Manneskjurófið Björk Vilhelmsson skrifar 30. janúar 2018 07:00 Hugtakið manneskjuróf kom upp í huga mér fyrir nokkrum dögum þegar ég hafði hitt nokkur ungmenni sem lifðu á jaðri samfélagsins og voru, að þeim fannst, á valdi sjúkdóma og kerfa sem þau höfðu enga stjórn á. Þar sem ég fann ekki hugtakið á netinu ákvað ég að koma því í umferð því ég tel að mennskan og það sem sameinar okkur þurfi að vera sterkara en það sem greinir okkur hvert frá öðru. Ég lít svo á að við séum öll einhvers staðar á manneskjurófinu. Við líklega dreifumst um þetta róf í samræmi við normalkúrfuna og ef svo er, eru bara örfáir á jaðrinum. Það er eðlilegt að sveiflast innan normalkúrfunnar og maður er sjaldnast lengi á sama stað á rófinu. Allar manneskjur sveiflast og takast á við áföll, líkamlega og andlega sjúkdóma sem og gleðistundir í lífinu. Þannig er lífið í blíðu og stríðu. Það sem við erum að takast á við hverju sinni, á ekki að skilgreina okkur sem manneskjur, heldur mennskan í okkur. Um daginn hitti ég atvinnulausa unga konu sem var kvíðin og þunglynd. Fyrir mér var það ósköp eðlilegt ástand miðað við aðstæður hennar, aldur og fyrri störf, eins og maður segir stundum. Ég sagði við konuna að mér þætti hún algerlega normal og hún bæri utan á sér góðmennsku, heiðarleika og traust. Þegar orðið normal kom óhugsað út úr munni mínum var eins og ég hefði gefið henni gull og græna skóga. Hún nánast lyftist upp úr stólnum og fór að tala um það sem hana langaði að gera í framtíðinni. En hún gat lítið gert, því í hennar huga var hún fyrst og fremst ung kona með sjúkdóma sem hún hafði ekkert vald á og því ekki á eigin lífi.Á jaðri samfélagsins Undanfarin ár hef ég hitt margt ungt fólk sem hvorki fótar sig í vinnu né í námi. Þau eiga það sammerkt að vera fjölgreind, bæði í þeim skilningi að hafa margar mismundandi gáfur til að bera en hafa líka margar raskanir samkvæmt alþjóðlegum læknisfræðilegum skilgreiningum. Fólkið sem ég hitti er iðulega með lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni, kvíða og eða þunglyndi. Mörg eiga þau það sammerkt að vera á valdi þessara sjúkdóma eða raskana, enda í hugum flestra ekki fyrir venjulegt fólk að eiga við slíkt. Það er eitthvað sem sérfræðingar eiga að takast á við. Sjúkdómar og raskanir hafa þannig ýtt þeim út á jaðar samfélagsins þar sem þau búa við fátækt og félagslega einangrun, þar sem samfélaginu hefur ekki tekist að finna þeim vinnu eða nám við hæfi. Seint og um síðir er þeim síðan boðið í starfsendurhæfingu. Kvíði og þunglyndi eru eðlilegur fylgifiskur þess að hafa ekki hlutverk í lífinu og vera óvirkur í þeim skilningi að vera hvorki í vinnu né í námi. Oft er besta lausnin á því að komast í nám eða vinnu og sjá hvort það skili ekki bata. Oft er líka nauðsynlegt að taka lyf og nýta margs konar þjónustu samhliða. En það þarf að vera samhliða, ekki í stað virkni. Einnig er mikilvægt að samhliða sjúkdómsgreiningum sé fólk rækilega minnt á að það sé nú samt á manneskjurófinu einhvers staðar í normalkúrfunni. Þannig komum við kannski í veg fyrir að fólk verði fórnarlömb sjúkdómsins og verði þá frekar fullgildir þátttakendur samfélagsins eins og þau langar sjálf til að vera. Þessi nálgun er almennt kölluð valdefling. Sem félagsráðgjafi ber mér að valdefla, það er að aðstoða fólk með að ná valdi yfir eigin lífi. Einungis þannig getur fólk breytt aðstæðum sínum til hins betra en er ekki háð valdi annarra. Með því að vera mennsk og umbera hvort annað í blíðu og stríðu gefum við fólki tækifæri.Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Hugtakið manneskjuróf kom upp í huga mér fyrir nokkrum dögum þegar ég hafði hitt nokkur ungmenni sem lifðu á jaðri samfélagsins og voru, að þeim fannst, á valdi sjúkdóma og kerfa sem þau höfðu enga stjórn á. Þar sem ég fann ekki hugtakið á netinu ákvað ég að koma því í umferð því ég tel að mennskan og það sem sameinar okkur þurfi að vera sterkara en það sem greinir okkur hvert frá öðru. Ég lít svo á að við séum öll einhvers staðar á manneskjurófinu. Við líklega dreifumst um þetta róf í samræmi við normalkúrfuna og ef svo er, eru bara örfáir á jaðrinum. Það er eðlilegt að sveiflast innan normalkúrfunnar og maður er sjaldnast lengi á sama stað á rófinu. Allar manneskjur sveiflast og takast á við áföll, líkamlega og andlega sjúkdóma sem og gleðistundir í lífinu. Þannig er lífið í blíðu og stríðu. Það sem við erum að takast á við hverju sinni, á ekki að skilgreina okkur sem manneskjur, heldur mennskan í okkur. Um daginn hitti ég atvinnulausa unga konu sem var kvíðin og þunglynd. Fyrir mér var það ósköp eðlilegt ástand miðað við aðstæður hennar, aldur og fyrri störf, eins og maður segir stundum. Ég sagði við konuna að mér þætti hún algerlega normal og hún bæri utan á sér góðmennsku, heiðarleika og traust. Þegar orðið normal kom óhugsað út úr munni mínum var eins og ég hefði gefið henni gull og græna skóga. Hún nánast lyftist upp úr stólnum og fór að tala um það sem hana langaði að gera í framtíðinni. En hún gat lítið gert, því í hennar huga var hún fyrst og fremst ung kona með sjúkdóma sem hún hafði ekkert vald á og því ekki á eigin lífi.Á jaðri samfélagsins Undanfarin ár hef ég hitt margt ungt fólk sem hvorki fótar sig í vinnu né í námi. Þau eiga það sammerkt að vera fjölgreind, bæði í þeim skilningi að hafa margar mismundandi gáfur til að bera en hafa líka margar raskanir samkvæmt alþjóðlegum læknisfræðilegum skilgreiningum. Fólkið sem ég hitti er iðulega með lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni, kvíða og eða þunglyndi. Mörg eiga þau það sammerkt að vera á valdi þessara sjúkdóma eða raskana, enda í hugum flestra ekki fyrir venjulegt fólk að eiga við slíkt. Það er eitthvað sem sérfræðingar eiga að takast á við. Sjúkdómar og raskanir hafa þannig ýtt þeim út á jaðar samfélagsins þar sem þau búa við fátækt og félagslega einangrun, þar sem samfélaginu hefur ekki tekist að finna þeim vinnu eða nám við hæfi. Seint og um síðir er þeim síðan boðið í starfsendurhæfingu. Kvíði og þunglyndi eru eðlilegur fylgifiskur þess að hafa ekki hlutverk í lífinu og vera óvirkur í þeim skilningi að vera hvorki í vinnu né í námi. Oft er besta lausnin á því að komast í nám eða vinnu og sjá hvort það skili ekki bata. Oft er líka nauðsynlegt að taka lyf og nýta margs konar þjónustu samhliða. En það þarf að vera samhliða, ekki í stað virkni. Einnig er mikilvægt að samhliða sjúkdómsgreiningum sé fólk rækilega minnt á að það sé nú samt á manneskjurófinu einhvers staðar í normalkúrfunni. Þannig komum við kannski í veg fyrir að fólk verði fórnarlömb sjúkdómsins og verði þá frekar fullgildir þátttakendur samfélagsins eins og þau langar sjálf til að vera. Þessi nálgun er almennt kölluð valdefling. Sem félagsráðgjafi ber mér að valdefla, það er að aðstoða fólk með að ná valdi yfir eigin lífi. Einungis þannig getur fólk breytt aðstæðum sínum til hins betra en er ekki háð valdi annarra. Með því að vera mennsk og umbera hvort annað í blíðu og stríðu gefum við fólki tækifæri.Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun