlutfallslega í heiminum … Og hvernig stendur á því að þetta er svona? Jú, þetta er orðið svo risastórt batterí, þetta er orðið hálfgert skrímsli sem við erum með í höndunum, sem heitir Verkalýðshreyfingin. Og afhverju kalla ég þetta skrímsli? Þetta er orðið peningalegt stórveldi. Hvatinn fyrir verkalýðshreyfinguna er alltaf að stækka sig inn á við, hún er komin og hefur verið í ansi mörg ár í samkeppni við ríki og sveitarfélög um alltaf hærra og hærra hlutfall af launaveltu almennings. Með því að byggja upp sjóðakerfin, eins og lífeyrissjóðskerfi sem er langstærst, við erum með nýjasta sjóðinn, er endurhæfingarsjóður sem að bjó síðan til apparat sem heitir Virk starfsendurhæfing.“ Ragnar hefur þann leiða sið að saka forystufólk í launþegahreyfingunni sí og æ um svik og segir það vinna gegn hagsmunum félagsmanna. Það mætti halda af orðum hans að ASÍ eitt og sér ákvarði kjör launafólks. Atvinnurekendur eða stjórnvöld nefnir hann sjaldnar á nafn. Undir þessari sérkennilegu orðræðu formannsins hafa aðildarfélög ASÍ og stjórn VR setið furðu róleg og þögul. Að vísu getur verið að margir veigri sér við að andmæla Ragnari vegna þess hversu illa hann þolir andstæð sjónarmið og er ófyrirleitinn. Nýverið sagði hann til dæmis í ræðu um félaga sína í stjórn VR: „Nú er stjórnarkjör í VR í mars, þar þyrfti nú heldur betur að sópa til. Þannig að ég skora á ykkur.“ Í formannstíð sinni hefur Ragnar nokkrum sinnum notað Sósíalistaflokkinn sem vettvang sinn, sem er kannski eðlilegt um mann sem er lítið gefinn fyrir almenna samstöðu launafólks. Í nýlegri ræðu hjá þeim flokki, sem áður hefur verið vitnað til hér að framan, kom skýrt fram hvar formaður VR telur sig helst eiga heima: „Góðan daginn, takk fyrir að bjóða mér á Sósíalistaþingið og hérna ég verð nú bara segja það strax að mér líður vel að koma í þennan félagsskap, hann á ákaflega vel við það sem ég stend fyrir þannig að maður er svona á heimavelli. Það er alltaf gott og betra að vera á heimavelli en á útivelli einsog á ársfundum lífeyrissjóða og svoleiðis, ASÍ-þingi.“Höfundur situr í stjórn VR og er 2. varaforseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári vann Ragnar Þór Ingólfsson öruggan sigur í formannskjöri hjá VR, hlaut 3.480 atkvæði. Sá glæsilegi kosningasigur hefur stigið honum illilega til höfuðs. Áður en að þeim sigri kom hafði Ragnar leitað fyrir sér í ýmsum hagsmunasamtökum og pólitískum samtökum. Hann reyndi meðal annars að komast á Alþingi af framboðslista hjá stjórnmálasamtökunum Dögun en hafði ekki árangur sem erfiði. Og áður hafði hann tvisvar sinnum boðið fram krafta sína til forystu á þingi ASÍ en þurfti að játa sig sigraðan. Þetta ár sem Ragnar hefur gegnt formennsku í VR hefur því miður í alltof miklum mæli einkennst af sérkennilegri þráhyggju hans gagnvart ASÍ. Það er einsog ekkert verulegt annað geti í rauninni komist að. Eitt af því sem sætir furðu í framgöngu formanns VR, stærsta stéttarfélags landsins, með um 36.000 félagsmenn, er að honum þykir það eiginlega ískyggilegt hversu útbreidd stéttarfélagsaðild er hér á landi. Og hann sér eftir þeim peningum sem fara í réttinda- og samtryggingarsjóði launafólks. Hann segir í ræðu: „Við erum með yfir 90% stéttarfélagsaðild á Íslandi, meira en nokkurs staðar hlutfallslega í heiminum … Og hvernig stendur á því að þetta er svona? Jú, þetta er orðið svo risastórt batterí, þetta er orðið hálfgert skrímsli sem við erum með í höndunum, sem heitir Verkalýðshreyfingin. Og afhverju kalla ég þetta skrímsli? Þetta er orðið peningalegt stórveldi. Hvatinn fyrir verkalýðshreyfinguna er alltaf að stækka sig inn á við, hún er komin og hefur verið í ansi mörg ár í samkeppni við ríki og sveitarfélög um alltaf hærra og hærra hlutfall af launaveltu almennings. Með því að byggja upp sjóðakerfin, eins og lífeyrissjóðskerfi sem er langstærst, við erum með nýjasta sjóðinn, er endurhæfingarsjóður sem að bjó síðan til apparat sem heitir Virk starfsendurhæfing.“ Ragnar hefur þann leiða sið að saka forystufólk í launþegahreyfingunni sí og æ um svik og segir það vinna gegn hagsmunum félagsmanna. Það mætti halda af orðum hans að ASÍ eitt og sér ákvarði kjör launafólks. Atvinnurekendur eða stjórnvöld nefnir hann sjaldnar á nafn. Undir þessari sérkennilegu orðræðu formannsins hafa aðildarfélög ASÍ og stjórn VR setið furðu róleg og þögul. Að vísu getur verið að margir veigri sér við að andmæla Ragnari vegna þess hversu illa hann þolir andstæð sjónarmið og er ófyrirleitinn. Nýverið sagði hann til dæmis í ræðu um félaga sína í stjórn VR: „Nú er stjórnarkjör í VR í mars, þar þyrfti nú heldur betur að sópa til. Þannig að ég skora á ykkur.“ Í formannstíð sinni hefur Ragnar nokkrum sinnum notað Sósíalistaflokkinn sem vettvang sinn, sem er kannski eðlilegt um mann sem er lítið gefinn fyrir almenna samstöðu launafólks. Í nýlegri ræðu hjá þeim flokki, sem áður hefur verið vitnað til hér að framan, kom skýrt fram hvar formaður VR telur sig helst eiga heima: „Góðan daginn, takk fyrir að bjóða mér á Sósíalistaþingið og hérna ég verð nú bara segja það strax að mér líður vel að koma í þennan félagsskap, hann á ákaflega vel við það sem ég stend fyrir þannig að maður er svona á heimavelli. Það er alltaf gott og betra að vera á heimavelli en á útivelli einsog á ársfundum lífeyrissjóða og svoleiðis, ASÍ-þingi.“Höfundur situr í stjórn VR og er 2. varaforseti ASÍ
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar