Hátt í hundrað börn fá hjálp úr atvinnulífinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. febrúar 2018 06:00 Björgvin Ingibergsson starfar hjá Tölvuteki eftir hádegi á miðvikudögum og kann því vel. Fyrirtækin sem taka þátt eru fjölbreytt. Vísir/Anton Brink „Ég byrjaði í ágúst og kann mjög vel við mig,“ segir Björgvin G. Ingibergsson. Hann er nemandi í 10. bekk Háaleitisskóla. Hluta úr skólatímanum starfar hann í versluninni Tölvutek. Þar hefur hann bæði fengið að vinna á verkstæðinu og í ráðgjöf við kúnna eftir hádegi á miðvikudögum. Hann segir hvort tveggja henta sér, en þó sé skemmtilegra í versluninni. „Mér líkar best við mig hér að hjálpa fólki. Ég spila rosalega mikið tölvuleiki og á auðvelt með að leiðbeina fólki að því sem það er að leita að hérna,“ segir hann. Björgvin er þátttakandi í verkefninu Atvinnutengt nám sem Reykjavíkurborg býður upp á í samstarfi við atvinnulífið. Þar er nemendum gefið tækifæri á að kynnast atvinnulífinu. Markmiðið er að mæta þeim nemendum sem líður illa í skóla og eiga undir högg að sækja félagslega. Þá er markmiðið að bæta líðan nemenda, að styrkja sjálfsmynd þeirra og vinna með umhverfislæsi þeirra. Börnin geta unnið allt að fjórar klukkustundir á viku, en ein klukkustund jafngildir 1,5 kennslustundum. Á hverjum vinnustað njóta þau leiðsagnar verkstjóra eða annarra starfsmanna. Arna Hrönn Aradóttir, hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, er verkefnastjóri Atvinnutengds náms. „Það sem við erum að vinna í núna er að fá meira samstarf við atvinnulífið af því að núna er ég með 25 krakka á biðlista og ég fæ ekki pláss fyrir þau. Mig vantar fleiri fyrirtæki.“ Núna eru 85 grunnskólabörn í Atvinnutengdu námi og hefur eftirspurn aukist verulega eftir áramót. „Þetta er oftast mætingarvandi og það er skólaleiði hjá 9. og 10. bekk. Börnin einangrast félagslega og þetta er kvíði,“ segir Arna um ástæður þess að nemendur sækja í þetta úrræði. Börnin þurfi að fá tækifæri til að efla sig á öðrum vettvangi en í skólanum. Reykjavíkurborg greiðir nemendunum fyrir vinnuna og fær nemandi í 9. bekk 600 krónur en nemandi í 10. bekk fær 800 krónur. Fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu með því að bjóða börnum vinnu eru fjölbreytt. Arna segir athuganir benda til þess að nemendur sem þiggja þetta úrræði hafi valið að fara í iðnnám að lokum grunnskóla frekar en að hætta í skóla. „Kokkanám, bifvélavirkjun, málmsmíði og þar fram eftir götunum,“ segir hún.Uppfært klukkan 10:25Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Björgvin væri í Hvassaleitisskóla. Hið rétta er að hann er í Háaleitisskóla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
„Ég byrjaði í ágúst og kann mjög vel við mig,“ segir Björgvin G. Ingibergsson. Hann er nemandi í 10. bekk Háaleitisskóla. Hluta úr skólatímanum starfar hann í versluninni Tölvutek. Þar hefur hann bæði fengið að vinna á verkstæðinu og í ráðgjöf við kúnna eftir hádegi á miðvikudögum. Hann segir hvort tveggja henta sér, en þó sé skemmtilegra í versluninni. „Mér líkar best við mig hér að hjálpa fólki. Ég spila rosalega mikið tölvuleiki og á auðvelt með að leiðbeina fólki að því sem það er að leita að hérna,“ segir hann. Björgvin er þátttakandi í verkefninu Atvinnutengt nám sem Reykjavíkurborg býður upp á í samstarfi við atvinnulífið. Þar er nemendum gefið tækifæri á að kynnast atvinnulífinu. Markmiðið er að mæta þeim nemendum sem líður illa í skóla og eiga undir högg að sækja félagslega. Þá er markmiðið að bæta líðan nemenda, að styrkja sjálfsmynd þeirra og vinna með umhverfislæsi þeirra. Börnin geta unnið allt að fjórar klukkustundir á viku, en ein klukkustund jafngildir 1,5 kennslustundum. Á hverjum vinnustað njóta þau leiðsagnar verkstjóra eða annarra starfsmanna. Arna Hrönn Aradóttir, hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, er verkefnastjóri Atvinnutengds náms. „Það sem við erum að vinna í núna er að fá meira samstarf við atvinnulífið af því að núna er ég með 25 krakka á biðlista og ég fæ ekki pláss fyrir þau. Mig vantar fleiri fyrirtæki.“ Núna eru 85 grunnskólabörn í Atvinnutengdu námi og hefur eftirspurn aukist verulega eftir áramót. „Þetta er oftast mætingarvandi og það er skólaleiði hjá 9. og 10. bekk. Börnin einangrast félagslega og þetta er kvíði,“ segir Arna um ástæður þess að nemendur sækja í þetta úrræði. Börnin þurfi að fá tækifæri til að efla sig á öðrum vettvangi en í skólanum. Reykjavíkurborg greiðir nemendunum fyrir vinnuna og fær nemandi í 9. bekk 600 krónur en nemandi í 10. bekk fær 800 krónur. Fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu með því að bjóða börnum vinnu eru fjölbreytt. Arna segir athuganir benda til þess að nemendur sem þiggja þetta úrræði hafi valið að fara í iðnnám að lokum grunnskóla frekar en að hætta í skóla. „Kokkanám, bifvélavirkjun, málmsmíði og þar fram eftir götunum,“ segir hún.Uppfært klukkan 10:25Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Björgvin væri í Hvassaleitisskóla. Hið rétta er að hann er í Háaleitisskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira