Á ég að falla af því að ég er ólétt? Thelma Rut Jóhannsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 05:36 Ég er nemandi á öðru ári í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Síðastliðið sumar komst ég að því að ég ætti von á barni í mars sem hefur haft mikil áhrif á skólagöngu mína. Ekki nóg með að vera barnshafandi í námi og undirbúa komu barnsins í heiminn, þá hafa verið gerðar óraunhæfar kröfur til mín sem fær mig til að spyrja; er raunverulegt jafnrétti til náms við Háskóla Íslands? Í íþróttafræði er gerð krafa um skyldumætingu í ákveðnum áföngum eins og í svo mörgum öðrum námsbrautum við Háskóla Íslands. Á meðgöngunni þarf ég að mæta í mæðravernd og fæ ég þá enga undanþágu frá tímasókn, en á vinnumarkaði tíðkast það að báðir foreldrar eigi rétt á að mæta í slíka tíma án skerðingar. Auk þess byggist einkunnagjöf í íþróttafræði á virkni í tímum og hafa verið gerðar sömu kröfur til mín og annarra nemenda. Þetta mun hafa veruleg áhrif á einkunnagjöf mína, og stend ég nú frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort ég þurfi að segja mig úr áföngum, þar sem ekki er hægt að koma til móts við mig. En það er ekki svo einfalt því það mun hafa veruleg áhrif, ekki aðeins á námsferil minn, heldur einnig á fjárhagsstöðu. Von er á barninu í lok mars, tveimur vikum fyrir upplestrarfrí, og ef ég missi af prófi er ekki hægt að stóla á að sjúkrapróf séu í boði. Þar af leiðandi er ég fallin ef ég missi af einu prófi og ég gæti misst lánið mitt hjá LÍN ef ég fell í fleiri áföngum. Þá er ég einnig á lista til að fá stúdentaíbúð og ekki má mikið út af bregða svo ég falli af biðlistanum þar. Allt þetta hefur sett óraunhæfar kröfur á herðar mínar. Á meðgöngu minni hafa kvíða- og þunglyndiseinkenni aukist og hef ég fengið læknisráð um að hvíla mig og varast andlegt og líkamlegt álag. Í þeirri stöðu sem ég er í núna sé ég ekki fram á geta það og hef mikið velt fyrir mér jafnrétti. Samkvæmt 24. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2016 er bannað að mismuna á grundvelli kyns. Þá segir í sömu grein að það teljist ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna meðgöngu og barnsburðar. Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands hefur það að leiðarljósi að tryggja öllum stúdentum og starfsfólki háskólans jafnan rétt og jafna stöðu og stuðla að virkri þátttöku þeirra innan háskólasamfélagsins. Að mínu mati er jafnrétti kynja ekki enn tryggt, og staða verðandi foreldra veik. Úr því þarf að bæta og við í Röskvu munum beita okkur fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég er nemandi á öðru ári í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Síðastliðið sumar komst ég að því að ég ætti von á barni í mars sem hefur haft mikil áhrif á skólagöngu mína. Ekki nóg með að vera barnshafandi í námi og undirbúa komu barnsins í heiminn, þá hafa verið gerðar óraunhæfar kröfur til mín sem fær mig til að spyrja; er raunverulegt jafnrétti til náms við Háskóla Íslands? Í íþróttafræði er gerð krafa um skyldumætingu í ákveðnum áföngum eins og í svo mörgum öðrum námsbrautum við Háskóla Íslands. Á meðgöngunni þarf ég að mæta í mæðravernd og fæ ég þá enga undanþágu frá tímasókn, en á vinnumarkaði tíðkast það að báðir foreldrar eigi rétt á að mæta í slíka tíma án skerðingar. Auk þess byggist einkunnagjöf í íþróttafræði á virkni í tímum og hafa verið gerðar sömu kröfur til mín og annarra nemenda. Þetta mun hafa veruleg áhrif á einkunnagjöf mína, og stend ég nú frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort ég þurfi að segja mig úr áföngum, þar sem ekki er hægt að koma til móts við mig. En það er ekki svo einfalt því það mun hafa veruleg áhrif, ekki aðeins á námsferil minn, heldur einnig á fjárhagsstöðu. Von er á barninu í lok mars, tveimur vikum fyrir upplestrarfrí, og ef ég missi af prófi er ekki hægt að stóla á að sjúkrapróf séu í boði. Þar af leiðandi er ég fallin ef ég missi af einu prófi og ég gæti misst lánið mitt hjá LÍN ef ég fell í fleiri áföngum. Þá er ég einnig á lista til að fá stúdentaíbúð og ekki má mikið út af bregða svo ég falli af biðlistanum þar. Allt þetta hefur sett óraunhæfar kröfur á herðar mínar. Á meðgöngu minni hafa kvíða- og þunglyndiseinkenni aukist og hef ég fengið læknisráð um að hvíla mig og varast andlegt og líkamlegt álag. Í þeirri stöðu sem ég er í núna sé ég ekki fram á geta það og hef mikið velt fyrir mér jafnrétti. Samkvæmt 24. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2016 er bannað að mismuna á grundvelli kyns. Þá segir í sömu grein að það teljist ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna meðgöngu og barnsburðar. Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands hefur það að leiðarljósi að tryggja öllum stúdentum og starfsfólki háskólans jafnan rétt og jafna stöðu og stuðla að virkri þátttöku þeirra innan háskólasamfélagsins. Að mínu mati er jafnrétti kynja ekki enn tryggt, og staða verðandi foreldra veik. Úr því þarf að bæta og við í Röskvu munum beita okkur fyrir því.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun