Uppdópað gengi Seðlabanka veldur vaxandi usla og tjóni Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. júní 2018 07:00 Ein elzta prentsmiðja og kassagerð landsins, Oddi, neyddist fyrir nokkru til að hætta framleiðslu á bylgju- og plastumbúðum, og þurfti að segja upp helmingi starfsmanna sinna, 86 manns. Á okkar mælikvarða var þetta gífurlega stór og alvarleg hópuppsögn. Er við því að búast, að önnur iðnfyrirtæki, sem selja mest á innlendum markaði, líka auðvitað ferðaþjónustan, séu komin í svipaðan vanda, en uppdópað gengi krónunnar lækkar verð á innfluttri vöru, meðan það torveldar innlendum iðnfyrirtækjum, sem hafa líka sinn háa launakostnað, yfirkeyrðan fjármagnskostnað og lítinn markað, að keppa við innflutta, erlenda framleiðslu. Innlend iðnfyrirtæki hafa í raun ekki átt þess kost, vegna okurvaxta og uppdópaðs gengis, að keppa á jafnréttisgrundvelli við erlend iðnfyrirtæki í mörg misseri, þó að þau hafi að nokkru haldið velli vegna nálægðar og tengsla við heimamarkaðinn. Alþjóðleg samkeppnisstaða byggist á fjórum meginþáttum:LaunakostnaðiFjármagnskostnaðiGengi gjaldmiðlaTollum Auðvitað kemur fleira til, eins og menntun, reynsla og hæfni stjórnenda, agi, gæðavitund og verklag iðnverkafólks o.s.frv. Mikilvægt er líka, um hverskyns iðnvarning er að ræða. Einfaldan varning má að verulegu leyti framleiða án þess að mannshöndin komi þar mikið nærri. Gallinn er samt sá, að slík tækni kallar á meira framleiðslumagn en íslenzkur markaður oft leyfir. Annars vegar þarf því fjármagnskostnaður að vera hóflegur, svo að unnt sé að fjárfesta í kostnaðarsamri sjálfvirkri framleiðslutækni, og hins vegar þarf gengi krónunnar að vera „rétt“ svo líka sé hægt að flytja út, ef þörf krefur. Væntanlega var „rétt gengi“, eða öllu heldur skortur á því, afgerandi þáttur í vanda Odda, en „rétt gengi“ myndi hækka kostnað innfluttrar samkeppnisvöru og jafnframt lækka verð útfluttrar vöru í erlendri mynt. Fyrsta forsenda fyrir „réttu gengi“ milli tveggja gjaldmiðla, er, að ávöxtunin, sem aftur byggist á verðbólgu, sé svipuð. Spurningin er sem sagt, annars vegar, hversu mikla ávöxtun fær fjárfestir af fjárfestingu í tilteknum gjaldmiðli og hins vegar, með hversu stöðugu verðgildi gjaldmiðilsins getur fjárfestirinn reiknað. Síðustu árin hefur verðbólga í hinum vestræna heimi verið frá núlli upp í um tvö prósent. Um þessar mundir er verðbólga í Bandaríkjunum 2,1%, í Bretlandi 2,9%, í Þýzkalandi 1,65% og í Evrópu 1,35%. Á sama tíma eru stýrivextir í Bandaríkjunum 1,25-1,5%, í Bretlandi 0,5% og í Þýkalandi og Evrópu 0,00%. M.ö.o. er verðbólgan í öllum okkar helztu viðskiptalöndum verulega miklu meiri en stýrivextir. Til að við getum flutt inn og út frá þessum helztu viðskiptalöndum okkar á jafnræðisgrundvelli, þyrfti hlutfall milli verðbólgu og vaxta auðvitað að vera svipað hér. Því er þó kolöfugt farið. Stýrivextir hér hafa verið margfalt hærri en verðbólgan, en, í raun, ef hún er reiknuð á sama hátt og í nefndum viðskiptalöndum (án fasteignakostnaðar), hefur hún verið í allt að MÍNUS 2,6% síðustu misseri; hjá okkur hefur verið langvarandi og stöðug verðhjöðnun, á sama tíma og stýrivextir hér eru nú 4,25%. Með þessum óskiljanlega hætti, sem brýtur í bága við síðustu og beztu aðferðafræði allra annarra vestrænna seðlabanka, dópar Seðlabankinn hér upp krónuna, langt upp fyrir sann- eða raunverði, og afskræmir gjöld og tekjur helztu atvinnuvega landsins. Miðað við fjármálavísindi seðlabanka helztu viðskiptalanda okkar, ættu stýrivextir á Íslandi í hæsta falli að vera við núllið, en í raun eru þeir, sem sagt, plús 4,25%, sem er yfirkeyrt og óskiljanlegt og dópar sennilega upp krónuna um 10-20%. Frá mínum bæjardyrum séð, ber Seðlabankinn meginsökina og -ábyrgðina á fjöldauppsögnunum bæði hjá Granda á Akranesi í fyrra og hjá Odda hér í Reykjavík nú, með sinni glórulausu vaxtastefnu, og er þá ótalinn uppsafnaður og enn óþekktur vandi fjölmargra annarra fyrirtækja, sem enn reyna að