„Má ekkert lengur?“ Ragnhildur Þrastardóttir skrifar 6. febrúar 2018 14:14 „Má ekkert lengur“ er algeng setning sem sleppur út fyrir varir miðaldra, gagnkynhneigðra, hvítra karlmanna þegar Me Too byltingin er rædd. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað þessir menn eiga nákvæmlega við. Má ekki koma með kynferðislegar, og gjarnan niðrandi, athugasemdir um samstarfskonur sínar? Má ekki senda óvæntar myndir af getnaðarlim sínum til kvenna, eða jafnvel stúlkna undir lögaldri? Má ekki deila nektarmyndum af fólki sem hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir birtingunni? Nei, elsku eymingja forréttinda pésarnir okkar. Því miður, fyrir ykkur, hefur íslenskt samfélag sagt stopp við slíkri hegðun. Sem betur fer fyrir ykkur er þó enn til staðar aragrúi af óskýrum línum í íslenskum lögum. Refsingar vegna kynferðisafbrota hérlendis hafa löngum verið fátíðar og allt of vægar. Refsingar vegna stafræns kynferðisofbeldis eru sjaldséðar og er löggjöfin sem varðar stafrænt kynferðisofbeldi afar óskýr og slíkt ofbeldi ekki skilgreint sérstaklega í lögum. Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa í tvígang sett fram frumvarp er varðar skilgreiningu á stafrænu ofbeldi í hegningarlögum en hvorugt frumvarpið náði í gegn. Á síðasta kjörtímabili var skýrt tekið fram að frumvarp sem skilgreinir stafrænt kynferðisofbeldi ætti að vera sett fram. Slíkt var ekki gert og enn hefur íslenska þjóðin sama dómsmálaráðherra og á síðasta kjörtímabili. Nú hefur Helgi Hrafn þó sett fram frumvarp sem 23 þingmenn standa á bak við, þó ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar. Frumvarpið tekur til breytinga á almennum hegningarlögum, nánar til tekið grein 210 sem fjallar um bann við dreifingu kláms, þá sérstaklega barnakláms. Verði frumvarpið samþykkt bætist eftirfarandi grein við grein 210:Hver sem af ásetningi dreifir mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Sé brot framið af stórkostlegu gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum. Þrátt fyrir að frumvarpið sé mikið gleðiefni í sjálfu sér verður að teljast undarlegt að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks standi á bak við frumvarpið. Sérstaklega ef tekið er mið af því að sjálfur dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, er þingkona Sjálfstæðisflokksins. Fyrir tæpu ári síðan sagði hún ekki nauðsynlegt að skilgreina stafrænt ofbeldi betur í lögum en ég sé ekki betur en að sú skoðun hennar sé tímaskekkja. Það hlýtur að teljast nauðsynlegt að skilgreina betur ofbeldi sem fer sívaxandi í nútímasamfélagi. Viljum við Íslendingar að afbrotamenn geti falið sig á bak við þá staðreynd að það séu í raun ekki til nein lög um brot þeirra? Viljum við enn þá að skömminni sé sífellt skellt á þolendur sem geta ekki einu sinni stutt sig við dómskerfið? Það held ég ekki. Nú situr eftir ósamkynja von í hjörtum okkar og ykkar. Við, sem viljum sjá skýrari refsiramma utan um hvers konar kynferðisbrot, krossum fingur og biðlum til þingsins að frumvarpið verði samþykkt. Þið, sem klórið ykkur í pungnum yfir þessu öllu saman og spyrjið enn „hva, má ekkert lengur?“ vonið að framþróunin, sem hefur orðið í umræðu um kynferðisbrot, stöðvi skyndilega og snúist í andhverfu sína. Við skulum sjá til þess að ykkur verði ekki gert til hæfis. Höfundur er nemandi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
„Má ekkert lengur“ er algeng setning sem sleppur út fyrir varir miðaldra, gagnkynhneigðra, hvítra karlmanna þegar Me Too byltingin er rædd. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað þessir menn eiga nákvæmlega við. Má ekki koma með kynferðislegar, og gjarnan niðrandi, athugasemdir um samstarfskonur sínar? Má ekki senda óvæntar myndir af getnaðarlim sínum til kvenna, eða jafnvel stúlkna undir lögaldri? Má ekki deila nektarmyndum af fólki sem hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir birtingunni? Nei, elsku eymingja forréttinda pésarnir okkar. Því miður, fyrir ykkur, hefur íslenskt samfélag sagt stopp við slíkri hegðun. Sem betur fer fyrir ykkur er þó enn til staðar aragrúi af óskýrum línum í íslenskum lögum. Refsingar vegna kynferðisafbrota hérlendis hafa löngum verið fátíðar og allt of vægar. Refsingar vegna stafræns kynferðisofbeldis eru sjaldséðar og er löggjöfin sem varðar stafrænt kynferðisofbeldi afar óskýr og slíkt ofbeldi ekki skilgreint sérstaklega í lögum. Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa í tvígang sett fram frumvarp er varðar skilgreiningu á stafrænu ofbeldi í hegningarlögum en hvorugt frumvarpið náði í gegn. Á síðasta kjörtímabili var skýrt tekið fram að frumvarp sem skilgreinir stafrænt kynferðisofbeldi ætti að vera sett fram. Slíkt var ekki gert og enn hefur íslenska þjóðin sama dómsmálaráðherra og á síðasta kjörtímabili. Nú hefur Helgi Hrafn þó sett fram frumvarp sem 23 þingmenn standa á bak við, þó ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar. Frumvarpið tekur til breytinga á almennum hegningarlögum, nánar til tekið grein 210 sem fjallar um bann við dreifingu kláms, þá sérstaklega barnakláms. Verði frumvarpið samþykkt bætist eftirfarandi grein við grein 210:Hver sem af ásetningi dreifir mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Sé brot framið af stórkostlegu gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum. Þrátt fyrir að frumvarpið sé mikið gleðiefni í sjálfu sér verður að teljast undarlegt að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks standi á bak við frumvarpið. Sérstaklega ef tekið er mið af því að sjálfur dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, er þingkona Sjálfstæðisflokksins. Fyrir tæpu ári síðan sagði hún ekki nauðsynlegt að skilgreina stafrænt ofbeldi betur í lögum en ég sé ekki betur en að sú skoðun hennar sé tímaskekkja. Það hlýtur að teljast nauðsynlegt að skilgreina betur ofbeldi sem fer sívaxandi í nútímasamfélagi. Viljum við Íslendingar að afbrotamenn geti falið sig á bak við þá staðreynd að það séu í raun ekki til nein lög um brot þeirra? Viljum við enn þá að skömminni sé sífellt skellt á þolendur sem geta ekki einu sinni stutt sig við dómskerfið? Það held ég ekki. Nú situr eftir ósamkynja von í hjörtum okkar og ykkar. Við, sem viljum sjá skýrari refsiramma utan um hvers konar kynferðisbrot, krossum fingur og biðlum til þingsins að frumvarpið verði samþykkt. Þið, sem klórið ykkur í pungnum yfir þessu öllu saman og spyrjið enn „hva, má ekkert lengur?“ vonið að framþróunin, sem hefur orðið í umræðu um kynferðisbrot, stöðvi skyndilega og snúist í andhverfu sína. Við skulum sjá til þess að ykkur verði ekki gert til hæfis. Höfundur er nemandi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun