Valdefling. Ekki vorkunn. Sabine Leskopf skrifar 30. janúar 2018 08:26 MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í síðustu viku vöktu athygli. Þetta voru sömu sögurnar en samt ekki. Í þeim var talað um hrottalegt ofbeldi, um niðurlægingar, um mismunun af hálfu einstaklinga og kerfisins. En það sem var öðruvísi en hjá öðrum hópum sem höfðu áður stigið fram var sú margþætta mismunun sem þessi hópur lýsir og það var líka raddleysi og alger einangrun sem margar af þessum konum upplifa. Í okkar feðraveldi eru nefnilega ekki bara karlmenn, þar eru líka hefðir, þar er ótti við hið ókunnuga, þar er tungumál, þar eru lög og stofnanir og þar er sannfæring margra – jafnvel margra kvenna – um að jafnrétti snúist einungis um kynjajafnrétti. Ég hef verið í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna, vann í Alþjóðahúsinu, er nú varaborgarfulltrúi og sit í stjórn Kvennaathvarfsins og barátta mín hefur farið fram á tveimur vígvöllum. Að upplýsa, styðja og styrkja konur af erlendum uppruna sem þurfa á því að halda. Til þess flutti ég til dæmis hugmyndina um jafningjaráðgjöf frá Lissabon hingað sem félagar mínir í Samtökunum hafa haldið gangandi af krafti en þar styðja konur af erlendum uppruna aðrar sem þurfa á því að halda. Upplýsingagjöf og útrétt hönd í neyð er það sem svo margar konur af erlendum uppruna þurfa á að halda. En það þarf meira til. Það þarf bekkjarfulltrúa sem taka eftir að mæður af erlendum uppruna mæta aldrei á fundi, það þarf fyrirtæki sem líta á innflytjendur sem mannauð, ekki bara ódýrasta kostinn, það þarf innflytjendur í ábyrgðarstörfum í stéttarfélögum og opinberum stofnunum, það þarf fjölmiðla sem tala við innflytjendur um annað en bara innflytjendamál, það þarf pólitíska umræðu sem er tilbúin að gera sér grein fyrir að innflytjendur geta komið með nýrri, jafnvel ferskari sýn á hlutina sem eru oft bara eins og þeir eru að því að þeir voru það alltaf. Það hefur ekki alltaf verið einfalt að taka til máls í opinberri umræðu og það tók ansi mikið á að ákveða að bjóða sig fram í prófkjöri en ég hvet sem flesta konur af erlendum uppruna að taka þátt í komandi sveitastjórnarkosningum og hvet alla flokka að setja upp innflytjendagleraugun eins og við höfum lært að setja upp kynjagleraugun.Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Sabine Leskopf Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Skoðun Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í síðustu viku vöktu athygli. Þetta voru sömu sögurnar en samt ekki. Í þeim var talað um hrottalegt ofbeldi, um niðurlægingar, um mismunun af hálfu einstaklinga og kerfisins. En það sem var öðruvísi en hjá öðrum hópum sem höfðu áður stigið fram var sú margþætta mismunun sem þessi hópur lýsir og það var líka raddleysi og alger einangrun sem margar af þessum konum upplifa. Í okkar feðraveldi eru nefnilega ekki bara karlmenn, þar eru líka hefðir, þar er ótti við hið ókunnuga, þar er tungumál, þar eru lög og stofnanir og þar er sannfæring margra – jafnvel margra kvenna – um að jafnrétti snúist einungis um kynjajafnrétti. Ég hef verið í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna, vann í Alþjóðahúsinu, er nú varaborgarfulltrúi og sit í stjórn Kvennaathvarfsins og barátta mín hefur farið fram á tveimur vígvöllum. Að upplýsa, styðja og styrkja konur af erlendum uppruna sem þurfa á því að halda. Til þess flutti ég til dæmis hugmyndina um jafningjaráðgjöf frá Lissabon hingað sem félagar mínir í Samtökunum hafa haldið gangandi af krafti en þar styðja konur af erlendum uppruna aðrar sem þurfa á því að halda. Upplýsingagjöf og útrétt hönd í neyð er það sem svo margar konur af erlendum uppruna þurfa á að halda. En það þarf meira til. Það þarf bekkjarfulltrúa sem taka eftir að mæður af erlendum uppruna mæta aldrei á fundi, það þarf fyrirtæki sem líta á innflytjendur sem mannauð, ekki bara ódýrasta kostinn, það þarf innflytjendur í ábyrgðarstörfum í stéttarfélögum og opinberum stofnunum, það þarf fjölmiðla sem tala við innflytjendur um annað en bara innflytjendamál, það þarf pólitíska umræðu sem er tilbúin að gera sér grein fyrir að innflytjendur geta komið með nýrri, jafnvel ferskari sýn á hlutina sem eru oft bara eins og þeir eru að því að þeir voru það alltaf. Það hefur ekki alltaf verið einfalt að taka til máls í opinberri umræðu og það tók ansi mikið á að ákveða að bjóða sig fram í prófkjöri en ég hvet sem flesta konur af erlendum uppruna að taka þátt í komandi sveitastjórnarkosningum og hvet alla flokka að setja upp innflytjendagleraugun eins og við höfum lært að setja upp kynjagleraugun.Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar