Umferð, loftslag og staðreyndir Sabine Leskopf skrifar 8. febrúar 2018 12:44 Aldrei hafa verið jafn margir bílar á götum Reykjavíkur og einmitt núna. Aldrei höfum við dælt meira af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið en akkúrat núna. Við nálgumst ekki Parísarsamkomulagið um að draga úr útblæstri heldur aukum hann jafnt og þétt. Þetta eru staðreyndir sem koma upp í huga minn þegar verið er að tala um umferðarmál í Reykjavík. Komandi upphaflega frá Þýskalandi veit ég vel hvað umferðartafir eru, 3-4 klukkustundir í stórborg eða á hraðbraut, missa af flugi þess vegna og annað þvíumlíkt. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það stundum kátbroslegt þegar menn kvarta yfir umferðartöfum í Reykjavík í samanburði við það. En ég er farin að hafa áhyggjur af umferðinni í Reykjavík. Hún mengar svo gífurlega með öllum þessum fjölda bíla og svo margir á nagladekkjum. Mengunin í borginni er staðreynd sem ætti að valda okkur öllum áhyggjum, ekki bara þeim sem þjást af öndunarsjúkdómum. Mengunin er ekki gott vegarnesti fyrir börnin okkar, þvert á móti. Mengun af því tagi sem nú mælist í Reykjavík skaðar alla borgara og það er víða erlendis sem borgir grípa til ráðstafana þegar svo langt er gengið. Í mínu gamla heimalandi berjast íbúasamtök um allt land fyrir því að minnka umferð í nágrenni sínu og það er ekkert skrýtið. Við viljum helst hafa það rólegt nálægt okkur sjálfum en komast svo hindrunarlaust leiðar okkar á bílnum. En þetta hefur afleiðingar fyrir okkur, aðra og ekki síst komandi kynslóðir og það er kominn tími til að við hugsum alvarlega um þau mál. Talið er að á Íslandi deyja árlega 80 manns af völdum svifryksmengunar. Við stöndum á þröskuldi mikilla hamafara vegna hnattrænnar hlýnunar og þau sem súpa seyðið af því verða afkomendur okkar. Við getum ekki bara böðlast áfram eins og ekkert hafi í skorist. Og það þýðir ekkert að malda í móinn og segja að þetta reddist og það komi rafbílar fljótlega. Þær tugþúsundir bíla sem keyptir hafa verið undanfarna mánuði eru fæstir rafbílar og þeir eiga eftir að menga í 12-15 ár. Það er enn ein staðreyndin sem vert er að muna. Við verðum að stemma stigu við auknum útblæstri og það er verkefni okkar núna, ekki framtíðarkynslóða sem hvort sem er þurfa að berjast við afleiðingar gerða okkar í dag.Höfundur er varaborgarfulltrúi og formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Aldrei hafa verið jafn margir bílar á götum Reykjavíkur og einmitt núna. Aldrei höfum við dælt meira af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið en akkúrat núna. Við nálgumst ekki Parísarsamkomulagið um að draga úr útblæstri heldur aukum hann jafnt og þétt. Þetta eru staðreyndir sem koma upp í huga minn þegar verið er að tala um umferðarmál í Reykjavík. Komandi upphaflega frá Þýskalandi veit ég vel hvað umferðartafir eru, 3-4 klukkustundir í stórborg eða á hraðbraut, missa af flugi þess vegna og annað þvíumlíkt. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það stundum kátbroslegt þegar menn kvarta yfir umferðartöfum í Reykjavík í samanburði við það. En ég er farin að hafa áhyggjur af umferðinni í Reykjavík. Hún mengar svo gífurlega með öllum þessum fjölda bíla og svo margir á nagladekkjum. Mengunin í borginni er staðreynd sem ætti að valda okkur öllum áhyggjum, ekki bara þeim sem þjást af öndunarsjúkdómum. Mengunin er ekki gott vegarnesti fyrir börnin okkar, þvert á móti. Mengun af því tagi sem nú mælist í Reykjavík skaðar alla borgara og það er víða erlendis sem borgir grípa til ráðstafana þegar svo langt er gengið. Í mínu gamla heimalandi berjast íbúasamtök um allt land fyrir því að minnka umferð í nágrenni sínu og það er ekkert skrýtið. Við viljum helst hafa það rólegt nálægt okkur sjálfum en komast svo hindrunarlaust leiðar okkar á bílnum. En þetta hefur afleiðingar fyrir okkur, aðra og ekki síst komandi kynslóðir og það er kominn tími til að við hugsum alvarlega um þau mál. Talið er að á Íslandi deyja árlega 80 manns af völdum svifryksmengunar. Við stöndum á þröskuldi mikilla hamafara vegna hnattrænnar hlýnunar og þau sem súpa seyðið af því verða afkomendur okkar. Við getum ekki bara böðlast áfram eins og ekkert hafi í skorist. Og það þýðir ekkert að malda í móinn og segja að þetta reddist og það komi rafbílar fljótlega. Þær tugþúsundir bíla sem keyptir hafa verið undanfarna mánuði eru fæstir rafbílar og þeir eiga eftir að menga í 12-15 ár. Það er enn ein staðreyndin sem vert er að muna. Við verðum að stemma stigu við auknum útblæstri og það er verkefni okkar núna, ekki framtíðarkynslóða sem hvort sem er þurfa að berjast við afleiðingar gerða okkar í dag.Höfundur er varaborgarfulltrúi og formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun