Erlent

Átta látnir í eldsvoða í Portúgal

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Átta létust þegar eldur kom upp í félagsmiðstöð í Portúgal seint í gærkvöldi.
Átta létust þegar eldur kom upp í félagsmiðstöð í Portúgal seint í gærkvöldi. Visir/afp
Að minnsta kosti átta létust og fimmtíu slösuðust eftir að eldur kom upp í félagsmiðstöð Portúgal seint í gærkvöldi. Félagsmiðstöðin er í Vila Nova da Rainha sem er nálægt bænum Tondela í norðurhluta Portúgal. AFP og BBC greina frá þessu.

Um sjötíu manns voru í félagsmiðstöðinni. Fólkið var ýmist að spila eða að horfa á fótboltaleik þegar hitakútur sprakk. Eldurinn barst hratt út með þeim afleiðingum að átta létust. Hinir slösuðu voru fluttir á sjúkrahús í Lissabon með þyrlu.

Bæjarstjóri Tondela, José António Jesus sagði að félagsmiðstöðin hefði verið hjarta samfélagsins og mikið notuð.

Svæðið um og í kringum Tondela fór illa út úr skógareldunum í október síðastliðnum. Embættismenn hafa lýst upplifun sinni af eldsvoðanum sem enn einni hörmunginni.

Umrætt svæði fór illa út úr skógareldunum í október síðastliðnum.Skjáskot af BBC

Tengdar fréttir

Tugir farast í skógareldum í Portúgal

Að minnsta kostir 43 hafa farist í miklum skógareldum nærri Coimbra í Portúgal, þar á meðal nokkur fjöldi fólks sem var að reyna að komast undan í bílum sínum. Um 1.700 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda um allt landið.

Rúmlega sextíu látnir í skógareldum í Portúgal: "Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar“

Á sjöunda tug eru látnir í miðhluta Portú­gals af völdum mikilla skóarelda. Talið er að tala látinna komi til með að hækka og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir í landinu. Íslensk kona sem búsett er í Portúgal segir landsmenn harmi slegna. Hún var stödd nálægt svæðinu nokkrum tímum áður en eldurinn kviknaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×