„Má ekkert lengur?“ Ragnhildur Þrastardóttir skrifar 6. febrúar 2018 14:14 „Má ekkert lengur“ er algeng setning sem sleppur út fyrir varir miðaldra, gagnkynhneigðra, hvítra karlmanna þegar Me Too byltingin er rædd. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað þessir menn eiga nákvæmlega við. Má ekki koma með kynferðislegar, og gjarnan niðrandi, athugasemdir um samstarfskonur sínar? Má ekki senda óvæntar myndir af getnaðarlim sínum til kvenna, eða jafnvel stúlkna undir lögaldri? Má ekki deila nektarmyndum af fólki sem hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir birtingunni? Nei, elsku eymingja forréttinda pésarnir okkar. Því miður, fyrir ykkur, hefur íslenskt samfélag sagt stopp við slíkri hegðun. Sem betur fer fyrir ykkur er þó enn til staðar aragrúi af óskýrum línum í íslenskum lögum. Refsingar vegna kynferðisafbrota hérlendis hafa löngum verið fátíðar og allt of vægar. Refsingar vegna stafræns kynferðisofbeldis eru sjaldséðar og er löggjöfin sem varðar stafrænt kynferðisofbeldi afar óskýr og slíkt ofbeldi ekki skilgreint sérstaklega í lögum. Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa í tvígang sett fram frumvarp er varðar skilgreiningu á stafrænu ofbeldi í hegningarlögum en hvorugt frumvarpið náði í gegn. Á síðasta kjörtímabili var skýrt tekið fram að frumvarp sem skilgreinir stafrænt kynferðisofbeldi ætti að vera sett fram. Slíkt var ekki gert og enn hefur íslenska þjóðin sama dómsmálaráðherra og á síðasta kjörtímabili. Nú hefur Helgi Hrafn þó sett fram frumvarp sem 23 þingmenn standa á bak við, þó ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar. Frumvarpið tekur til breytinga á almennum hegningarlögum, nánar til tekið grein 210 sem fjallar um bann við dreifingu kláms, þá sérstaklega barnakláms. Verði frumvarpið samþykkt bætist eftirfarandi grein við grein 210:Hver sem af ásetningi dreifir mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Sé brot framið af stórkostlegu gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum. Þrátt fyrir að frumvarpið sé mikið gleðiefni í sjálfu sér verður að teljast undarlegt að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks standi á bak við frumvarpið. Sérstaklega ef tekið er mið af því að sjálfur dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, er þingkona Sjálfstæðisflokksins. Fyrir tæpu ári síðan sagði hún ekki nauðsynlegt að skilgreina stafrænt ofbeldi betur í lögum en ég sé ekki betur en að sú skoðun hennar sé tímaskekkja. Það hlýtur að teljast nauðsynlegt að skilgreina betur ofbeldi sem fer sívaxandi í nútímasamfélagi. Viljum við Íslendingar að afbrotamenn geti falið sig á bak við þá staðreynd að það séu í raun ekki til nein lög um brot þeirra? Viljum við enn þá að skömminni sé sífellt skellt á þolendur sem geta ekki einu sinni stutt sig við dómskerfið? Það held ég ekki. Nú situr eftir ósamkynja von í hjörtum okkar og ykkar. Við, sem viljum sjá skýrari refsiramma utan um hvers konar kynferðisbrot, krossum fingur og biðlum til þingsins að frumvarpið verði samþykkt. Þið, sem klórið ykkur í pungnum yfir þessu öllu saman og spyrjið enn „hva, má ekkert lengur?“ vonið að framþróunin, sem hefur orðið í umræðu um kynferðisbrot, stöðvi skyndilega og snúist í andhverfu sína. Við skulum sjá til þess að ykkur verði ekki gert til hæfis. Höfundur er nemandi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
„Má ekkert lengur“ er algeng setning sem sleppur út fyrir varir miðaldra, gagnkynhneigðra, hvítra karlmanna þegar Me Too byltingin er rædd. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað þessir menn eiga nákvæmlega við. Má ekki koma með kynferðislegar, og gjarnan niðrandi, athugasemdir um samstarfskonur sínar? Má ekki senda óvæntar myndir af getnaðarlim sínum til kvenna, eða jafnvel stúlkna undir lögaldri? Má ekki deila nektarmyndum af fólki sem hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir birtingunni? Nei, elsku eymingja forréttinda pésarnir okkar. Því miður, fyrir ykkur, hefur íslenskt samfélag sagt stopp við slíkri hegðun. Sem betur fer fyrir ykkur er þó enn til staðar aragrúi af óskýrum línum í íslenskum lögum. Refsingar vegna kynferðisafbrota hérlendis hafa löngum verið fátíðar og allt of vægar. Refsingar vegna stafræns kynferðisofbeldis eru sjaldséðar og er löggjöfin sem varðar stafrænt kynferðisofbeldi afar óskýr og slíkt ofbeldi ekki skilgreint sérstaklega í lögum. Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa í tvígang sett fram frumvarp er varðar skilgreiningu á stafrænu ofbeldi í hegningarlögum en hvorugt frumvarpið náði í gegn. Á síðasta kjörtímabili var skýrt tekið fram að frumvarp sem skilgreinir stafrænt kynferðisofbeldi ætti að vera sett fram. Slíkt var ekki gert og enn hefur íslenska þjóðin sama dómsmálaráðherra og á síðasta kjörtímabili. Nú hefur Helgi Hrafn þó sett fram frumvarp sem 23 þingmenn standa á bak við, þó ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar. Frumvarpið tekur til breytinga á almennum hegningarlögum, nánar til tekið grein 210 sem fjallar um bann við dreifingu kláms, þá sérstaklega barnakláms. Verði frumvarpið samþykkt bætist eftirfarandi grein við grein 210:Hver sem af ásetningi dreifir mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Sé brot framið af stórkostlegu gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum. Þrátt fyrir að frumvarpið sé mikið gleðiefni í sjálfu sér verður að teljast undarlegt að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks standi á bak við frumvarpið. Sérstaklega ef tekið er mið af því að sjálfur dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, er þingkona Sjálfstæðisflokksins. Fyrir tæpu ári síðan sagði hún ekki nauðsynlegt að skilgreina stafrænt ofbeldi betur í lögum en ég sé ekki betur en að sú skoðun hennar sé tímaskekkja. Það hlýtur að teljast nauðsynlegt að skilgreina betur ofbeldi sem fer sívaxandi í nútímasamfélagi. Viljum við Íslendingar að afbrotamenn geti falið sig á bak við þá staðreynd að það séu í raun ekki til nein lög um brot þeirra? Viljum við enn þá að skömminni sé sífellt skellt á þolendur sem geta ekki einu sinni stutt sig við dómskerfið? Það held ég ekki. Nú situr eftir ósamkynja von í hjörtum okkar og ykkar. Við, sem viljum sjá skýrari refsiramma utan um hvers konar kynferðisbrot, krossum fingur og biðlum til þingsins að frumvarpið verði samþykkt. Þið, sem klórið ykkur í pungnum yfir þessu öllu saman og spyrjið enn „hva, má ekkert lengur?“ vonið að framþróunin, sem hefur orðið í umræðu um kynferðisbrot, stöðvi skyndilega og snúist í andhverfu sína. Við skulum sjá til þess að ykkur verði ekki gert til hæfis. Höfundur er nemandi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar