Um viðhald fasteigna og húsbók fjölbýlishúsa Daníel Árnason skrifar 22. janúar 2018 09:00 Mikil verðmæti eru fólgin í fasteignum landsmanna sem sést m.a. af því að í árslok 2016 nam verðmæti vátryggðra fasteigna hjá Viðlagatryggingu Íslands 8.015 milljörðum króna. Til að tryggja að verðmæti fasteigna rýrni ekki þarf að sinna viðhaldi þeirra vel og skipulega en þar er því miður víða pottur brotinn hérlendis. Eins og nýleg dæmi sanna hefur „íslenska aðferðin“ oftar en ekki verið sú að bíða með viðhald og viðgerðir fasteigna þar til í óefni er komið, með tilheyrandi aukakostnaði og raski sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með reglubundnu viðhaldi og skipulagðari vinnubrögðum. Þegar keyptur er notaður bíll fer hann gjarnan í gegnum söluskoðun, honum fylgir smurbók, vottorð um tjónasögu og ennfremur fær hugsanlegur kaupandi að setjast undir stýri og prófa ökutækið. Auka þarf kröfur um upplýsingaskyldu Þessu er alls ekki svona farið þegar um er að ræða fasteignaviðskipti. Þrátt fyrir takmarkaða möguleika kaupanda til að sannreyna ástand og eiginleika húss, hvílir ábyrgðin og skoðunarskylda fyrst og fremst á kaupanda. Seljanda er einungis skylt að upplýsa um yfirstandandi eða formlega samþykktar viðhaldsframkvæmdir. Í þessum samanburði við bílaviðskiptin er einnig rétt að minna á að í fasteignaviðskiptum er oft verið að meðhöndla ævisparnað og lífeyrissjóð einstaklinga og fjölskyldna. Með öðrum orðum, fasteignaviðskiptum fylgir of oft áhætta, áhætta sem ekki er reynt að draga úr með auknum kröfum um upplýsingaskyldu af hálfu seljanda. Það verður að teljast eðlileg krafa að samhliða sölu á notaðri fasteign fylgi ástandslýsing hennar og viðhaldssaga og rétt að hvetja löggjafann til að bæta úr hvað þetta varðar. Til að brjótast út úr þessum vítahring er eðlilegt að leggja áherslu á að safna skipulega hagnýtum upplýsingum um fasteignir til að birta með sölugögnum og veita þannig sem besta yfirsýn yfir ástand viðkomandi fasteignar. „Þjónustubók“ fjöleignarhúsa Æskilegt er að festa í lög ákvæði um upplýsingaskyldu af þessu tagi. Þar koma eflaust margar leiðir til greina, en sem dæmi um nálgun vil ég leyfa mér að nefna eins konar „þjónustubók“ fjöleignarhúsa, þar sem íbúar húsfélags geta nálgast á einum stað allar upplýsingar um umgengis- og öryggismál sinnar húseignar, ásamt hagnýtum upplýsingum, s.s. um fjármál, byggingarsögu og viðhald. Það er trú mín að slík húsbók leiði til betra fyrirkomulags fasteignaviðhalds og meiri reglufestu í fjölbýlishúsum og geti því vel nýst sem innlegg í endurskoðun á lögum og reglum um fjöleignahús. Jafnframt yrði húsbókin ómetanlegt tæki við kaup og sölu íbúða í fjölbýlishúsum – því þar væru aðgengilegar á einum stað allar upplýsingar um viðkomandi eign og viðhaldssögu hennar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Mikil verðmæti eru fólgin í fasteignum landsmanna sem sést m.a. af því að í árslok 2016 nam verðmæti vátryggðra fasteigna hjá Viðlagatryggingu Íslands 8.015 milljörðum króna. Til að tryggja að verðmæti fasteigna rýrni ekki þarf að sinna viðhaldi þeirra vel og skipulega en þar er því miður víða pottur brotinn hérlendis. Eins og nýleg dæmi sanna hefur „íslenska aðferðin“ oftar en ekki verið sú að bíða með viðhald og viðgerðir fasteigna þar til í óefni er komið, með tilheyrandi aukakostnaði og raski sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með reglubundnu viðhaldi og skipulagðari vinnubrögðum. Þegar keyptur er notaður bíll fer hann gjarnan í gegnum söluskoðun, honum fylgir smurbók, vottorð um tjónasögu og ennfremur fær hugsanlegur kaupandi að setjast undir stýri og prófa ökutækið. Auka þarf kröfur um upplýsingaskyldu Þessu er alls ekki svona farið þegar um er að ræða fasteignaviðskipti. Þrátt fyrir takmarkaða möguleika kaupanda til að sannreyna ástand og eiginleika húss, hvílir ábyrgðin og skoðunarskylda fyrst og fremst á kaupanda. Seljanda er einungis skylt að upplýsa um yfirstandandi eða formlega samþykktar viðhaldsframkvæmdir. Í þessum samanburði við bílaviðskiptin er einnig rétt að minna á að í fasteignaviðskiptum er oft verið að meðhöndla ævisparnað og lífeyrissjóð einstaklinga og fjölskyldna. Með öðrum orðum, fasteignaviðskiptum fylgir of oft áhætta, áhætta sem ekki er reynt að draga úr með auknum kröfum um upplýsingaskyldu af hálfu seljanda. Það verður að teljast eðlileg krafa að samhliða sölu á notaðri fasteign fylgi ástandslýsing hennar og viðhaldssaga og rétt að hvetja löggjafann til að bæta úr hvað þetta varðar. Til að brjótast út úr þessum vítahring er eðlilegt að leggja áherslu á að safna skipulega hagnýtum upplýsingum um fasteignir til að birta með sölugögnum og veita þannig sem besta yfirsýn yfir ástand viðkomandi fasteignar. „Þjónustubók“ fjöleignarhúsa Æskilegt er að festa í lög ákvæði um upplýsingaskyldu af þessu tagi. Þar koma eflaust margar leiðir til greina, en sem dæmi um nálgun vil ég leyfa mér að nefna eins konar „þjónustubók“ fjöleignarhúsa, þar sem íbúar húsfélags geta nálgast á einum stað allar upplýsingar um umgengis- og öryggismál sinnar húseignar, ásamt hagnýtum upplýsingum, s.s. um fjármál, byggingarsögu og viðhald. Það er trú mín að slík húsbók leiði til betra fyrirkomulags fasteignaviðhalds og meiri reglufestu í fjölbýlishúsum og geti því vel nýst sem innlegg í endurskoðun á lögum og reglum um fjöleignahús. Jafnframt yrði húsbókin ómetanlegt tæki við kaup og sölu íbúða í fjölbýlishúsum – því þar væru aðgengilegar á einum stað allar upplýsingar um viðkomandi eign og viðhaldssögu hennar!
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun