Nóg komið Hörður Ægisson skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Áralöngum átökum stjórnvalda við kröfuhafa gömlu bankanna, erlenda vogunarsjóði, lauk sumarið 2015. Óhætt er að segja að þar hafi stjórnvöld haft fullnaðarsigur sem gerði þeim kleift að rjúfa einangrun Íslands við erlenda markaði. Kröfuhafar féllust á að gefa eftir eignir upp á um 500 milljarða auk annarra ráðstafana í því skyni að hægt væri að losa um höftin. Ávinningur Íslands fólst ekki aðeins í beinum stöðugleikaframlögum heldur ekki síður í þeirri staðreynd að haftaáætlunin þótti trúverðug og engin lagaleg eftirmál urðu af aðgerðum stjórnvalda. Það hefur meðal annars skilað sér í því að lánshæfiseinkunn Íslands hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í sögunni, vextir hafa lækkað, fjárfesting erlendra aðila stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins aldrei verið betri. Nú bregður svo við að þáverandi forsætisráðherra, sem átti ótvírætt einna mestan þátt í því að tryggja þessa niðurstöðu, hefur látið að því liggja að verið sé að hverfa frá þeirri stefnu sem þá var mörkuð í tengslum við yfirstandandi söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka. Þar hefur margt verið sagt sem ekki stenst skoðun. Í stað þess að bankinn yrði afhentur ríkinu, sem stóð til boða, var réttilega ákveðið að skynsamlegra væri að fela kröfuhöfum það verkefni – og milljarða króna kostnaðinn sem því fylgir – að koma honum í verð innan ákveðins tíma, með alþjóðlegu útboði og skráningu, en um leið að söluandvirðið færi að mestu til ríkissjóðs. Þetta var snjöll lausn sem er nú að raungerast. Ekkert slíkt væri í burðarliðnum ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins. Til að tryggja hagsmuni ríkisins var sett inn ákvæði um forkaupsrétt. Þetta var meðal annars gert til að girða fyrir þann möguleika að kröfuhafar myndu selja bankann á hrakvirði til erlendra sjóða þar sem þeir sjálfir væru hinir endanlegu eigendur. Með öðrum orðum að þeir tækju snúning á ríkið. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á kaupum vogunarsjóða á 30 prósenta hlut í Arion þá liggur það einfaldlega fyrir, samkvæmt þeim stöðugleikasamningum sem um var samið, að ríkið hafði ekki forkaupsrétt að þeim bréfum. Um þetta er óþarfi að deila – og því síður að gera tortryggilegt. Strangt til tekið fóru þau viðskipti fram á gengi sem var um tíu prósentum hærra en hefði þurft til að virkja forkaupsréttinn. Þá er einnig gert ráð fyrir því að hann sé endurskoðaður við opið útboð enda myndi forkaupsrétturinn að öðrum kosti útiloka í reynd skráningu á bankanum og þar með sölu til almennings. Engin ástæða er til að draga upp þá mynd að Ísland eigi enn í útistöðum við vogunarsjóði gömlu bankanna. Svo er ekki. Staðreyndin er sú að þeim eru settar þröngar skorður, byggt á þeim leikreglum sem stjórnvöld settu með stöðugleikaskilyrðunum, við sölu á Arion banka. Hagsmunir Íslands, beinir og óbeinir, af því að vel takist til við útboð bankans eru ekki síðri en kröfuhafa, sem fá aðeins lítinn hluta söluandvirðisins til sín. Því verður vart trúað að einhver vilji að stjórnvöld leysi til sín þriðja bankann, eitthvað sem þau hafa ekki sjálfdæmi um, og auka enn þá áhættu sem fylgir því að vera með fjármuni sem myndu nema um 30 prósentum af landsframleiðslu bundna í áhættusömum bankarekstri. Ekki er hægt að bjóða upp á þetta rugl mikið lengur. Það er nóg komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Áralöngum átökum stjórnvalda við kröfuhafa gömlu bankanna, erlenda vogunarsjóði, lauk sumarið 2015. Óhætt er að segja að þar hafi stjórnvöld haft fullnaðarsigur sem gerði þeim kleift að rjúfa einangrun Íslands við erlenda markaði. Kröfuhafar féllust á að gefa eftir eignir upp á um 500 milljarða auk annarra ráðstafana í því skyni að hægt væri að losa um höftin. Ávinningur Íslands fólst ekki aðeins í beinum stöðugleikaframlögum heldur ekki síður í þeirri staðreynd að haftaáætlunin þótti trúverðug og engin lagaleg eftirmál urðu af aðgerðum stjórnvalda. Það hefur meðal annars skilað sér í því að lánshæfiseinkunn Íslands hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í sögunni, vextir hafa lækkað, fjárfesting erlendra aðila stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins aldrei verið betri. Nú bregður svo við að þáverandi forsætisráðherra, sem átti ótvírætt einna mestan þátt í því að tryggja þessa niðurstöðu, hefur látið að því liggja að verið sé að hverfa frá þeirri stefnu sem þá var mörkuð í tengslum við yfirstandandi söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka. Þar hefur margt verið sagt sem ekki stenst skoðun. Í stað þess að bankinn yrði afhentur ríkinu, sem stóð til boða, var réttilega ákveðið að skynsamlegra væri að fela kröfuhöfum það verkefni – og milljarða króna kostnaðinn sem því fylgir – að koma honum í verð innan ákveðins tíma, með alþjóðlegu útboði og skráningu, en um leið að söluandvirðið færi að mestu til ríkissjóðs. Þetta var snjöll lausn sem er nú að raungerast. Ekkert slíkt væri í burðarliðnum ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins. Til að tryggja hagsmuni ríkisins var sett inn ákvæði um forkaupsrétt. Þetta var meðal annars gert til að girða fyrir þann möguleika að kröfuhafar myndu selja bankann á hrakvirði til erlendra sjóða þar sem þeir sjálfir væru hinir endanlegu eigendur. Með öðrum orðum að þeir tækju snúning á ríkið. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á kaupum vogunarsjóða á 30 prósenta hlut í Arion þá liggur það einfaldlega fyrir, samkvæmt þeim stöðugleikasamningum sem um var samið, að ríkið hafði ekki forkaupsrétt að þeim bréfum. Um þetta er óþarfi að deila – og því síður að gera tortryggilegt. Strangt til tekið fóru þau viðskipti fram á gengi sem var um tíu prósentum hærra en hefði þurft til að virkja forkaupsréttinn. Þá er einnig gert ráð fyrir því að hann sé endurskoðaður við opið útboð enda myndi forkaupsrétturinn að öðrum kosti útiloka í reynd skráningu á bankanum og þar með sölu til almennings. Engin ástæða er til að draga upp þá mynd að Ísland eigi enn í útistöðum við vogunarsjóði gömlu bankanna. Svo er ekki. Staðreyndin er sú að þeim eru settar þröngar skorður, byggt á þeim leikreglum sem stjórnvöld settu með stöðugleikaskilyrðunum, við sölu á Arion banka. Hagsmunir Íslands, beinir og óbeinir, af því að vel takist til við útboð bankans eru ekki síðri en kröfuhafa, sem fá aðeins lítinn hluta söluandvirðisins til sín. Því verður vart trúað að einhver vilji að stjórnvöld leysi til sín þriðja bankann, eitthvað sem þau hafa ekki sjálfdæmi um, og auka enn þá áhættu sem fylgir því að vera með fjármuni sem myndu nema um 30 prósentum af landsframleiðslu bundna í áhættusömum bankarekstri. Ekki er hægt að bjóða upp á þetta rugl mikið lengur. Það er nóg komið.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun