Á ég að falla af því að ég er ólétt? Thelma Rut Jóhannsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 05:36 Ég er nemandi á öðru ári í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Síðastliðið sumar komst ég að því að ég ætti von á barni í mars sem hefur haft mikil áhrif á skólagöngu mína. Ekki nóg með að vera barnshafandi í námi og undirbúa komu barnsins í heiminn, þá hafa verið gerðar óraunhæfar kröfur til mín sem fær mig til að spyrja; er raunverulegt jafnrétti til náms við Háskóla Íslands? Í íþróttafræði er gerð krafa um skyldumætingu í ákveðnum áföngum eins og í svo mörgum öðrum námsbrautum við Háskóla Íslands. Á meðgöngunni þarf ég að mæta í mæðravernd og fæ ég þá enga undanþágu frá tímasókn, en á vinnumarkaði tíðkast það að báðir foreldrar eigi rétt á að mæta í slíka tíma án skerðingar. Auk þess byggist einkunnagjöf í íþróttafræði á virkni í tímum og hafa verið gerðar sömu kröfur til mín og annarra nemenda. Þetta mun hafa veruleg áhrif á einkunnagjöf mína, og stend ég nú frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort ég þurfi að segja mig úr áföngum, þar sem ekki er hægt að koma til móts við mig. En það er ekki svo einfalt því það mun hafa veruleg áhrif, ekki aðeins á námsferil minn, heldur einnig á fjárhagsstöðu. Von er á barninu í lok mars, tveimur vikum fyrir upplestrarfrí, og ef ég missi af prófi er ekki hægt að stóla á að sjúkrapróf séu í boði. Þar af leiðandi er ég fallin ef ég missi af einu prófi og ég gæti misst lánið mitt hjá LÍN ef ég fell í fleiri áföngum. Þá er ég einnig á lista til að fá stúdentaíbúð og ekki má mikið út af bregða svo ég falli af biðlistanum þar. Allt þetta hefur sett óraunhæfar kröfur á herðar mínar. Á meðgöngu minni hafa kvíða- og þunglyndiseinkenni aukist og hef ég fengið læknisráð um að hvíla mig og varast andlegt og líkamlegt álag. Í þeirri stöðu sem ég er í núna sé ég ekki fram á geta það og hef mikið velt fyrir mér jafnrétti. Samkvæmt 24. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2016 er bannað að mismuna á grundvelli kyns. Þá segir í sömu grein að það teljist ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna meðgöngu og barnsburðar. Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands hefur það að leiðarljósi að tryggja öllum stúdentum og starfsfólki háskólans jafnan rétt og jafna stöðu og stuðla að virkri þátttöku þeirra innan háskólasamfélagsins. Að mínu mati er jafnrétti kynja ekki enn tryggt, og staða verðandi foreldra veik. Úr því þarf að bæta og við í Röskvu munum beita okkur fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið mótmælið... afleiðingum eigin gjörða Kristófer Már Maronsson Skoðun Verndum íslenskuna! (Nema það kosti pening) Vilhelm Þór Neto Skoðun „Hvers virði er ég?“ – Áskorun til barna- og unglingabókahöfunda Friðrik Erlingsson Skoðun Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Daði Rafnsson,Margrét Manda Jónsdóttir,Kristján Vigfússon Skoðun Alþjóðlegar kröfur um króknandi en velupplýsta leikmenn Skoðun Jafnlaunavottunin: Það er þörf á breytingum Drífa Sigurðardóttir Skoðun Að draga ályktanir af þrettán ára frétt Hörður Arnarson Skoðun Fimm ráð um hvernig þinn hópur getur stutt við þann sem greinist með krabbamein Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Í orði en ekki á borði Áslaug Inga Kristinsdóttir Skoðun „Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki“ Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Látið sjóði verkafólks vera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun „Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki“ Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Gögn sem ekki er hægt að TReysta Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Fimm ráð um hvernig þinn hópur getur stutt við þann sem greinist með krabbamein Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegar kröfur um króknandi en velupplýsta leikmenn skrifar Skoðun Í orði en ekki á borði Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun „Hvers virði er ég?“ – Áskorun til barna- og unglingabókahöfunda Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Að draga ályktanir af þrettán ára frétt Hörður Arnarson skrifar Skoðun Jafnlaunavottunin: Það er þörf á breytingum Drífa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Daði Rafnsson,Margrét Manda Jónsdóttir,Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Verndum íslenskuna! (Nema það kosti pening) Vilhelm Þór Neto skrifar Skoðun Áhöfnin sér loksins til lands Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Þið mótmælið... afleiðingum eigin gjörða Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Sjö ára kláðinn: Engin vandamál, bara lausnir Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Stéttaskipt tjáningarfrelsi Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir,Ólöf Tara Harðardóttir,Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnlaus heimur Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Að kjósa með sjálfum sér Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Stjórnarskipti og húsnæðisöryggi fyrir alla Sandra B. Franks skrifar Skoðun Skattaafsláttur af börnum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Allt í rugli og engin ábyrg stjórnun Guðbjörn Jónsson skrifar Skoðun Aðgerðir fyrir heimilin strax! Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Þetta litríka líf Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Snúum leiknum í ávinning fyrir alla Friðrik Einarsson skrifar Skoðun Þetta er alveg orðið alveg ágætt Þórarinn Eyfjörð skrifar Skoðun Afleit afkoma heimila Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Rannsóknarleit Selfossveitna heldur áfram að skila árangri Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Milljarðatugir Jóns Baldvins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er nemandi á öðru ári í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Síðastliðið sumar komst ég að því að ég ætti von á barni í mars sem hefur haft mikil áhrif á skólagöngu mína. Ekki nóg með að vera barnshafandi í námi og undirbúa komu barnsins í heiminn, þá hafa verið gerðar óraunhæfar kröfur til mín sem fær mig til að spyrja; er raunverulegt jafnrétti til náms við Háskóla Íslands? Í íþróttafræði er gerð krafa um skyldumætingu í ákveðnum áföngum eins og í svo mörgum öðrum námsbrautum við Háskóla Íslands. Á meðgöngunni þarf ég að mæta í mæðravernd og fæ ég þá enga undanþágu frá tímasókn, en á vinnumarkaði tíðkast það að báðir foreldrar eigi rétt á að mæta í slíka tíma án skerðingar. Auk þess byggist einkunnagjöf í íþróttafræði á virkni í tímum og hafa verið gerðar sömu kröfur til mín og annarra nemenda. Þetta mun hafa veruleg áhrif á einkunnagjöf mína, og stend ég nú frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort ég þurfi að segja mig úr áföngum, þar sem ekki er hægt að koma til móts við mig. En það er ekki svo einfalt því það mun hafa veruleg áhrif, ekki aðeins á námsferil minn, heldur einnig á fjárhagsstöðu. Von er á barninu í lok mars, tveimur vikum fyrir upplestrarfrí, og ef ég missi af prófi er ekki hægt að stóla á að sjúkrapróf séu í boði. Þar af leiðandi er ég fallin ef ég missi af einu prófi og ég gæti misst lánið mitt hjá LÍN ef ég fell í fleiri áföngum. Þá er ég einnig á lista til að fá stúdentaíbúð og ekki má mikið út af bregða svo ég falli af biðlistanum þar. Allt þetta hefur sett óraunhæfar kröfur á herðar mínar. Á meðgöngu minni hafa kvíða- og þunglyndiseinkenni aukist og hef ég fengið læknisráð um að hvíla mig og varast andlegt og líkamlegt álag. Í þeirri stöðu sem ég er í núna sé ég ekki fram á geta það og hef mikið velt fyrir mér jafnrétti. Samkvæmt 24. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2016 er bannað að mismuna á grundvelli kyns. Þá segir í sömu grein að það teljist ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna meðgöngu og barnsburðar. Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands hefur það að leiðarljósi að tryggja öllum stúdentum og starfsfólki háskólans jafnan rétt og jafna stöðu og stuðla að virkri þátttöku þeirra innan háskólasamfélagsins. Að mínu mati er jafnrétti kynja ekki enn tryggt, og staða verðandi foreldra veik. Úr því þarf að bæta og við í Röskvu munum beita okkur fyrir því.
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Daði Rafnsson,Margrét Manda Jónsdóttir,Kristján Vigfússon Skoðun
Fimm ráð um hvernig þinn hópur getur stutt við þann sem greinist með krabbamein Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Fimm ráð um hvernig þinn hópur getur stutt við þann sem greinist með krabbamein Hólmfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Daði Rafnsson,Margrét Manda Jónsdóttir,Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Stéttaskipt tjáningarfrelsi Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir,Ólöf Tara Harðardóttir,Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir skrifar
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Daði Rafnsson,Margrét Manda Jónsdóttir,Kristján Vigfússon Skoðun
Fimm ráð um hvernig þinn hópur getur stutt við þann sem greinist með krabbamein Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun