Formúla 1 á Nürburgring 2019? Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2018 15:18 Frá ræsingu í Formúlu 1 keppni á Nürburgring brautinni árið 2011. Svo gæti farið að þýska Nürburgring akstusbrautin verði aftur keppnisbraut í Formúlu 1 á næsta ári. Síðast var keppt á þessari frægu braut í Formúlu 1 árið 2013 en fjárhagsvandræði og tíðar eigendabreytingar á brautinni hafa komið í veg fyrir að keppt hafi verið á henni síðan þá. Framkvæmdastjóri Nürburgring brautarinnar, Mirco Markfort hefur verið í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 mótaraðarinnar um að efna til keppni á brautinni strax á næsta ári og hefur það víst verið æðsta markmið Markfort frá því hann tók yfir. Mikil samkeppni ríkir um að fá að halda hinar einstöku keppnir í Formúlu 1 og hefur stjórnendum mótaraðarinnar borist 40 umsóknir fyrir næstu mótaröð. Það er því ekki hlaupið að því að fá að halda keppni, en það hlýtur að hjálpa málstaðnum að Nürburgring brautin er ein frægasta keppnisbraut heims. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent
Svo gæti farið að þýska Nürburgring akstusbrautin verði aftur keppnisbraut í Formúlu 1 á næsta ári. Síðast var keppt á þessari frægu braut í Formúlu 1 árið 2013 en fjárhagsvandræði og tíðar eigendabreytingar á brautinni hafa komið í veg fyrir að keppt hafi verið á henni síðan þá. Framkvæmdastjóri Nürburgring brautarinnar, Mirco Markfort hefur verið í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 mótaraðarinnar um að efna til keppni á brautinni strax á næsta ári og hefur það víst verið æðsta markmið Markfort frá því hann tók yfir. Mikil samkeppni ríkir um að fá að halda hinar einstöku keppnir í Formúlu 1 og hefur stjórnendum mótaraðarinnar borist 40 umsóknir fyrir næstu mótaröð. Það er því ekki hlaupið að því að fá að halda keppni, en það hlýtur að hjálpa málstaðnum að Nürburgring brautin er ein frægasta keppnisbraut heims.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent