Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2018 10:17 Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015. Vísir/HEiða Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. Eru stjórnarmennirnir í fyrsta og öðru sæti listans yfir ýmsa menn úr atvinnulífinu í tekjublaðinu. Þriðji stjórnarmaðurinn, Michael Wheeler, er í sjöunda sæti listans með 5,164 milljónir króna í laun á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015.Milljarða bónusgreiðslur Í apríl í fyrra var greint frá því að félagið áætlaði að greiða stjórnarmönnum og nokkrum lykilstjórnendum bónusgreiðslur að upphæð 22,85 milljónir evra sem samsvaraði þá 2,7 milljörðum íslenskra króna. Starfsmenn Glitnis HoldCo voru því einnig með ágætar tekjur á síðasta ári samkvæmt tekjublaðinu en Snorri Arnar Viðarsson, forstöðumanns eignarstýringar félagsins, er þannig í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu starfsmenn fjármálafyrirtækja með 16,765 milljónir króna í laun á mánuði. Ragnar Björgvinsson, yfirlögfræðingur félagsins, er síðan næsttekjuhæsti lögfræðingur landsins með 16,105 milljónir króna í mánaðarlaun. Forstjóri Glitnis, Ingólfur Hauksson, löggiltur endurskoðandi, er svo í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu endurskoðendur landsins með 19,237 milljónir króna í laun á mánuði. Glitnir HoldCo var mikið í fréttum vegna lögbanns sem það fékk í október á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis sem Stundin hafði undir höndum. Hafði blaðið meðal annars fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og venslamanna hans við Glitni dagana fyrir hrun. Glitnir HoldCo höfðaði staðfestingarmál vegna lögbannsins en tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum þegar Stundin og Reykjavík Media voru sýknuð af lögbannskröfunni. Lögbannið er hins vegar áfram í gildi þar sem Glitnir HoldCo ákvað að áfrýja dómnum til Landsréttar. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2017 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um laun forstjóra Glitnis. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26 Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15 Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. Eru stjórnarmennirnir í fyrsta og öðru sæti listans yfir ýmsa menn úr atvinnulífinu í tekjublaðinu. Þriðji stjórnarmaðurinn, Michael Wheeler, er í sjöunda sæti listans með 5,164 milljónir króna í laun á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015.Milljarða bónusgreiðslur Í apríl í fyrra var greint frá því að félagið áætlaði að greiða stjórnarmönnum og nokkrum lykilstjórnendum bónusgreiðslur að upphæð 22,85 milljónir evra sem samsvaraði þá 2,7 milljörðum íslenskra króna. Starfsmenn Glitnis HoldCo voru því einnig með ágætar tekjur á síðasta ári samkvæmt tekjublaðinu en Snorri Arnar Viðarsson, forstöðumanns eignarstýringar félagsins, er þannig í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu starfsmenn fjármálafyrirtækja með 16,765 milljónir króna í laun á mánuði. Ragnar Björgvinsson, yfirlögfræðingur félagsins, er síðan næsttekjuhæsti lögfræðingur landsins með 16,105 milljónir króna í mánaðarlaun. Forstjóri Glitnis, Ingólfur Hauksson, löggiltur endurskoðandi, er svo í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu endurskoðendur landsins með 19,237 milljónir króna í laun á mánuði. Glitnir HoldCo var mikið í fréttum vegna lögbanns sem það fékk í október á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis sem Stundin hafði undir höndum. Hafði blaðið meðal annars fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og venslamanna hans við Glitni dagana fyrir hrun. Glitnir HoldCo höfðaði staðfestingarmál vegna lögbannsins en tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum þegar Stundin og Reykjavík Media voru sýknuð af lögbannskröfunni. Lögbannið er hins vegar áfram í gildi þar sem Glitnir HoldCo ákvað að áfrýja dómnum til Landsréttar. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2017 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um laun forstjóra Glitnis.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26 Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15 Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26
Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15
Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03