berjast, bæði á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ein elzta prentsmiðja og kassagerð landsins, Oddi, neyddist fyrir nokkru til að hætta framleiðslu á bylgju- og plastumbúðum, og þurfti að segja upp helmingi starfsmanna sinna, 86 manns. Á okkar mælikvarða var þetta gífurlega stór og alvarleg hópuppsögn. Er við því að búast, að önnur iðnfyrirtæki, sem selja mest á innlendum markaði, líka auðvitað ferðaþjónustan, séu komin í svipaðan vanda, en uppdópað gengi krónunnar lækkar verð á innfluttri vöru, meðan það torveldar innlendum iðnfyrirtækjum, sem hafa líka sinn háa launakostnað, yfirkeyrðan fjármagnskostnað og lítinn markað, að keppa við innflutta, erlenda framleiðslu. Innlend iðnfyrirtæki hafa í raun ekki átt þess kost, vegna okurvaxta og uppdópaðs gengis, að keppa á jafnréttisgrundvelli við erlend iðnfyrirtæki í mörg misseri, þó að þau hafi að nokkru haldið velli vegna nálægðar og tengsla við heimamarkaðinn. Alþjóðleg samkeppnisstaða byggist á fjórum meginþáttum:LaunakostnaðiFjármagnskostnaðiGengi gjaldmiðlaTollum Auðvitað kemur fleira til, eins og menntun, reynsla og hæfni stjórnenda, agi, gæðavitund og verklag iðnverkafólks o.s.frv. Mikilvægt er líka, um hverskyns iðnvarning er að ræða. Einfaldan varning má að verulegu leyti framleiða án þess að mannshöndin komi þar mikið nærri. Gallinn er samt sá, að slík tækni kallar á meira framleiðslumagn en íslenzkur markaður oft leyfir. Annars vegar þarf því fjármagnskostnaður að vera hóflegur, svo að unnt sé að fjárfesta í kostnaðarsamri sjálfvirkri framleiðslutækni, og hins vegar þarf gengi krónunnar að vera „rétt“ svo líka sé hægt að flytja út, ef þörf krefur. Væntanlega var „rétt gengi“, eða öllu heldur skortur á því, afgerandi þáttur í vanda Odda, en „rétt gengi“ myndi hækka kostnað innfluttrar samkeppnisvöru og jafnframt lækka verð útfluttrar vöru í erlendri mynt. Fyrsta forsenda fyrir „réttu gengi“ milli tveggja gjaldmiðla, er, að ávöxtunin, sem aftur byggist á verðbólgu, sé svipuð. Spurningin er sem sagt, annars vegar, hversu mikla ávöxtun fær fjárfestir af fjárfestingu í tilteknum gjaldmiðli og hins vegar, með hversu stöðugu verðgildi gjaldmiðilsins getur fjárfestirinn reiknað. Síðustu árin hefur verðbólga í hinum vestræna heimi verið frá núlli upp í um tvö prósent. Um þessar mundir er verðbólga í Bandaríkjunum 2,1%, í Bretlandi 2,9%, í Þýzkalandi 1,65% og í Evrópu 1,35%. Á sama tíma eru stýrivextir í Bandaríkjunum 1,25-1,5%, í Bretlandi 0,5% og í Þýkalandi og Evrópu 0,00%. M.ö.o. er verðbólgan í öllum okkar helztu viðskiptalöndum verulega miklu meiri en stýrivextir. Til að við getum flutt inn og út frá þessum helztu viðskiptalöndum okkar á jafnræðisgrundvelli, þyrfti hlutfall milli verðbólgu og vaxta auðvitað að vera svipað hér. Því er þó kolöfugt farið. Stýrivextir hér hafa verið margfalt hærri en verðbólgan, en, í raun, ef hún er reiknuð á sama hátt og í nefndum viðskiptalöndum (án fasteignakostnaðar), hefur hún verið í allt að MÍNUS 2,6% síðustu misseri; hjá okkur hefur verið langvarandi og stöðug verðhjöðnun, á sama tíma og stýrivextir hér eru nú 4,25%. Með þessum óskiljanlega hætti, sem brýtur í bága við síðustu og beztu aðferðafræði allra annarra vestrænna seðlabanka, dópar Seðlabankinn hér upp krónuna, langt upp fyrir sann- eða raunverði, og afskræmir gjöld og tekjur helztu atvinnuvega landsins. Miðað við fjármálavísindi seðlabanka helztu viðskiptalanda okkar, ættu stýrivextir á Íslandi í hæsta falli að vera við núllið, en í raun eru þeir, sem sagt, plús 4,25%, sem er yfirkeyrt og óskiljanlegt og dópar sennilega upp krónuna um 10-20%. Frá mínum bæjardyrum séð, ber Seðlabankinn meginsökina og -ábyrgðina á fjöldauppsögnunum bæði hjá Granda á Akranesi í fyrra og hjá Odda hér í Reykjavík nú, með sinni glórulausu vaxtastefnu, og er þá ótalinn uppsafnaður og enn óþekktur vandi fjölmargra annarra fyrirtækja, sem enn reyna að berjast, bæði á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun