Á ég að falla af því að ég er ólétt? Thelma Rut Jóhannsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 05:36 Ég er nemandi á öðru ári í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Síðastliðið sumar komst ég að því að ég ætti von á barni í mars sem hefur haft mikil áhrif á skólagöngu mína. Ekki nóg með að vera barnshafandi í námi og undirbúa komu barnsins í heiminn, þá hafa verið gerðar óraunhæfar kröfur til mín sem fær mig til að spyrja; er raunverulegt jafnrétti til náms við Háskóla Íslands? Í íþróttafræði er gerð krafa um skyldumætingu í ákveðnum áföngum eins og í svo mörgum öðrum námsbrautum við Háskóla Íslands. Á meðgöngunni þarf ég að mæta í mæðravernd og fæ ég þá enga undanþágu frá tímasókn, en á vinnumarkaði tíðkast það að báðir foreldrar eigi rétt á að mæta í slíka tíma án skerðingar. Auk þess byggist einkunnagjöf í íþróttafræði á virkni í tímum og hafa verið gerðar sömu kröfur til mín og annarra nemenda. Þetta mun hafa veruleg áhrif á einkunnagjöf mína, og stend ég nú frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort ég þurfi að segja mig úr áföngum, þar sem ekki er hægt að koma til móts við mig. En það er ekki svo einfalt því það mun hafa veruleg áhrif, ekki aðeins á námsferil minn, heldur einnig á fjárhagsstöðu. Von er á barninu í lok mars, tveimur vikum fyrir upplestrarfrí, og ef ég missi af prófi er ekki hægt að stóla á að sjúkrapróf séu í boði. Þar af leiðandi er ég fallin ef ég missi af einu prófi og ég gæti misst lánið mitt hjá LÍN ef ég fell í fleiri áföngum. Þá er ég einnig á lista til að fá stúdentaíbúð og ekki má mikið út af bregða svo ég falli af biðlistanum þar. Allt þetta hefur sett óraunhæfar kröfur á herðar mínar. Á meðgöngu minni hafa kvíða- og þunglyndiseinkenni aukist og hef ég fengið læknisráð um að hvíla mig og varast andlegt og líkamlegt álag. Í þeirri stöðu sem ég er í núna sé ég ekki fram á geta það og hef mikið velt fyrir mér jafnrétti. Samkvæmt 24. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2016 er bannað að mismuna á grundvelli kyns. Þá segir í sömu grein að það teljist ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna meðgöngu og barnsburðar. Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands hefur það að leiðarljósi að tryggja öllum stúdentum og starfsfólki háskólans jafnan rétt og jafna stöðu og stuðla að virkri þátttöku þeirra innan háskólasamfélagsins. Að mínu mati er jafnrétti kynja ekki enn tryggt, og staða verðandi foreldra veik. Úr því þarf að bæta og við í Röskvu munum beita okkur fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er nemandi á öðru ári í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Síðastliðið sumar komst ég að því að ég ætti von á barni í mars sem hefur haft mikil áhrif á skólagöngu mína. Ekki nóg með að vera barnshafandi í námi og undirbúa komu barnsins í heiminn, þá hafa verið gerðar óraunhæfar kröfur til mín sem fær mig til að spyrja; er raunverulegt jafnrétti til náms við Háskóla Íslands? Í íþróttafræði er gerð krafa um skyldumætingu í ákveðnum áföngum eins og í svo mörgum öðrum námsbrautum við Háskóla Íslands. Á meðgöngunni þarf ég að mæta í mæðravernd og fæ ég þá enga undanþágu frá tímasókn, en á vinnumarkaði tíðkast það að báðir foreldrar eigi rétt á að mæta í slíka tíma án skerðingar. Auk þess byggist einkunnagjöf í íþróttafræði á virkni í tímum og hafa verið gerðar sömu kröfur til mín og annarra nemenda. Þetta mun hafa veruleg áhrif á einkunnagjöf mína, og stend ég nú frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort ég þurfi að segja mig úr áföngum, þar sem ekki er hægt að koma til móts við mig. En það er ekki svo einfalt því það mun hafa veruleg áhrif, ekki aðeins á námsferil minn, heldur einnig á fjárhagsstöðu. Von er á barninu í lok mars, tveimur vikum fyrir upplestrarfrí, og ef ég missi af prófi er ekki hægt að stóla á að sjúkrapróf séu í boði. Þar af leiðandi er ég fallin ef ég missi af einu prófi og ég gæti misst lánið mitt hjá LÍN ef ég fell í fleiri áföngum. Þá er ég einnig á lista til að fá stúdentaíbúð og ekki má mikið út af bregða svo ég falli af biðlistanum þar. Allt þetta hefur sett óraunhæfar kröfur á herðar mínar. Á meðgöngu minni hafa kvíða- og þunglyndiseinkenni aukist og hef ég fengið læknisráð um að hvíla mig og varast andlegt og líkamlegt álag. Í þeirri stöðu sem ég er í núna sé ég ekki fram á geta það og hef mikið velt fyrir mér jafnrétti. Samkvæmt 24. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2016 er bannað að mismuna á grundvelli kyns. Þá segir í sömu grein að það teljist ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna meðgöngu og barnsburðar. Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands hefur það að leiðarljósi að tryggja öllum stúdentum og starfsfólki háskólans jafnan rétt og jafna stöðu og stuðla að virkri þátttöku þeirra innan háskólasamfélagsins. Að mínu mati er jafnrétti kynja ekki enn tryggt, og staða verðandi foreldra veik. Úr því þarf að bæta og við í Röskvu munum beita okkur fyrir því.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar