Valdefling. Ekki vorkunn. Sabine Leskopf skrifar 30. janúar 2018 08:26 MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í síðustu viku vöktu athygli. Þetta voru sömu sögurnar en samt ekki. Í þeim var talað um hrottalegt ofbeldi, um niðurlægingar, um mismunun af hálfu einstaklinga og kerfisins. En það sem var öðruvísi en hjá öðrum hópum sem höfðu áður stigið fram var sú margþætta mismunun sem þessi hópur lýsir og það var líka raddleysi og alger einangrun sem margar af þessum konum upplifa. Í okkar feðraveldi eru nefnilega ekki bara karlmenn, þar eru líka hefðir, þar er ótti við hið ókunnuga, þar er tungumál, þar eru lög og stofnanir og þar er sannfæring margra – jafnvel margra kvenna – um að jafnrétti snúist einungis um kynjajafnrétti. Ég hef verið í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna, vann í Alþjóðahúsinu, er nú varaborgarfulltrúi og sit í stjórn Kvennaathvarfsins og barátta mín hefur farið fram á tveimur vígvöllum. Að upplýsa, styðja og styrkja konur af erlendum uppruna sem þurfa á því að halda. Til þess flutti ég til dæmis hugmyndina um jafningjaráðgjöf frá Lissabon hingað sem félagar mínir í Samtökunum hafa haldið gangandi af krafti en þar styðja konur af erlendum uppruna aðrar sem þurfa á því að halda. Upplýsingagjöf og útrétt hönd í neyð er það sem svo margar konur af erlendum uppruna þurfa á að halda. En það þarf meira til. Það þarf bekkjarfulltrúa sem taka eftir að mæður af erlendum uppruna mæta aldrei á fundi, það þarf fyrirtæki sem líta á innflytjendur sem mannauð, ekki bara ódýrasta kostinn, það þarf innflytjendur í ábyrgðarstörfum í stéttarfélögum og opinberum stofnunum, það þarf fjölmiðla sem tala við innflytjendur um annað en bara innflytjendamál, það þarf pólitíska umræðu sem er tilbúin að gera sér grein fyrir að innflytjendur geta komið með nýrri, jafnvel ferskari sýn á hlutina sem eru oft bara eins og þeir eru að því að þeir voru það alltaf. Það hefur ekki alltaf verið einfalt að taka til máls í opinberri umræðu og það tók ansi mikið á að ákveða að bjóða sig fram í prófkjöri en ég hvet sem flesta konur af erlendum uppruna að taka þátt í komandi sveitastjórnarkosningum og hvet alla flokka að setja upp innflytjendagleraugun eins og við höfum lært að setja upp kynjagleraugun.Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Sabine Leskopf Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í síðustu viku vöktu athygli. Þetta voru sömu sögurnar en samt ekki. Í þeim var talað um hrottalegt ofbeldi, um niðurlægingar, um mismunun af hálfu einstaklinga og kerfisins. En það sem var öðruvísi en hjá öðrum hópum sem höfðu áður stigið fram var sú margþætta mismunun sem þessi hópur lýsir og það var líka raddleysi og alger einangrun sem margar af þessum konum upplifa. Í okkar feðraveldi eru nefnilega ekki bara karlmenn, þar eru líka hefðir, þar er ótti við hið ókunnuga, þar er tungumál, þar eru lög og stofnanir og þar er sannfæring margra – jafnvel margra kvenna – um að jafnrétti snúist einungis um kynjajafnrétti. Ég hef verið í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna, vann í Alþjóðahúsinu, er nú varaborgarfulltrúi og sit í stjórn Kvennaathvarfsins og barátta mín hefur farið fram á tveimur vígvöllum. Að upplýsa, styðja og styrkja konur af erlendum uppruna sem þurfa á því að halda. Til þess flutti ég til dæmis hugmyndina um jafningjaráðgjöf frá Lissabon hingað sem félagar mínir í Samtökunum hafa haldið gangandi af krafti en þar styðja konur af erlendum uppruna aðrar sem þurfa á því að halda. Upplýsingagjöf og útrétt hönd í neyð er það sem svo margar konur af erlendum uppruna þurfa á að halda. En það þarf meira til. Það þarf bekkjarfulltrúa sem taka eftir að mæður af erlendum uppruna mæta aldrei á fundi, það þarf fyrirtæki sem líta á innflytjendur sem mannauð, ekki bara ódýrasta kostinn, það þarf innflytjendur í ábyrgðarstörfum í stéttarfélögum og opinberum stofnunum, það þarf fjölmiðla sem tala við innflytjendur um annað en bara innflytjendamál, það þarf pólitíska umræðu sem er tilbúin að gera sér grein fyrir að innflytjendur geta komið með nýrri, jafnvel ferskari sýn á hlutina sem eru oft bara eins og þeir eru að því að þeir voru það alltaf. Það hefur ekki alltaf verið einfalt að taka til máls í opinberri umræðu og það tók ansi mikið á að ákveða að bjóða sig fram í prófkjöri en ég hvet sem flesta konur af erlendum uppruna að taka þátt í komandi sveitastjórnarkosningum og hvet alla flokka að setja upp innflytjendagleraugun eins og við höfum lært að setja upp kynjagleraugun.Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun