Kaupa lyfjaverksmiðju Actavis á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2018 05:55 Höfuðstöðvar Actavis í Hafnarfirði Kaup Coripharma og hóps fjárfesta á lyfjaverksmiðju og skrifstofuhúsnæði Actavis í Hafnarfirði voru undirrituð í gær. Kaupverð samningsins, sem undirritað var með „hefðbundnum fyrirvörum,“ er trúnaðarmál. Seljandinn var ísraelski samheitalyfjarisinn Teva Pharmaceutical Industries en hann festi kaup á Actavis um mitt ár 2015. Kaupverðið þá var um 40,5 milljarðar dala, sem svaraði til 5400 milljarða íslenskra króna á þeim tíma. Ísraelska fyrirtækið lagði niður starfsemi lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi í fyrra en áform þess efnis voru kynntar í júní árið 2015. Til stóð að um 300 störf myndu flytjast úr landi vegna þessa. Sjá einnig: Starfsfólk Actavis ósátt og íhugar uppsagnirBjarni K. Þorvarðarson verður forstjóri fyrirtækisins.Leiddi það meðal annars til hópuppsagna hjá Actavis í upphafi síðasta árs, þegar um 185 starfsmenn misstu vinnuna á rúmlega tveggja mánaða tímabili. Rekstur móðurfélagsins hafði verið þungur en það skuldaði um 30 milljarða dala í lok síðasta árs. Hópur stjórnenda og lykilstarfsmanna Actavis eru sögð í Morgunblaðinu í dag hafa unnið að því undanfarin tvö ár að fá fjárfesta með sér í verkefnið, svo að hægt væri að gera kaupin möguleg og endurvekja rekstur verksmiðjunnar. Í blaðinu kemur jafnframt fram að rafmagnsverkfræðingurinn Bjarni K. Þorvarðarson verði forstjóri Coripharma, sem festi kaup á Actavis sem fyrr segir. Fyrirtækið er þegar sagt hafa ráðið tíu manns til vinnu og er vonast til þess að starfsmennirnir verði orðnir 40 talsins innan þriggja mánaða. Þá sé stefnt að því að innan tveggja ára verði fjöldi þeirra orðinn 300.Uppfært klukkan 7:45Í fréttatilkynningu frá Coripharma er haft eftir Bjarna að aðstandendur kaupanna séu mjög ánægðir að hafa náð samkomulagi við Teva.Torfi Rafn Halldórsson„Í hópi Coripharma eru bæði reyndir fjárfestar og vanir aðilar úr rekstri alþjóðlegra lyfjafyrirtækja og þessarar lyfjaverksmiðju. Samhliða sjálfstæðri lyfjaframleiðslu Coripharma sjáum við jafnframt fram á að njóta góðs af nánu sambýli við önnur lyfjafélög sem eru rekin hér í Hafnarfirðinum. Þannig stefnum við á kraftmikið og frjótt framleiðslu- og þekkingarsamfélag nokkurra félaga í skyldum rekstri í framtíðinni“, er haft eftir Bjarna. Þá segir Torfi Rafn Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Coripharma, í sömu tilkynningu að félagið stefni á að verksmiðjan verði komin í fullan rekstur á ný innan árs. Vinna við að manna starfsemina og endurnýja öll gæðavottorð verksmiðjunnar sé þegar hafin og stefnt sé á að öll tilskilin leyfi til alþjóðlegrar lyfjaframleiðslu verði komin fyrir lok ársins. Teva rekur áfram umfangsmikla starfsemi í Hafnarfirði þar sem um 280 manns starfa, meðal ananrs á sölu- og markaðssviði Actavis á Íslandi, í lyfjaþróun og hjá Medis sem selur lyf og lyfjahugvit félagsins til annarra lyfjafyrirtækja. Tengdar fréttir Trúnaðarmaður hjá Actavis: „Áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins“ Hlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, segir tíðindin koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. 29. júní 2015 19:16 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Starfsfólk Actavis ósátt og íhugar uppsagnir Starfsmenn Actavis og Medis á Íslandi segja óvissu og ákvarðanir stjórnenda hafa skapað slæman starfsanda. Kvarta undan upplýsingagjöf og skráðu sig á jólahlaðborð sem síðan var blásið af. Rekstur móðurfélagsins Teva er þungur. 29. desember 2017 08:00 Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Kaup Coripharma og hóps fjárfesta á lyfjaverksmiðju og skrifstofuhúsnæði Actavis í Hafnarfirði voru undirrituð í gær. Kaupverð samningsins, sem undirritað var með „hefðbundnum fyrirvörum,“ er trúnaðarmál. Seljandinn var ísraelski samheitalyfjarisinn Teva Pharmaceutical Industries en hann festi kaup á Actavis um mitt ár 2015. Kaupverðið þá var um 40,5 milljarðar dala, sem svaraði til 5400 milljarða íslenskra króna á þeim tíma. Ísraelska fyrirtækið lagði niður starfsemi lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi í fyrra en áform þess efnis voru kynntar í júní árið 2015. Til stóð að um 300 störf myndu flytjast úr landi vegna þessa. Sjá einnig: Starfsfólk Actavis ósátt og íhugar uppsagnirBjarni K. Þorvarðarson verður forstjóri fyrirtækisins.Leiddi það meðal annars til hópuppsagna hjá Actavis í upphafi síðasta árs, þegar um 185 starfsmenn misstu vinnuna á rúmlega tveggja mánaða tímabili. Rekstur móðurfélagsins hafði verið þungur en það skuldaði um 30 milljarða dala í lok síðasta árs. Hópur stjórnenda og lykilstarfsmanna Actavis eru sögð í Morgunblaðinu í dag hafa unnið að því undanfarin tvö ár að fá fjárfesta með sér í verkefnið, svo að hægt væri að gera kaupin möguleg og endurvekja rekstur verksmiðjunnar. Í blaðinu kemur jafnframt fram að rafmagnsverkfræðingurinn Bjarni K. Þorvarðarson verði forstjóri Coripharma, sem festi kaup á Actavis sem fyrr segir. Fyrirtækið er þegar sagt hafa ráðið tíu manns til vinnu og er vonast til þess að starfsmennirnir verði orðnir 40 talsins innan þriggja mánaða. Þá sé stefnt að því að innan tveggja ára verði fjöldi þeirra orðinn 300.Uppfært klukkan 7:45Í fréttatilkynningu frá Coripharma er haft eftir Bjarna að aðstandendur kaupanna séu mjög ánægðir að hafa náð samkomulagi við Teva.Torfi Rafn Halldórsson„Í hópi Coripharma eru bæði reyndir fjárfestar og vanir aðilar úr rekstri alþjóðlegra lyfjafyrirtækja og þessarar lyfjaverksmiðju. Samhliða sjálfstæðri lyfjaframleiðslu Coripharma sjáum við jafnframt fram á að njóta góðs af nánu sambýli við önnur lyfjafélög sem eru rekin hér í Hafnarfirðinum. Þannig stefnum við á kraftmikið og frjótt framleiðslu- og þekkingarsamfélag nokkurra félaga í skyldum rekstri í framtíðinni“, er haft eftir Bjarna. Þá segir Torfi Rafn Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Coripharma, í sömu tilkynningu að félagið stefni á að verksmiðjan verði komin í fullan rekstur á ný innan árs. Vinna við að manna starfsemina og endurnýja öll gæðavottorð verksmiðjunnar sé þegar hafin og stefnt sé á að öll tilskilin leyfi til alþjóðlegrar lyfjaframleiðslu verði komin fyrir lok ársins. Teva rekur áfram umfangsmikla starfsemi í Hafnarfirði þar sem um 280 manns starfa, meðal ananrs á sölu- og markaðssviði Actavis á Íslandi, í lyfjaþróun og hjá Medis sem selur lyf og lyfjahugvit félagsins til annarra lyfjafyrirtækja.
Tengdar fréttir Trúnaðarmaður hjá Actavis: „Áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins“ Hlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, segir tíðindin koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. 29. júní 2015 19:16 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Starfsfólk Actavis ósátt og íhugar uppsagnir Starfsmenn Actavis og Medis á Íslandi segja óvissu og ákvarðanir stjórnenda hafa skapað slæman starfsanda. Kvarta undan upplýsingagjöf og skráðu sig á jólahlaðborð sem síðan var blásið af. Rekstur móðurfélagsins Teva er þungur. 29. desember 2017 08:00 Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Trúnaðarmaður hjá Actavis: „Áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins“ Hlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, segir tíðindin koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. 29. júní 2015 19:16
Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30
Starfsfólk Actavis ósátt og íhugar uppsagnir Starfsmenn Actavis og Medis á Íslandi segja óvissu og ákvarðanir stjórnenda hafa skapað slæman starfsanda. Kvarta undan upplýsingagjöf og skráðu sig á jólahlaðborð sem síðan var blásið af. Rekstur móðurfélagsins Teva er þungur. 29. desember 2017 08:00