300 borgarlínur frá aldamótum Pawel Bartoszek skrifar 22. janúar 2018 08:00 Er ekki galið að fara að byggja upp eitthvert sporvagna-léttlestar-hraðvagnakerfi í Reykjavík? Þetta er úreld tækni sem allir eru búnir að segja skilið við! Almennt eru allar evrópskar borgir að leggja niður sporvagna til að rýma fyrir sjálfkeyrandi bílum. Einu borgirnar sem ég man eftir að hafi byggt upp einhver svona léttlestarkerfi frá aldamótum eru Palermo, Edinborg, Murcia, Zaragoza, Lyon, Toulouse, Nice, Santa Cruz de Tenerife, Sevilla, Aþena, Dublin, Nottingham, Bordeaux, Portó, Búkarest og Bilbao. Og þetta eru allt stórborgir! Það dettur engum í hug að setja sporvagn eða léttlest í borg með undir hálfri milljón íbúa. Enda þekkist varla á meginlandinu að þannig smáborg fjárfesti í slíku. Einu undantekningarnar sem koma upp í hugann eru Árósar, Lúxemborg, Olsztyn, Aubagne, Besançon, Tours, Brest, Dijon, Le Havre, Angers, Reims, Flórens, Mestre, Björgvin, Bergamo, Cagliari, Vitoria-Gasteiz, Le Mans, Kassel, Padova, Clermont-Ferrand, Mulhouse, Valenciennes, Sassari og Messina. Þessar borgir, sem eru svipaðar Reykavík að stærð, hafa byggt upp léttlestarkerfi frá aldamótum. Engar aðrar! Þessar örfáu undantekningar er að finna í Evrópu, vitaskuld. Annars staðar í hinum vestræna heimi þykja hugmyndir um uppbyggingu nýrra léttlestar- eða sporvagnakerfa fráleitar. Nær allar bandarískar borgir lögðu niður sporvagnakerfi sín á 20. öldinni og engum dettur í hug að endurvekja þá drauga. Engin borg í Norður-Ameríku hefur byggt upp slíkt kerfi á þessari öld. Það er að segja ef frá eru taldar borgirnar Detroit, Washington, Kansas City, Cincinnati, Charlotte, Dallas, Tucson, Atlanta, Salt Lake City, Norfolk, Seattle, Phoenix, Oceanside, Seattle, Philadelphia, Minneapolis, Little Rock, Houston, Camden, Tacoma, Tampa, Portland og Ottawa. Það má síðan bæta við að öll dæmin að ofan eru kerfi sem ákveðin voru fyrir þónokkru síðan, áður en menn áttuðu sig á því að fljúgandi snjallbílar væru framtíðin. Ekki veit ég til þess að verið sé að byggja upp nein ný léttlestarkerfi í þessum töluðu orðum fyrir utan örfáa staði á borð við Kaupmannahöfn, Óðinsvé, Tampere, Avignon, Amiens, Lens, Nîmes, St. Louis, Contra Costa, El Paso, Milwaukee, Oklahoma, Tempe og Maryland. En svo er auðvitað fáránlegt að ræða einhver sporvagnakerfi þegar það stendur ekki einu sinni til að byggja upp slíkt í Reykjavík. Nei, í Reykjavík á að öllum líkindum að fara að byggja upp svokallað Bus Rapid Transit kerfi, strætóa með sporvagnavaralit, á sérakreinum. Það eru ekki margar evrópskar borgir sem hafa hleypt svona furðuskepnum á göturnar frá aldamótum. Nei, þær eru: Helsinki, Belfort, Caen, Cannes, Châlon-sur-Saône, Douai, La Rochelle, Le Mans, Lille, Lorient, Lyon, Maubeuge, Metz, Nancy, Nantes, Nîmes, Rouen, Saint-Nazaire, Strasbourg, Toulouse, Almere, Amsterdam, Eindhoven, Utrecht, Castellón, Granada, Gautaborg, Zürich, Istanbúl, Cambridge, Fareham, Kent, Luton og Swansea. Þessi örfáu dæmi um ný hraðvagnakerfi er vitanlega flest að finna í Evrópu, álfu hópsálanna. Ísland er miklu meira eins og Norður-Ameríka. Við erum einstaklingshyggjufólk sem viljum ferðast ein í bíl, þangað sem okkur hentar, þegar það hentar okkur. Það er því mun nærtækara að líta til fordæma um BRT-kerfi í Norður-Ameríku. Og þau eru fá. Frá aldamótum eru þetta einungis borgirnar Gatineau, Winnipeg, York, Alexandria, Cleveland, Eugene, Fort Collins, Hartford, Las Vegas, Los Angeles, New York og San Bernandino. Þá liggur það fyrir. Á þessari öld hafa einungis um 120 evrópskar eða norðuramerískar borgir opnað ný léttlestar-, sporvagna- eða hraðvagnakerfi. Einungis 120 nýjar „borgarlínur“. Til viðbótar má finna dæmi um 130 ný slík kerfi í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu á sama tímabili. Samtals eru þetta því um 250 borgir um allan heim. Loks má bæta því við að frá aldamótum hafa verið opnuð um 60 ný neðanjarðarlestarkerfi. Vonandi að þessi upptalning verði til þess að þagga niður í draumórafólkinu sem heldur að einhverjar hágæða-almenningssamgöngur séu framtíðin. Á tæpum tuttugu árum hafa 300 borgir um allan heim opnað nýjar borgarlínur. Allar hinar borgirnar eru að búa sig undir framtíðina. Og framtíðin er víst tómur, sjálfkeyrandi bíll, einn á leiðinni, að sækja eiganda sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Er ekki galið að fara að byggja upp eitthvert sporvagna-léttlestar-hraðvagnakerfi í Reykjavík? Þetta er úreld tækni sem allir eru búnir að segja skilið við! Almennt eru allar evrópskar borgir að leggja niður sporvagna til að rýma fyrir sjálfkeyrandi bílum. Einu borgirnar sem ég man eftir að hafi byggt upp einhver svona léttlestarkerfi frá aldamótum eru Palermo, Edinborg, Murcia, Zaragoza, Lyon, Toulouse, Nice, Santa Cruz de Tenerife, Sevilla, Aþena, Dublin, Nottingham, Bordeaux, Portó, Búkarest og Bilbao. Og þetta eru allt stórborgir! Það dettur engum í hug að setja sporvagn eða léttlest í borg með undir hálfri milljón íbúa. Enda þekkist varla á meginlandinu að þannig smáborg fjárfesti í slíku. Einu undantekningarnar sem koma upp í hugann eru Árósar, Lúxemborg, Olsztyn, Aubagne, Besançon, Tours, Brest, Dijon, Le Havre, Angers, Reims, Flórens, Mestre, Björgvin, Bergamo, Cagliari, Vitoria-Gasteiz, Le Mans, Kassel, Padova, Clermont-Ferrand, Mulhouse, Valenciennes, Sassari og Messina. Þessar borgir, sem eru svipaðar Reykavík að stærð, hafa byggt upp léttlestarkerfi frá aldamótum. Engar aðrar! Þessar örfáu undantekningar er að finna í Evrópu, vitaskuld. Annars staðar í hinum vestræna heimi þykja hugmyndir um uppbyggingu nýrra léttlestar- eða sporvagnakerfa fráleitar. Nær allar bandarískar borgir lögðu niður sporvagnakerfi sín á 20. öldinni og engum dettur í hug að endurvekja þá drauga. Engin borg í Norður-Ameríku hefur byggt upp slíkt kerfi á þessari öld. Það er að segja ef frá eru taldar borgirnar Detroit, Washington, Kansas City, Cincinnati, Charlotte, Dallas, Tucson, Atlanta, Salt Lake City, Norfolk, Seattle, Phoenix, Oceanside, Seattle, Philadelphia, Minneapolis, Little Rock, Houston, Camden, Tacoma, Tampa, Portland og Ottawa. Það má síðan bæta við að öll dæmin að ofan eru kerfi sem ákveðin voru fyrir þónokkru síðan, áður en menn áttuðu sig á því að fljúgandi snjallbílar væru framtíðin. Ekki veit ég til þess að verið sé að byggja upp nein ný léttlestarkerfi í þessum töluðu orðum fyrir utan örfáa staði á borð við Kaupmannahöfn, Óðinsvé, Tampere, Avignon, Amiens, Lens, Nîmes, St. Louis, Contra Costa, El Paso, Milwaukee, Oklahoma, Tempe og Maryland. En svo er auðvitað fáránlegt að ræða einhver sporvagnakerfi þegar það stendur ekki einu sinni til að byggja upp slíkt í Reykjavík. Nei, í Reykjavík á að öllum líkindum að fara að byggja upp svokallað Bus Rapid Transit kerfi, strætóa með sporvagnavaralit, á sérakreinum. Það eru ekki margar evrópskar borgir sem hafa hleypt svona furðuskepnum á göturnar frá aldamótum. Nei, þær eru: Helsinki, Belfort, Caen, Cannes, Châlon-sur-Saône, Douai, La Rochelle, Le Mans, Lille, Lorient, Lyon, Maubeuge, Metz, Nancy, Nantes, Nîmes, Rouen, Saint-Nazaire, Strasbourg, Toulouse, Almere, Amsterdam, Eindhoven, Utrecht, Castellón, Granada, Gautaborg, Zürich, Istanbúl, Cambridge, Fareham, Kent, Luton og Swansea. Þessi örfáu dæmi um ný hraðvagnakerfi er vitanlega flest að finna í Evrópu, álfu hópsálanna. Ísland er miklu meira eins og Norður-Ameríka. Við erum einstaklingshyggjufólk sem viljum ferðast ein í bíl, þangað sem okkur hentar, þegar það hentar okkur. Það er því mun nærtækara að líta til fordæma um BRT-kerfi í Norður-Ameríku. Og þau eru fá. Frá aldamótum eru þetta einungis borgirnar Gatineau, Winnipeg, York, Alexandria, Cleveland, Eugene, Fort Collins, Hartford, Las Vegas, Los Angeles, New York og San Bernandino. Þá liggur það fyrir. Á þessari öld hafa einungis um 120 evrópskar eða norðuramerískar borgir opnað ný léttlestar-, sporvagna- eða hraðvagnakerfi. Einungis 120 nýjar „borgarlínur“. Til viðbótar má finna dæmi um 130 ný slík kerfi í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu á sama tímabili. Samtals eru þetta því um 250 borgir um allan heim. Loks má bæta því við að frá aldamótum hafa verið opnuð um 60 ný neðanjarðarlestarkerfi. Vonandi að þessi upptalning verði til þess að þagga niður í draumórafólkinu sem heldur að einhverjar hágæða-almenningssamgöngur séu framtíðin. Á tæpum tuttugu árum hafa 300 borgir um allan heim opnað nýjar borgarlínur. Allar hinar borgirnar eru að búa sig undir framtíðina. Og framtíðin er víst tómur, sjálfkeyrandi bíll, einn á leiðinni, að sækja eiganda sinn.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun