Viðskipti innlent

Sumarbústaðir hækka í verði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sumarbústaðir njóta sem fyrr töluverðra vinsælda.
Sumarbústaðir njóta sem fyrr töluverðra vinsælda. Vísir/Pjetur

Verð á sumarbústöðum hefur hækkað í takt við aukna eftirspurn á eftirsóttum stöðum, til að mynda á Suðurlandi, Grímsnesi, á Þingvöllum og í Skorradal. Þannig hefur verðhækkunin á sumarbústöðum á Suðurlandi verið rúm 50% frá 2010 til 2017, þar af 16% milli 2016 og 2017. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans þar sem sumarbústaðamarkaðurinn er kannaður.

Sumarbústaðir á Íslandi voru rúmlega 13 þúsund í lok ársins 2016 og hafði fjölgað um 74% frá árinu 1997. Fjölgunin var mun meiri í upphafi tímabilsins en á seinustu árum. Þannig fjölgaði sumarhúsum um rúm 16% milli áranna 2000 og 2005, en um tæp 9% á árunum 2010-2016.

Rúmlega helmingur sumarhúsa á landinu var á Suðurlandi í árslok 2016 og um fjórðungur á Vesturlandi. Um þrír fjórðu hlutar allra sumarhúsa á landinu er því á þessum tveimur svæðum.

Fram kemur í Hagsjánni að heilt yfir hafi sala sumarhúsa aukist nokkuð jafnt og þétt allt frá árinu 2008 - „en það ár fækkaði viðskiptum verulega.“

Nokkur velveltuaukning hefur orðið á markaði með sumarhús, einkum ódýrari sumarhús, síðustu ár. Fyrir hrun var töluverð velta á markaði með dýrari sumarhús en eftirspurn eftir slíkum eignum hefur verið minni en var þá ef marka má Hagsjána.

Sé meðalfermetraverð á öllum svæðum á landinu borið saman má sjá að það var hæst á Suðurlandi og að það var töluvert lægra á Vesturlandi og Norðurlandi. Verð á öðrum svæðum var töluvert lægra.

Hagsjána í heild má nálgast með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.