Manneskjurófið Björk Vilhelmsson skrifar 30. janúar 2018 07:00 Hugtakið manneskjuróf kom upp í huga mér fyrir nokkrum dögum þegar ég hafði hitt nokkur ungmenni sem lifðu á jaðri samfélagsins og voru, að þeim fannst, á valdi sjúkdóma og kerfa sem þau höfðu enga stjórn á. Þar sem ég fann ekki hugtakið á netinu ákvað ég að koma því í umferð því ég tel að mennskan og það sem sameinar okkur þurfi að vera sterkara en það sem greinir okkur hvert frá öðru. Ég lít svo á að við séum öll einhvers staðar á manneskjurófinu. Við líklega dreifumst um þetta róf í samræmi við normalkúrfuna og ef svo er, eru bara örfáir á jaðrinum. Það er eðlilegt að sveiflast innan normalkúrfunnar og maður er sjaldnast lengi á sama stað á rófinu. Allar manneskjur sveiflast og takast á við áföll, líkamlega og andlega sjúkdóma sem og gleðistundir í lífinu. Þannig er lífið í blíðu og stríðu. Það sem við erum að takast á við hverju sinni, á ekki að skilgreina okkur sem manneskjur, heldur mennskan í okkur. Um daginn hitti ég atvinnulausa unga konu sem var kvíðin og þunglynd. Fyrir mér var það ósköp eðlilegt ástand miðað við aðstæður hennar, aldur og fyrri störf, eins og maður segir stundum. Ég sagði við konuna að mér þætti hún algerlega normal og hún bæri utan á sér góðmennsku, heiðarleika og traust. Þegar orðið normal kom óhugsað út úr munni mínum var eins og ég hefði gefið henni gull og græna skóga. Hún nánast lyftist upp úr stólnum og fór að tala um það sem hana langaði að gera í framtíðinni. En hún gat lítið gert, því í hennar huga var hún fyrst og fremst ung kona með sjúkdóma sem hún hafði ekkert vald á og því ekki á eigin lífi.Á jaðri samfélagsins Undanfarin ár hef ég hitt margt ungt fólk sem hvorki fótar sig í vinnu né í námi. Þau eiga það sammerkt að vera fjölgreind, bæði í þeim skilningi að hafa margar mismundandi gáfur til að bera en hafa líka margar raskanir samkvæmt alþjóðlegum læknisfræðilegum skilgreiningum. Fólkið sem ég hitti er iðulega með lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni, kvíða og eða þunglyndi. Mörg eiga þau það sammerkt að vera á valdi þessara sjúkdóma eða raskana, enda í hugum flestra ekki fyrir venjulegt fólk að eiga við slíkt. Það er eitthvað sem sérfræðingar eiga að takast á við. Sjúkdómar og raskanir hafa þannig ýtt þeim út á jaðar samfélagsins þar sem þau búa við fátækt og félagslega einangrun, þar sem samfélaginu hefur ekki tekist að finna þeim vinnu eða nám við hæfi. Seint og um síðir er þeim síðan boðið í starfsendurhæfingu. Kvíði og þunglyndi eru eðlilegur fylgifiskur þess að hafa ekki hlutverk í lífinu og vera óvirkur í þeim skilningi að vera hvorki í vinnu né í námi. Oft er besta lausnin á því að komast í nám eða vinnu og sjá hvort það skili ekki bata. Oft er líka nauðsynlegt að taka lyf og nýta margs konar þjónustu samhliða. En það þarf að vera samhliða, ekki í stað virkni. Einnig er mikilvægt að samhliða sjúkdómsgreiningum sé fólk rækilega minnt á að það sé nú samt á manneskjurófinu einhvers staðar í normalkúrfunni. Þannig komum við kannski í veg fyrir að fólk verði fórnarlömb sjúkdómsins og verði þá frekar fullgildir þátttakendur samfélagsins eins og þau langar sjálf til að vera. Þessi nálgun er almennt kölluð valdefling. Sem félagsráðgjafi ber mér að valdefla, það er að aðstoða fólk með að ná valdi yfir eigin lífi. Einungis þannig getur fólk breytt aðstæðum sínum til hins betra en er ekki háð valdi annarra. Með því að vera mennsk og umbera hvort annað í blíðu og stríðu gefum við fólki tækifæri.Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Hugtakið manneskjuróf kom upp í huga mér fyrir nokkrum dögum þegar ég hafði hitt nokkur ungmenni sem lifðu á jaðri samfélagsins og voru, að þeim fannst, á valdi sjúkdóma og kerfa sem þau höfðu enga stjórn á. Þar sem ég fann ekki hugtakið á netinu ákvað ég að koma því í umferð því ég tel að mennskan og það sem sameinar okkur þurfi að vera sterkara en það sem greinir okkur hvert frá öðru. Ég lít svo á að við séum öll einhvers staðar á manneskjurófinu. Við líklega dreifumst um þetta róf í samræmi við normalkúrfuna og ef svo er, eru bara örfáir á jaðrinum. Það er eðlilegt að sveiflast innan normalkúrfunnar og maður er sjaldnast lengi á sama stað á rófinu. Allar manneskjur sveiflast og takast á við áföll, líkamlega og andlega sjúkdóma sem og gleðistundir í lífinu. Þannig er lífið í blíðu og stríðu. Það sem við erum að takast á við hverju sinni, á ekki að skilgreina okkur sem manneskjur, heldur mennskan í okkur. Um daginn hitti ég atvinnulausa unga konu sem var kvíðin og þunglynd. Fyrir mér var það ósköp eðlilegt ástand miðað við aðstæður hennar, aldur og fyrri störf, eins og maður segir stundum. Ég sagði við konuna að mér þætti hún algerlega normal og hún bæri utan á sér góðmennsku, heiðarleika og traust. Þegar orðið normal kom óhugsað út úr munni mínum var eins og ég hefði gefið henni gull og græna skóga. Hún nánast lyftist upp úr stólnum og fór að tala um það sem hana langaði að gera í framtíðinni. En hún gat lítið gert, því í hennar huga var hún fyrst og fremst ung kona með sjúkdóma sem hún hafði ekkert vald á og því ekki á eigin lífi.Á jaðri samfélagsins Undanfarin ár hef ég hitt margt ungt fólk sem hvorki fótar sig í vinnu né í námi. Þau eiga það sammerkt að vera fjölgreind, bæði í þeim skilningi að hafa margar mismundandi gáfur til að bera en hafa líka margar raskanir samkvæmt alþjóðlegum læknisfræðilegum skilgreiningum. Fólkið sem ég hitti er iðulega með lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni, kvíða og eða þunglyndi. Mörg eiga þau það sammerkt að vera á valdi þessara sjúkdóma eða raskana, enda í hugum flestra ekki fyrir venjulegt fólk að eiga við slíkt. Það er eitthvað sem sérfræðingar eiga að takast á við. Sjúkdómar og raskanir hafa þannig ýtt þeim út á jaðar samfélagsins þar sem þau búa við fátækt og félagslega einangrun, þar sem samfélaginu hefur ekki tekist að finna þeim vinnu eða nám við hæfi. Seint og um síðir er þeim síðan boðið í starfsendurhæfingu. Kvíði og þunglyndi eru eðlilegur fylgifiskur þess að hafa ekki hlutverk í lífinu og vera óvirkur í þeim skilningi að vera hvorki í vinnu né í námi. Oft er besta lausnin á því að komast í nám eða vinnu og sjá hvort það skili ekki bata. Oft er líka nauðsynlegt að taka lyf og nýta margs konar þjónustu samhliða. En það þarf að vera samhliða, ekki í stað virkni. Einnig er mikilvægt að samhliða sjúkdómsgreiningum sé fólk rækilega minnt á að það sé nú samt á manneskjurófinu einhvers staðar í normalkúrfunni. Þannig komum við kannski í veg fyrir að fólk verði fórnarlömb sjúkdómsins og verði þá frekar fullgildir þátttakendur samfélagsins eins og þau langar sjálf til að vera. Þessi nálgun er almennt kölluð valdefling. Sem félagsráðgjafi ber mér að valdefla, það er að aðstoða fólk með að ná valdi yfir eigin lífi. Einungis þannig getur fólk breytt aðstæðum sínum til hins betra en er ekki háð valdi annarra. Með því að vera mennsk og umbera hvort annað í blíðu og stríðu gefum við fólki tækifæri.Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar