Skjótum ekki sendiboðann Sabine Leskopf skrifar 16. janúar 2018 15:37 Þegar Íslendingar í útlöndum eru spurðir hvers þeir sakna eða meta mest er vatnið oftast nefnt. Og einmitt núna er víst rétti tíminn fyrir okkur öll að vakna af værum blundi þeirrar sannfæringar að hreina loftið og hreina vatnið séu sjálfgefin og endalaust til af hvoru tveggja. Bæði umræðan um loftgæði eftir áramót og nú um mengun vatns hafa klárlega sýnt að svo er ekki og ábyrgð stjórnmálamanna sem og okkar allra er mikil og við megum engan tíma missa. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að setja rammann sem verndar umhverfið og bæta kerfin tengd því. En ein af aðalstoðum þess að standa vörð um almannahag og gæði lofts og vatns er virkt heilbrigðiseftirlit. Eftirlit er aldrei þakklátt starf – ef allt er í góðu lagi finnst öllum slíkt apparat meira og minna óþarfi, eftirlit sem fyrirtækin þurfa að borga fyrir eða setur starfsemi þeirra verulegar hömlur er ekki hagvæmt fyrir efnahag viðkomandi. Eftirlit sem setur skemmtanalífinu eða viðburðum, sem allir hlakka til, mörk vegna hávaðamengunar er ekki alltaf vinsælt. Og með eftirliti sem þarf að framfylgja ströngum gildandi reglugerðum eins og hundaeftirliti finnst mörgum beinlinis vegið að besta vini sínum. En við höfum séð, ekki síst á allra síðustu dögum, að eftirlitið sem gætir ýtrustu varúðar í þágu íbúa kann að vera óvinsælt en samt ómissandi með því að vakta, tilkynna frávik skv. gildandi mælikvörðum og gefa út leiðbeiningar ef ástæða er til samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Mikið hefur einnig verið rætt um ábyrgð stjórnmálamanna í einstökum tilfellum bæði núna og síðastliðið sumar og við höfum svo sannarlega brugðist við með því að stytta boðleiðir og auka samstarf við t.d. Veitur. En í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að þótt Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sé rekstrarlega tengt Reykjavíkurborg er það algjörlega faglega sjálfstætt. Það verður kannski hvergi skýrara en þegar maður gerir sér grein fyrir að Heilbrigðiseftirlitið þarf að fylgjast með öllum stofnunum borgarinnar eins og skólum og leikskólum og þarf að geta gripið til íþyngjandi ráðstafana ef þess þarf. Þannig að þó að það sé mjög mikilvægt að stjórnmálamenn fylgist með eftirlitinu og taki t.d. þátt í umræðunni um málaflokkinn þá MÁ pólítíkin á sama tíma ekki fara gegn faglegu mat eftirlits um frávik, mati á umhverfisáhrifum, tilkynningaskyldu og ráðstöfunum. Og þó okkur öllum hafi brugðið við fréttirnar núna, þá vonandi eykst traust borgarbúa til þess að Heilbrigðiseftirlitið gæti ýtrustu varúðar og dregur ekkert undan þótt óþægilegt kunni að vera svo að neysluvatnið sem og loftið séu áfram það sem Íslendingar geta verið stoltir af.Höfundur er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þegar Íslendingar í útlöndum eru spurðir hvers þeir sakna eða meta mest er vatnið oftast nefnt. Og einmitt núna er víst rétti tíminn fyrir okkur öll að vakna af værum blundi þeirrar sannfæringar að hreina loftið og hreina vatnið séu sjálfgefin og endalaust til af hvoru tveggja. Bæði umræðan um loftgæði eftir áramót og nú um mengun vatns hafa klárlega sýnt að svo er ekki og ábyrgð stjórnmálamanna sem og okkar allra er mikil og við megum engan tíma missa. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að setja rammann sem verndar umhverfið og bæta kerfin tengd því. En ein af aðalstoðum þess að standa vörð um almannahag og gæði lofts og vatns er virkt heilbrigðiseftirlit. Eftirlit er aldrei þakklátt starf – ef allt er í góðu lagi finnst öllum slíkt apparat meira og minna óþarfi, eftirlit sem fyrirtækin þurfa að borga fyrir eða setur starfsemi þeirra verulegar hömlur er ekki hagvæmt fyrir efnahag viðkomandi. Eftirlit sem setur skemmtanalífinu eða viðburðum, sem allir hlakka til, mörk vegna hávaðamengunar er ekki alltaf vinsælt. Og með eftirliti sem þarf að framfylgja ströngum gildandi reglugerðum eins og hundaeftirliti finnst mörgum beinlinis vegið að besta vini sínum. En við höfum séð, ekki síst á allra síðustu dögum, að eftirlitið sem gætir ýtrustu varúðar í þágu íbúa kann að vera óvinsælt en samt ómissandi með því að vakta, tilkynna frávik skv. gildandi mælikvörðum og gefa út leiðbeiningar ef ástæða er til samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Mikið hefur einnig verið rætt um ábyrgð stjórnmálamanna í einstökum tilfellum bæði núna og síðastliðið sumar og við höfum svo sannarlega brugðist við með því að stytta boðleiðir og auka samstarf við t.d. Veitur. En í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að þótt Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sé rekstrarlega tengt Reykjavíkurborg er það algjörlega faglega sjálfstætt. Það verður kannski hvergi skýrara en þegar maður gerir sér grein fyrir að Heilbrigðiseftirlitið þarf að fylgjast með öllum stofnunum borgarinnar eins og skólum og leikskólum og þarf að geta gripið til íþyngjandi ráðstafana ef þess þarf. Þannig að þó að það sé mjög mikilvægt að stjórnmálamenn fylgist með eftirlitinu og taki t.d. þátt í umræðunni um málaflokkinn þá MÁ pólítíkin á sama tíma ekki fara gegn faglegu mat eftirlits um frávik, mati á umhverfisáhrifum, tilkynningaskyldu og ráðstöfunum. Og þó okkur öllum hafi brugðið við fréttirnar núna, þá vonandi eykst traust borgarbúa til þess að Heilbrigðiseftirlitið gæti ýtrustu varúðar og dregur ekkert undan þótt óþægilegt kunni að vera svo að neysluvatnið sem og loftið séu áfram það sem Íslendingar geta verið stoltir af.Höfundur er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun