Nærmynd af Mumma: Yale og Húsmæðraskólinn en ekki nægilega trúaður til að gerast munkur Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2018 15:30 Guðmundur er alltaf kallaður Mummi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, býr í miðbæ Reykjavíkur og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast honum betur í þættinum Ísland í dag sem var á dagskrá í gærkvöldi. Guðmundur er kallaður Mummi og hefur alltaf verið kallaður það. Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason var mættur til ráðherra klukkan hálf sjö um morguninn en hann vaknar ávallt snemma og vinnur best eldsnemma. Mummi er fæddur og uppalinn á Brúarlandi á Mýrum rétt vestan við Borgarnes. „Ég elst upp við venjulega sveitastörf og ég held að ég hafi náð aðeins inn í svona stórfjölskyldumenningu og það var alltaf gríðarlega mikill gestagangur hjá ömmu minni,“ segir Guðmundur sem segist vera mikil félagsvera. Mummi varð umhverfis- og auðlindaráðherra í lok nóvember.„Ég ætlaði alltaf að verða bóndi alla mína æsku. Ég var óskaplega hændur af dýrum, sérstaklega kindunum. Ég var ofboðslega skapmikið barn og gat orðið mjög reiður en sem betur fer er það runnið af mér,“ segir Mummi sem er alinn upp við það að bera mikla virðingu fyrir náttúrunni. Ráðherra fór í nám í Háskóla Íslands og í meistaranám í Yale-háskólanum í Bandaríkjunum. Hann skellti sér einnig í Húsmæðraskólann í Reykjavík eftir menntaskólaárin. „Eftir Húsmæðraskólann flutti ég aðeins til Þýskalands og dvaldi í klaustri svona til að reyna finna sjálfan mig. Ég komst að því að ég væri ekki nægilega trúaður til að verða munkur.“ Mummi er fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn sem sest í ráðherrastól hér á landi. Hann var aftur á móti í sambandi með konu í ein sjö ár áður en hann kom út úr skápnum. „Ég átti yndisleg ár með henni og við erum mjög góðir vinir í dag. Ég sé ekki eftir þeim árum en síðan byrjar bara annar kafli í lífinu þegar maður er orðinn sáttari við sjálfan sig. Það skiptir mig miklu máli að vera góð fyrirmynd þegar maður er kominn í þessa stöðu, og ég veit að það eru enn fordómar í íslensku samfélagi.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Tengdar fréttir Fyrstu skref ríkisstjórnar Katrínar í Víglínunni Alþingi lauk fyrstu umræðu um fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í gærkvöldi og þar með er ríkisstjórnin komin skrefinu lengra en síðasta ríkisstjórn. 16. desember 2017 10:29 Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39 Heitustu piparsveinar landsins Fegurð íslenskra kvenna er heimsþekkt en glæsileiki íslenskra karlmanna hefur hins vegar ekki farið eins hátt. 4. janúar 2018 12:30 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, býr í miðbæ Reykjavíkur og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast honum betur í þættinum Ísland í dag sem var á dagskrá í gærkvöldi. Guðmundur er kallaður Mummi og hefur alltaf verið kallaður það. Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason var mættur til ráðherra klukkan hálf sjö um morguninn en hann vaknar ávallt snemma og vinnur best eldsnemma. Mummi er fæddur og uppalinn á Brúarlandi á Mýrum rétt vestan við Borgarnes. „Ég elst upp við venjulega sveitastörf og ég held að ég hafi náð aðeins inn í svona stórfjölskyldumenningu og það var alltaf gríðarlega mikill gestagangur hjá ömmu minni,“ segir Guðmundur sem segist vera mikil félagsvera. Mummi varð umhverfis- og auðlindaráðherra í lok nóvember.„Ég ætlaði alltaf að verða bóndi alla mína æsku. Ég var óskaplega hændur af dýrum, sérstaklega kindunum. Ég var ofboðslega skapmikið barn og gat orðið mjög reiður en sem betur fer er það runnið af mér,“ segir Mummi sem er alinn upp við það að bera mikla virðingu fyrir náttúrunni. Ráðherra fór í nám í Háskóla Íslands og í meistaranám í Yale-háskólanum í Bandaríkjunum. Hann skellti sér einnig í Húsmæðraskólann í Reykjavík eftir menntaskólaárin. „Eftir Húsmæðraskólann flutti ég aðeins til Þýskalands og dvaldi í klaustri svona til að reyna finna sjálfan mig. Ég komst að því að ég væri ekki nægilega trúaður til að verða munkur.“ Mummi er fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn sem sest í ráðherrastól hér á landi. Hann var aftur á móti í sambandi með konu í ein sjö ár áður en hann kom út úr skápnum. „Ég átti yndisleg ár með henni og við erum mjög góðir vinir í dag. Ég sé ekki eftir þeim árum en síðan byrjar bara annar kafli í lífinu þegar maður er orðinn sáttari við sjálfan sig. Það skiptir mig miklu máli að vera góð fyrirmynd þegar maður er kominn í þessa stöðu, og ég veit að það eru enn fordómar í íslensku samfélagi.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Tengdar fréttir Fyrstu skref ríkisstjórnar Katrínar í Víglínunni Alþingi lauk fyrstu umræðu um fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í gærkvöldi og þar með er ríkisstjórnin komin skrefinu lengra en síðasta ríkisstjórn. 16. desember 2017 10:29 Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39 Heitustu piparsveinar landsins Fegurð íslenskra kvenna er heimsþekkt en glæsileiki íslenskra karlmanna hefur hins vegar ekki farið eins hátt. 4. janúar 2018 12:30 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Fyrstu skref ríkisstjórnar Katrínar í Víglínunni Alþingi lauk fyrstu umræðu um fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í gærkvöldi og þar með er ríkisstjórnin komin skrefinu lengra en síðasta ríkisstjórn. 16. desember 2017 10:29
Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39
Heitustu piparsveinar landsins Fegurð íslenskra kvenna er heimsþekkt en glæsileiki íslenskra karlmanna hefur hins vegar ekki farið eins hátt. 4. janúar 2018 12:30