Ótrúleg endurkoma Daniil Kvyat Bragi Þórðarson skrifar 3. október 2018 06:00 Daniil Kvyat er að fá tækifæri í þriðja skiptið. vísir/getty 24 ára rússneski ökumaðurinn Daniil Kvyat er í þriðja skiptið á ferlinum að fá tækifæri hjá liði Toro Rosso í Formúlu 1. Kvyat mun aka fyrir Toro Rosso á næsta tímabili en Rússinn byrjaði feril sinn í Formúlu 1 árið 2014 með liðinu. Ári seinna fékk hann tækifæri hjá Red Bull en nýtti það illa. Eftir aðeins fimm keppnir árið 2016 var Daniil rekinn til baka í Toro Rosso eftir vafasama tilburði á brautinni. Til dæmis klessti Rússinn tvisvar sinnum aftan á Sebastian Vettel í heimakeppni sinni það ár. Daniil tókst aldrei að sanna sig aftur hjá Toro Rosso og var endanlega rekinn frá liðinu árið 2017. Á þessu ári hefur Kvyat starfað sem þróunarökumaður hjá Ferrari. „Hann hefur þroskast mikið persónulega,” sagði Helmut Marko, yfirmaður Red Bull liðanna, í viðtali við Sky. Marko bætti við að honum hefur alltaf fundist Daniil mjög hraður ökumaður, það vantaði bara rétta hugarfarið. Enn er óljóst hver mun aka með Rússanum á næsta ári þar sem Pierre Gasly fer frá Toro Rosso yfir til Red Bull árið 2019. Formúla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
24 ára rússneski ökumaðurinn Daniil Kvyat er í þriðja skiptið á ferlinum að fá tækifæri hjá liði Toro Rosso í Formúlu 1. Kvyat mun aka fyrir Toro Rosso á næsta tímabili en Rússinn byrjaði feril sinn í Formúlu 1 árið 2014 með liðinu. Ári seinna fékk hann tækifæri hjá Red Bull en nýtti það illa. Eftir aðeins fimm keppnir árið 2016 var Daniil rekinn til baka í Toro Rosso eftir vafasama tilburði á brautinni. Til dæmis klessti Rússinn tvisvar sinnum aftan á Sebastian Vettel í heimakeppni sinni það ár. Daniil tókst aldrei að sanna sig aftur hjá Toro Rosso og var endanlega rekinn frá liðinu árið 2017. Á þessu ári hefur Kvyat starfað sem þróunarökumaður hjá Ferrari. „Hann hefur þroskast mikið persónulega,” sagði Helmut Marko, yfirmaður Red Bull liðanna, í viðtali við Sky. Marko bætti við að honum hefur alltaf fundist Daniil mjög hraður ökumaður, það vantaði bara rétta hugarfarið. Enn er óljóst hver mun aka með Rússanum á næsta ári þar sem Pierre Gasly fer frá Toro Rosso yfir til Red Bull árið 2019.
Formúla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira