Síðkominn nýárspistill — bætt kjör stúdenta strax Aldís Mjöll Geirsdóttir skrifar 30. janúar 2018 13:20 Höfum við ekki öll sett okkur háleit markmið í byrjun nýs árs? Eitthvað á borð við: „Nú ætla ég að byrja að læra jafnt og þétt yfir önnina“ eða „nú mæti ég að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku í ræktina!“ Þá getur oft reynst erfitt að standa við strengd heit. Hætta er á að í stað útfylltra námsbóka fyllist dagbækur af ókláruðum verkefnum og að líkamsræktarstöðvar eignist stórstyrktaraðila sem ekki sjást. En með raunsærri markmiðasetningu, jákvæðu viðhorfi og dugnaði er mögulegt að komast hjá því að láta orðin detta niður dauð og það gildir um allt. Ný ríkisstjórn með nýjan stjórnarsáttmála er að mörgu leyti eins og einhverjir, með nýstrengd áramótaheit, horfa við nýju ári – ný tækifæri, ný markmið og autt blað. Í stjórnarsáttmála nýlegrar ríkisstjórnar var boðað til stórsóknar í menntamálum og af mörgu af taka. Kom þar meðal annars fram að jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og öðrum aðstæðum væri meginmarkmið og að ráðist yrði í endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Lánasjóðnum var ætlað að starfa sem félagslegur jöfnunarsjóður en staðreyndin er sú að hann sinnir ekki hlutverki sínu þegar grunnframfærsla stúdenta er alltof lág og frítekjumark sömuleiðis. Samspil þessara tveggja þátta gera það að verkum að stúdentar neyðast til að vinna mikið meðfram námi til að ná endum saman en á sama tíma skerðist framfærsla þeirra frá LÍN töluvert. Hringavitleysa sem þessi er óviðunandi sem ekki er hægt að bjóða stúdentum upp á lengur. Markmið ríkisstjórnarinnar eru þörf og raunhæf en grípa þarf til aðgerða strax til að þeim verði náð. Umfang endurskoðunar laga um LÍN er mikið enda viðamikið verk fyrir höndum. Síðastliðin átta ár hefur legið fyrir að breyta LÍN og það ekki tekist. Við köllum því eftir að starfshópur um endurskoðun þessa verði skipaður sem fyrst og til að tryggja fyrirhugað gott samstarf með stúdentum leggja Landssamtök íslenskra stúdenta áherslu á skipun tveggja fulltrúa þeirra í starfshópinn. Rétt eins og ég skora á ykkur öll að vinna að settum markmiðum ykkar eða strengdum áramótaheitum hvort sem það er að hlúa að sjálfinu með hugleiðslu, læra jafnt og þétt, vera með reglulega viðveru í ræktinni eða fara oftar í heimsókn til Bessa frænda þá skora ég á nýja ríkisstjórn að standa við sett markmið. Þá geri ég fastlega ráð fyrir því að stuðningur við stúdenta verði stórefldur í boðaðri stórsókn ríkistjórnarinnar í menntamálum enda hefur hún lítinn tilgang ef stuðningur við stúdenta situr eftir. Það er grunnforsenda þess að jafnt aðgengi að námi sé tryggt og öflugs menntakerfis að háskólar landsins séu fullsetnir af stúdentum sem hafa raunveruleg tækifæri á að sinna námi sínu af fullum krafti. Íslenskir stúdentar búa í dag við skammarlega léleg kjör og hafa gert alltof lengi. Það er kominn tími á að yfirvöld sýni vilja í verki og bæti kjör stúdenta strax.Höfundur er formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Höfum við ekki öll sett okkur háleit markmið í byrjun nýs árs? Eitthvað á borð við: „Nú ætla ég að byrja að læra jafnt og þétt yfir önnina“ eða „nú mæti ég að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku í ræktina!“ Þá getur oft reynst erfitt að standa við strengd heit. Hætta er á að í stað útfylltra námsbóka fyllist dagbækur af ókláruðum verkefnum og að líkamsræktarstöðvar eignist stórstyrktaraðila sem ekki sjást. En með raunsærri markmiðasetningu, jákvæðu viðhorfi og dugnaði er mögulegt að komast hjá því að láta orðin detta niður dauð og það gildir um allt. Ný ríkisstjórn með nýjan stjórnarsáttmála er að mörgu leyti eins og einhverjir, með nýstrengd áramótaheit, horfa við nýju ári – ný tækifæri, ný markmið og autt blað. Í stjórnarsáttmála nýlegrar ríkisstjórnar var boðað til stórsóknar í menntamálum og af mörgu af taka. Kom þar meðal annars fram að jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og öðrum aðstæðum væri meginmarkmið og að ráðist yrði í endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Lánasjóðnum var ætlað að starfa sem félagslegur jöfnunarsjóður en staðreyndin er sú að hann sinnir ekki hlutverki sínu þegar grunnframfærsla stúdenta er alltof lág og frítekjumark sömuleiðis. Samspil þessara tveggja þátta gera það að verkum að stúdentar neyðast til að vinna mikið meðfram námi til að ná endum saman en á sama tíma skerðist framfærsla þeirra frá LÍN töluvert. Hringavitleysa sem þessi er óviðunandi sem ekki er hægt að bjóða stúdentum upp á lengur. Markmið ríkisstjórnarinnar eru þörf og raunhæf en grípa þarf til aðgerða strax til að þeim verði náð. Umfang endurskoðunar laga um LÍN er mikið enda viðamikið verk fyrir höndum. Síðastliðin átta ár hefur legið fyrir að breyta LÍN og það ekki tekist. Við köllum því eftir að starfshópur um endurskoðun þessa verði skipaður sem fyrst og til að tryggja fyrirhugað gott samstarf með stúdentum leggja Landssamtök íslenskra stúdenta áherslu á skipun tveggja fulltrúa þeirra í starfshópinn. Rétt eins og ég skora á ykkur öll að vinna að settum markmiðum ykkar eða strengdum áramótaheitum hvort sem það er að hlúa að sjálfinu með hugleiðslu, læra jafnt og þétt, vera með reglulega viðveru í ræktinni eða fara oftar í heimsókn til Bessa frænda þá skora ég á nýja ríkisstjórn að standa við sett markmið. Þá geri ég fastlega ráð fyrir því að stuðningur við stúdenta verði stórefldur í boðaðri stórsókn ríkistjórnarinnar í menntamálum enda hefur hún lítinn tilgang ef stuðningur við stúdenta situr eftir. Það er grunnforsenda þess að jafnt aðgengi að námi sé tryggt og öflugs menntakerfis að háskólar landsins séu fullsetnir af stúdentum sem hafa raunveruleg tækifæri á að sinna námi sínu af fullum krafti. Íslenskir stúdentar búa í dag við skammarlega léleg kjör og hafa gert alltof lengi. Það er kominn tími á að yfirvöld sýni vilja í verki og bæti kjör stúdenta strax.Höfundur er formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar