Magnús Kristinsson kaupir í Kviku banka Hörður Ægisson skrifar 10. janúar 2018 08:00 Gríðarmikil viðskipti hafa verið með bréf í Kviku banka á síðustu mánuðum og misserum. Vísir/GVA Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur fjárfest í Kviku banka en félagið Q44, sem er í eigu Magnúsar og fjölskyldu í gegnum Fjárfestingarfélagið Blik ehf., gekk nýlega frá kaupum á 1,25 prósenta hlut í fjárfestingabankanum. Eftir kaupin er félagið fimmtándi stærsti hluthafi Kviku. Magnús var áður eigandi og framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum. Allt hlutafé fyrirtækisins var selt til Síldarvinnslunnar árið 2012 og þá lét Magnús af störfum sem framkvæmdastjóri Bergs-Hugins í fyrra. Magnús var umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi á árunum í aðdraganda falls fjármálakerfisins 2008 og var meðal annars eigandi Toyota-umboðsins og um tíma stór hluthafi í Kaupþingi, Landsbankanum og fjárfestingafélaginu FL Group. Gríðarmikil viðskipti hafa verið með bréf í Kviku á síðustu mánuðum og misserum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í bankanum verið að ganga kaupum og sölum að undanförnu á genginu 6,3, til 6,6 krónur á hlut. Áætla má að félag Magnúsar hafi keypt hlutinn í Kviku banka í lok síðasta árs fyrir um 110 til 120 milljónir króna. Á meðal þeirra sem hafa einnig komið inn í hluthafahóp Kviku á undanförnum mánuðum eru Hjörleifur Jakobsson, stór hluthafi í bílaumboðinu Öskju, Öryggismiðstöðinni og Samskipum, Lífsverk lífeyrissjóður, Sigurður Sigurgeirsson, fjárfestir og fyrrverandi byggingarverktaki, hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, eigendur Johans Rönning, Eiríkur Vignisson, framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar, dótturfélags HB Granda, og Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar. Fjárfestingafélögin Sigla, sem er í eigu Tómasar Kristjánssonar og hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, og Varða Capital, sem er í meirihlutaeigu viðskiptafélaganna Jónasar Hagans Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar, eru hins vegar í hópi þeirra sem hafa selt öll bréf sín í Kviku.Magnús Kristinsson var áður eigandi og framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum.Í lok september í fyrra var greint frá því að stjórn Kviku hefði samþykkt að stefna að skráningu hlutabréfa bankans á First North markaðinn í Kauphöllinni. Gert er ráð fyrir að skráningin verði að veruleika fljótlega á þessu ári. Hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum síðasta árs nam 946 milljónum. Arðsemi eigin fjár var 26,2 prósent eigið fé Kviku var um 8.200 milljónir um mitt árið 2017. Stærstu hluthafar Kviku í dag eru tryggingafélagið VÍS með 23,57 prósenta hlut, félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem á 9,32 prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 8,96 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Vísitala neysluverðs hækkar milli mánaða Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Sjá meira
Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur fjárfest í Kviku banka en félagið Q44, sem er í eigu Magnúsar og fjölskyldu í gegnum Fjárfestingarfélagið Blik ehf., gekk nýlega frá kaupum á 1,25 prósenta hlut í fjárfestingabankanum. Eftir kaupin er félagið fimmtándi stærsti hluthafi Kviku. Magnús var áður eigandi og framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum. Allt hlutafé fyrirtækisins var selt til Síldarvinnslunnar árið 2012 og þá lét Magnús af störfum sem framkvæmdastjóri Bergs-Hugins í fyrra. Magnús var umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi á árunum í aðdraganda falls fjármálakerfisins 2008 og var meðal annars eigandi Toyota-umboðsins og um tíma stór hluthafi í Kaupþingi, Landsbankanum og fjárfestingafélaginu FL Group. Gríðarmikil viðskipti hafa verið með bréf í Kviku á síðustu mánuðum og misserum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í bankanum verið að ganga kaupum og sölum að undanförnu á genginu 6,3, til 6,6 krónur á hlut. Áætla má að félag Magnúsar hafi keypt hlutinn í Kviku banka í lok síðasta árs fyrir um 110 til 120 milljónir króna. Á meðal þeirra sem hafa einnig komið inn í hluthafahóp Kviku á undanförnum mánuðum eru Hjörleifur Jakobsson, stór hluthafi í bílaumboðinu Öskju, Öryggismiðstöðinni og Samskipum, Lífsverk lífeyrissjóður, Sigurður Sigurgeirsson, fjárfestir og fyrrverandi byggingarverktaki, hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, eigendur Johans Rönning, Eiríkur Vignisson, framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar, dótturfélags HB Granda, og Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar. Fjárfestingafélögin Sigla, sem er í eigu Tómasar Kristjánssonar og hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, og Varða Capital, sem er í meirihlutaeigu viðskiptafélaganna Jónasar Hagans Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar, eru hins vegar í hópi þeirra sem hafa selt öll bréf sín í Kviku.Magnús Kristinsson var áður eigandi og framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum.Í lok september í fyrra var greint frá því að stjórn Kviku hefði samþykkt að stefna að skráningu hlutabréfa bankans á First North markaðinn í Kauphöllinni. Gert er ráð fyrir að skráningin verði að veruleika fljótlega á þessu ári. Hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum síðasta árs nam 946 milljónum. Arðsemi eigin fjár var 26,2 prósent eigið fé Kviku var um 8.200 milljónir um mitt árið 2017. Stærstu hluthafar Kviku í dag eru tryggingafélagið VÍS með 23,57 prósenta hlut, félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem á 9,32 prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 8,96 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Vísitala neysluverðs hækkar milli mánaða Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Sjá meira