Manneskjurófið Björk Vilhelmsson skrifar 30. janúar 2018 07:00 Hugtakið manneskjuróf kom upp í huga mér fyrir nokkrum dögum þegar ég hafði hitt nokkur ungmenni sem lifðu á jaðri samfélagsins og voru, að þeim fannst, á valdi sjúkdóma og kerfa sem þau höfðu enga stjórn á. Þar sem ég fann ekki hugtakið á netinu ákvað ég að koma því í umferð því ég tel að mennskan og það sem sameinar okkur þurfi að vera sterkara en það sem greinir okkur hvert frá öðru. Ég lít svo á að við séum öll einhvers staðar á manneskjurófinu. Við líklega dreifumst um þetta róf í samræmi við normalkúrfuna og ef svo er, eru bara örfáir á jaðrinum. Það er eðlilegt að sveiflast innan normalkúrfunnar og maður er sjaldnast lengi á sama stað á rófinu. Allar manneskjur sveiflast og takast á við áföll, líkamlega og andlega sjúkdóma sem og gleðistundir í lífinu. Þannig er lífið í blíðu og stríðu. Það sem við erum að takast á við hverju sinni, á ekki að skilgreina okkur sem manneskjur, heldur mennskan í okkur. Um daginn hitti ég atvinnulausa unga konu sem var kvíðin og þunglynd. Fyrir mér var það ósköp eðlilegt ástand miðað við aðstæður hennar, aldur og fyrri störf, eins og maður segir stundum. Ég sagði við konuna að mér þætti hún algerlega normal og hún bæri utan á sér góðmennsku, heiðarleika og traust. Þegar orðið normal kom óhugsað út úr munni mínum var eins og ég hefði gefið henni gull og græna skóga. Hún nánast lyftist upp úr stólnum og fór að tala um það sem hana langaði að gera í framtíðinni. En hún gat lítið gert, því í hennar huga var hún fyrst og fremst ung kona með sjúkdóma sem hún hafði ekkert vald á og því ekki á eigin lífi.Á jaðri samfélagsins Undanfarin ár hef ég hitt margt ungt fólk sem hvorki fótar sig í vinnu né í námi. Þau eiga það sammerkt að vera fjölgreind, bæði í þeim skilningi að hafa margar mismundandi gáfur til að bera en hafa líka margar raskanir samkvæmt alþjóðlegum læknisfræðilegum skilgreiningum. Fólkið sem ég hitti er iðulega með lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni, kvíða og eða þunglyndi. Mörg eiga þau það sammerkt að vera á valdi þessara sjúkdóma eða raskana, enda í hugum flestra ekki fyrir venjulegt fólk að eiga við slíkt. Það er eitthvað sem sérfræðingar eiga að takast á við. Sjúkdómar og raskanir hafa þannig ýtt þeim út á jaðar samfélagsins þar sem þau búa við fátækt og félagslega einangrun, þar sem samfélaginu hefur ekki tekist að finna þeim vinnu eða nám við hæfi. Seint og um síðir er þeim síðan boðið í starfsendurhæfingu. Kvíði og þunglyndi eru eðlilegur fylgifiskur þess að hafa ekki hlutverk í lífinu og vera óvirkur í þeim skilningi að vera hvorki í vinnu né í námi. Oft er besta lausnin á því að komast í nám eða vinnu og sjá hvort það skili ekki bata. Oft er líka nauðsynlegt að taka lyf og nýta margs konar þjónustu samhliða. En það þarf að vera samhliða, ekki í stað virkni. Einnig er mikilvægt að samhliða sjúkdómsgreiningum sé fólk rækilega minnt á að það sé nú samt á manneskjurófinu einhvers staðar í normalkúrfunni. Þannig komum við kannski í veg fyrir að fólk verði fórnarlömb sjúkdómsins og verði þá frekar fullgildir þátttakendur samfélagsins eins og þau langar sjálf til að vera. Þessi nálgun er almennt kölluð valdefling. Sem félagsráðgjafi ber mér að valdefla, það er að aðstoða fólk með að ná valdi yfir eigin lífi. Einungis þannig getur fólk breytt aðstæðum sínum til hins betra en er ekki háð valdi annarra. Með því að vera mennsk og umbera hvort annað í blíðu og stríðu gefum við fólki tækifæri.Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Hugtakið manneskjuróf kom upp í huga mér fyrir nokkrum dögum þegar ég hafði hitt nokkur ungmenni sem lifðu á jaðri samfélagsins og voru, að þeim fannst, á valdi sjúkdóma og kerfa sem þau höfðu enga stjórn á. Þar sem ég fann ekki hugtakið á netinu ákvað ég að koma því í umferð því ég tel að mennskan og það sem sameinar okkur þurfi að vera sterkara en það sem greinir okkur hvert frá öðru. Ég lít svo á að við séum öll einhvers staðar á manneskjurófinu. Við líklega dreifumst um þetta róf í samræmi við normalkúrfuna og ef svo er, eru bara örfáir á jaðrinum. Það er eðlilegt að sveiflast innan normalkúrfunnar og maður er sjaldnast lengi á sama stað á rófinu. Allar manneskjur sveiflast og takast á við áföll, líkamlega og andlega sjúkdóma sem og gleðistundir í lífinu. Þannig er lífið í blíðu og stríðu. Það sem við erum að takast á við hverju sinni, á ekki að skilgreina okkur sem manneskjur, heldur mennskan í okkur. Um daginn hitti ég atvinnulausa unga konu sem var kvíðin og þunglynd. Fyrir mér var það ósköp eðlilegt ástand miðað við aðstæður hennar, aldur og fyrri störf, eins og maður segir stundum. Ég sagði við konuna að mér þætti hún algerlega normal og hún bæri utan á sér góðmennsku, heiðarleika og traust. Þegar orðið normal kom óhugsað út úr munni mínum var eins og ég hefði gefið henni gull og græna skóga. Hún nánast lyftist upp úr stólnum og fór að tala um það sem hana langaði að gera í framtíðinni. En hún gat lítið gert, því í hennar huga var hún fyrst og fremst ung kona með sjúkdóma sem hún hafði ekkert vald á og því ekki á eigin lífi.Á jaðri samfélagsins Undanfarin ár hef ég hitt margt ungt fólk sem hvorki fótar sig í vinnu né í námi. Þau eiga það sammerkt að vera fjölgreind, bæði í þeim skilningi að hafa margar mismundandi gáfur til að bera en hafa líka margar raskanir samkvæmt alþjóðlegum læknisfræðilegum skilgreiningum. Fólkið sem ég hitti er iðulega með lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni, kvíða og eða þunglyndi. Mörg eiga þau það sammerkt að vera á valdi þessara sjúkdóma eða raskana, enda í hugum flestra ekki fyrir venjulegt fólk að eiga við slíkt. Það er eitthvað sem sérfræðingar eiga að takast á við. Sjúkdómar og raskanir hafa þannig ýtt þeim út á jaðar samfélagsins þar sem þau búa við fátækt og félagslega einangrun, þar sem samfélaginu hefur ekki tekist að finna þeim vinnu eða nám við hæfi. Seint og um síðir er þeim síðan boðið í starfsendurhæfingu. Kvíði og þunglyndi eru eðlilegur fylgifiskur þess að hafa ekki hlutverk í lífinu og vera óvirkur í þeim skilningi að vera hvorki í vinnu né í námi. Oft er besta lausnin á því að komast í nám eða vinnu og sjá hvort það skili ekki bata. Oft er líka nauðsynlegt að taka lyf og nýta margs konar þjónustu samhliða. En það þarf að vera samhliða, ekki í stað virkni. Einnig er mikilvægt að samhliða sjúkdómsgreiningum sé fólk rækilega minnt á að það sé nú samt á manneskjurófinu einhvers staðar í normalkúrfunni. Þannig komum við kannski í veg fyrir að fólk verði fórnarlömb sjúkdómsins og verði þá frekar fullgildir þátttakendur samfélagsins eins og þau langar sjálf til að vera. Þessi nálgun er almennt kölluð valdefling. Sem félagsráðgjafi ber mér að valdefla, það er að aðstoða fólk með að ná valdi yfir eigin lífi. Einungis þannig getur fólk breytt aðstæðum sínum til hins betra en er ekki háð valdi annarra. Með því að vera mennsk og umbera hvort annað í blíðu og stríðu gefum við fólki tækifæri.Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun