Reynslulaus sjúkraþjálfunarfræðingur, get ég aðstoðað? Leifur Auðunsson skrifar 6. febrúar 2018 16:00 Hvað hugsar þú þegar þú heyrir orðið sjúkraþjálfun? Eflaust dettur mörgum í hug íþróttamaður að jafna sig eftir meiðsli, eða einstaklingur í endurhæfingu eftir slys. Störf sjúkraþjálfara eru fjölbreytt og taka þeir þátt í að aðstoða stóra hópa fólks í samfélaginu. Ég sem nemi í Sjúkraþjálfunarfræði get því miður ekki sagt ykkur mikið meira en það sem þið þegar vitið um störf sjúkraþjálfara þar sem ég fæ ekki tækifæri á að kynnast störfum þeirra á vettvangi fyrr en eftir að hafa lokið að minnsta kosti þremur árum af náminu. Hvers vegna er ekki verknám í grunnámi í sjúkraþjálfun? Heilbrigður lífstíll er hafður í hávegum í okkar samfélagi í dag og starf sjúkraþjálfara er að verða sífellt umfangsmeira. Námið er gott, því er ekki að neita. Háskóli Íslands, Sjúkraþjálfunarfræðin og starfsfólkið eru að vinna gott starf. Það er stöðug framþróun og endurmat á náminu. Það er samt eins og eitthvað vanti. Fyrir nokkrum árum var gerð stór breyting á námsskipulaginu. Áður fyrr stóð námið yfir í 4 ár og við útskrift fékk fólk ekki einungis gráðu heldur einnig lögverndað starfsheiti. Í dag er sagan önnur, nú þurfa nemendur að ljúka við 3 ár og fá þá BS gráðu og taka svo önnur tvö ár til viðbótar til þess að fá MS gráðu og lögverndað starfsheiti. Stytting BS gráðunnar hafði þó þá afleiðingu í för með sér að í dag er nánast engin klíník í náminu. Fyrir nemandann býr þetta til ákveðin vandamál. Fyrir það fyrsta eru fáir skólar sem hafa tekið upp þetta kerfi og því nánast ógjörningur að fara beint úr BS námi á Íslandi í MS nám erlendis. Flestir skólar erlendis gera þá kröfu á umsækjendur til MS náms að þeir hafi lokið ákveðnum tímum eða einingum í klínik, þetta eru kröfur sem BS nemar á Íslandi uppfylla ekki. Ef þú hafðir hugsað þér að klára námið hér á Íslandi er þetta kannski ekki svo stórt vandamál, en með þessu fyrirkomulagi erum við engu að síður að loka á mörg tækifæri og þekkingu sem annars gæti verið okkur aðgengileg. Tenging við atvinnulífið og reynsla sem einstaklingar öðlast þar getur verið ómetanleg fyrir alla þá sem stunda nám og þá sér í lagi einstaklinga sem sjá fram á að starfa með fólki. Klíník í Sjúkraþjálfunarfræði er engin og þar af leiðandi eru atvinnutækifærin það líka. Þegar ég hef lokið grunnnámi hef ég enn litla hugmynd um það hvað það er sem felst í starfinu í raun og veru. Það má því segja að nemar séu dæmdir óhæfir um að sinna starfinu á nokkurn hátt í um það bil fjögur ár. Fjögur ár af töpuðum tækifærum? Fjögur ár af dýrmætri reynslu? Fjögur ár þar sem eitthvað vantar? Námið þarf stöðuga gangrýni, við ættum aldrei að hætta að endurmeta og beturumbæta. En getum við ekki verið nýstárleg og framsækin án þess að það sé á kostnað núverandi nemenda? Ég, sem fulltrúi nemenda í Sjúkraþjálfunarfræði í framboði til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í umboði Vöku, mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vekja athygli á málefnum nemenda á námsleiðinni sem og annara á Heilbrigðisvísindasviði. Höfundur skipar 1.sæti á lista Vöku á Heilbrigðisvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Hvað hugsar þú þegar þú heyrir orðið sjúkraþjálfun? Eflaust dettur mörgum í hug íþróttamaður að jafna sig eftir meiðsli, eða einstaklingur í endurhæfingu eftir slys. Störf sjúkraþjálfara eru fjölbreytt og taka þeir þátt í að aðstoða stóra hópa fólks í samfélaginu. Ég sem nemi í Sjúkraþjálfunarfræði get því miður ekki sagt ykkur mikið meira en það sem þið þegar vitið um störf sjúkraþjálfara þar sem ég fæ ekki tækifæri á að kynnast störfum þeirra á vettvangi fyrr en eftir að hafa lokið að minnsta kosti þremur árum af náminu. Hvers vegna er ekki verknám í grunnámi í sjúkraþjálfun? Heilbrigður lífstíll er hafður í hávegum í okkar samfélagi í dag og starf sjúkraþjálfara er að verða sífellt umfangsmeira. Námið er gott, því er ekki að neita. Háskóli Íslands, Sjúkraþjálfunarfræðin og starfsfólkið eru að vinna gott starf. Það er stöðug framþróun og endurmat á náminu. Það er samt eins og eitthvað vanti. Fyrir nokkrum árum var gerð stór breyting á námsskipulaginu. Áður fyrr stóð námið yfir í 4 ár og við útskrift fékk fólk ekki einungis gráðu heldur einnig lögverndað starfsheiti. Í dag er sagan önnur, nú þurfa nemendur að ljúka við 3 ár og fá þá BS gráðu og taka svo önnur tvö ár til viðbótar til þess að fá MS gráðu og lögverndað starfsheiti. Stytting BS gráðunnar hafði þó þá afleiðingu í för með sér að í dag er nánast engin klíník í náminu. Fyrir nemandann býr þetta til ákveðin vandamál. Fyrir það fyrsta eru fáir skólar sem hafa tekið upp þetta kerfi og því nánast ógjörningur að fara beint úr BS námi á Íslandi í MS nám erlendis. Flestir skólar erlendis gera þá kröfu á umsækjendur til MS náms að þeir hafi lokið ákveðnum tímum eða einingum í klínik, þetta eru kröfur sem BS nemar á Íslandi uppfylla ekki. Ef þú hafðir hugsað þér að klára námið hér á Íslandi er þetta kannski ekki svo stórt vandamál, en með þessu fyrirkomulagi erum við engu að síður að loka á mörg tækifæri og þekkingu sem annars gæti verið okkur aðgengileg. Tenging við atvinnulífið og reynsla sem einstaklingar öðlast þar getur verið ómetanleg fyrir alla þá sem stunda nám og þá sér í lagi einstaklinga sem sjá fram á að starfa með fólki. Klíník í Sjúkraþjálfunarfræði er engin og þar af leiðandi eru atvinnutækifærin það líka. Þegar ég hef lokið grunnnámi hef ég enn litla hugmynd um það hvað það er sem felst í starfinu í raun og veru. Það má því segja að nemar séu dæmdir óhæfir um að sinna starfinu á nokkurn hátt í um það bil fjögur ár. Fjögur ár af töpuðum tækifærum? Fjögur ár af dýrmætri reynslu? Fjögur ár þar sem eitthvað vantar? Námið þarf stöðuga gangrýni, við ættum aldrei að hætta að endurmeta og beturumbæta. En getum við ekki verið nýstárleg og framsækin án þess að það sé á kostnað núverandi nemenda? Ég, sem fulltrúi nemenda í Sjúkraþjálfunarfræði í framboði til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í umboði Vöku, mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vekja athygli á málefnum nemenda á námsleiðinni sem og annara á Heilbrigðisvísindasviði. Höfundur skipar 1.sæti á lista Vöku á Heilbrigðisvísindasviði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar