Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2018 10:40 Verðskrá verður á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Vísir/stefán Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gray Line greinir frá því í fréttatilkynningu að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn en fyrirtækið kærði áform Isavia um hækkun gjalds þann 10. janúar síðastliðinn. Nú hafi Gray Line borist afrit af bréfi Samkeppniseftirlitsins til Isavia vegna málsins, dagsett 6. febrúar. Isavia tilkynnti þann 1. desember síðastliðinn að gjaldataka myndi hefjast þann 1. mars næstkomandi af hópferðabílum sem sækja farþega á svokölluðum fjarstæðum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gjaldið á að vera 7.900 kr. fyrir minni bíla og 19.900 kr. fyrir stærri bíl.Verðhækkun á farþegaflutningum „Í bréfinu til Isavia segir Samkeppniseftirlitið ljóst af frummati sínu að fyrirhuguð gjaldataka Isavia á hópferðafyrirtæki muni að óbreyttu leiða til mikillar verðhækkunar á farþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. Þegar af þeirri ástæðu og vegna forsögu málsins hafi Samkeppniseftirlitið ákveðið að taka kæru Gray Line til meðferðar og hefja rannsókn. Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að háttsemi Isavia komi til skoðunar samkvæmt 11. grein samkeppnislaga, sem felur í sér bann við markaðsráðandi stöðu, svo og eftir atvikum 54. grein EES-samningsins. Samkeppniseftirlitið gefur Isavia frest til 16. febrúar til að skýra sjónarmið sín og skila upplýsingum um gjaldtökuáformin. Samkeppniseftirlitið óskar eftir öllum upplýsingum og gögnum sem Isavia býr yfir sem varða undirbúning og ákvarðanir um útboð á aðstöðu upp við flugstöðina, gjaldtöku á stæðum fyrir hópbifreiðar og vegna ákvörðunar um að undanskilja Strætó bs. frá gjaldtöku. Samkeppniseftirlitið óskar eftir að fá alla tölvupósta, minnisblöð, útreikninga og Excelskjöl, fundargerðir, samskipti við aðila á markaði og opinbera aðila,“ segir í tilkynningunni frá Gray Line. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2018 11:45 Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. 18. janúar 2018 18:45 Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gray Line greinir frá því í fréttatilkynningu að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn en fyrirtækið kærði áform Isavia um hækkun gjalds þann 10. janúar síðastliðinn. Nú hafi Gray Line borist afrit af bréfi Samkeppniseftirlitsins til Isavia vegna málsins, dagsett 6. febrúar. Isavia tilkynnti þann 1. desember síðastliðinn að gjaldataka myndi hefjast þann 1. mars næstkomandi af hópferðabílum sem sækja farþega á svokölluðum fjarstæðum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gjaldið á að vera 7.900 kr. fyrir minni bíla og 19.900 kr. fyrir stærri bíl.Verðhækkun á farþegaflutningum „Í bréfinu til Isavia segir Samkeppniseftirlitið ljóst af frummati sínu að fyrirhuguð gjaldataka Isavia á hópferðafyrirtæki muni að óbreyttu leiða til mikillar verðhækkunar á farþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. Þegar af þeirri ástæðu og vegna forsögu málsins hafi Samkeppniseftirlitið ákveðið að taka kæru Gray Line til meðferðar og hefja rannsókn. Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að háttsemi Isavia komi til skoðunar samkvæmt 11. grein samkeppnislaga, sem felur í sér bann við markaðsráðandi stöðu, svo og eftir atvikum 54. grein EES-samningsins. Samkeppniseftirlitið gefur Isavia frest til 16. febrúar til að skýra sjónarmið sín og skila upplýsingum um gjaldtökuáformin. Samkeppniseftirlitið óskar eftir öllum upplýsingum og gögnum sem Isavia býr yfir sem varða undirbúning og ákvarðanir um útboð á aðstöðu upp við flugstöðina, gjaldtöku á stæðum fyrir hópbifreiðar og vegna ákvörðunar um að undanskilja Strætó bs. frá gjaldtöku. Samkeppniseftirlitið óskar eftir að fá alla tölvupósta, minnisblöð, útreikninga og Excelskjöl, fundargerðir, samskipti við aðila á markaði og opinbera aðila,“ segir í tilkynningunni frá Gray Line.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2018 11:45 Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. 18. janúar 2018 18:45 Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2018 11:45
Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. 18. janúar 2018 18:45