Federer er hluti af nýju rútínunni hjá Ólafíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2018 14:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/S2 Sunnudagurinn 29. janúar 2018 var frábær dagur fyrir besta kylfing landsins og það lítur út fyrir að Svisslendingurinn Roger Ferderer hafi átt sinn þátt í því. Roger Federer vann í gær sinn tuttugasta risatitil á ferlinum á opna ástralska risamótinu og bætti þar sem eigið met. Það féllu bæði tár hjá honum og þeim sem horfðu á hann í mótslok. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er mikill aðdáandi Roger Federer og hefur alltaf verið. Hún fylgdist með hinni 36 ára gömlu lifandi goðsögn bæta enn einni rósinni í hnappagatið og það hafi frábær áhrif á hana. Ólafía Þórunn þurfti að vakna eldsnemma því hún varð að spila 24 holur á þessum lokadegi þar sem að keppni var frestað daginn áður. Hún þurfti líka að spila mjög vel til að fá að spila fleiri holur en þessar sex til að klára annan hringinn. Aðeins góð spilamennska myndi skila henni í gegnum niðurskurðinn. Ólafía Þórunn gerði það og gott betur. Hún fékk fjóra fugla á síðustu sex holunum á öðrum hring og bætti síðan við fimm fuglum á þriðja hringnum. Það skilaði henni á einu höggi undir pari samanlagt og 26. sætinu á mótinu. Ólafía sagði frá nýju rútínunni sinni á Twitter og það er ekki að heyra á öðru en að hún sé komin til að vera.Vekjaraklukka 4:30. Horfa á Federer yfir morgunmatnum. Spila nokkrar holur . Horfa meira á Federer. Skipta um föt “white on white” til að vera klædd eins og Federer. Spila fleiri holur. Þetta er formúlan í framtíðinni #nýjarútínan — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) January 28, 2018 Roger Federer er frábær fyrirmynd alveg eins og Ólafía sjálf. Ef þessi byrjun hennar á LPGA-tímabilinu er fyrirboði þess sem koma skal í ár verður mjög spennandi að fylgjast með Íþróttamanni ársins spila með bestu kylfingum í heimi. Nú er bara að vona að Roger Federer sé líka að spila þegar Ólafía keppir næst. Rollercoaster ride!!! had so much fun in Bahamas with some of my favorite people! -1 total, T25 for the first tournament of the year A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Jan 28, 2018 at 3:08pm PST Golf Tennis Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Sunnudagurinn 29. janúar 2018 var frábær dagur fyrir besta kylfing landsins og það lítur út fyrir að Svisslendingurinn Roger Ferderer hafi átt sinn þátt í því. Roger Federer vann í gær sinn tuttugasta risatitil á ferlinum á opna ástralska risamótinu og bætti þar sem eigið met. Það féllu bæði tár hjá honum og þeim sem horfðu á hann í mótslok. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er mikill aðdáandi Roger Federer og hefur alltaf verið. Hún fylgdist með hinni 36 ára gömlu lifandi goðsögn bæta enn einni rósinni í hnappagatið og það hafi frábær áhrif á hana. Ólafía Þórunn þurfti að vakna eldsnemma því hún varð að spila 24 holur á þessum lokadegi þar sem að keppni var frestað daginn áður. Hún þurfti líka að spila mjög vel til að fá að spila fleiri holur en þessar sex til að klára annan hringinn. Aðeins góð spilamennska myndi skila henni í gegnum niðurskurðinn. Ólafía Þórunn gerði það og gott betur. Hún fékk fjóra fugla á síðustu sex holunum á öðrum hring og bætti síðan við fimm fuglum á þriðja hringnum. Það skilaði henni á einu höggi undir pari samanlagt og 26. sætinu á mótinu. Ólafía sagði frá nýju rútínunni sinni á Twitter og það er ekki að heyra á öðru en að hún sé komin til að vera.Vekjaraklukka 4:30. Horfa á Federer yfir morgunmatnum. Spila nokkrar holur . Horfa meira á Federer. Skipta um föt “white on white” til að vera klædd eins og Federer. Spila fleiri holur. Þetta er formúlan í framtíðinni #nýjarútínan — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) January 28, 2018 Roger Federer er frábær fyrirmynd alveg eins og Ólafía sjálf. Ef þessi byrjun hennar á LPGA-tímabilinu er fyrirboði þess sem koma skal í ár verður mjög spennandi að fylgjast með Íþróttamanni ársins spila með bestu kylfingum í heimi. Nú er bara að vona að Roger Federer sé líka að spila þegar Ólafía keppir næst. Rollercoaster ride!!! had so much fun in Bahamas with some of my favorite people! -1 total, T25 for the first tournament of the year A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Jan 28, 2018 at 3:08pm PST
Golf Tennis Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira